Draupnir - 01.05.1907, Blaðsíða 139
DKAUPNIR.
815
sitt leyti kvaðst hann vera fús til að liylla
hann, þar eð hann liefði fyrir 3 árum af-
svarið lúthersku villuna, er hann dvaldi við
hirð Karls keisara mágs síns, og liefði þá
jafnframt sætst fullum sáttum við umhoðs-
mann páfans — en þar eð hann ælti svo
marga vokluga hatursmenn bæði i Svíaríki
og Danmörku, og með fram i Noregi líka,
teldi hann ósennilegt, að hann kæmist aftur
lil valda. Svo þegar þessar ástæður allar
væru skoðaðar rækilega, kvaðst hann álíta
sennilegast, sem lika varð ofan á, að norsku
og dönsku rikisráðin tækju stjórntauma rikj-
anna i sínar liendur, þar til njrr konungur
kæmi til skjalanna. Og hvað áhrærði Noregs-
ríki, væri það, eflir þeim samningi, sem það
hafði gert við Friðrik 1., ekki skyldugt, að
hinda sig við nokkurn danskan ríkiserfingja,
og þess vegna væri sennilegast, að erkibisk-
upinn með norska ríkisráðinu, sem liann
væri formaður fyrir, yrði einráður yfir öllum
kirkjumálum, að minsta kosti.
Vék Ögmundur biskup sér þá að öðru
efni, sem stóð í sambaudi við þetta — því
nefnilega — að eftir öllum líkum að dæma,
mundi erkihiskup fela þeim biskupunum,
ekki all-einasta hin vanalegu kirkjumál,
lieldur mundi hann taka undir sig og and-
legu stéttina margt það er áður hafði komið