Draupnir - 01.05.1907, Blaðsíða 150
826
DRAUPNIR.
» — Eg er eitthvað svo smeikur við Gissur,
síðan hann sveik mig í trygðum — «.
»í ti'ygðum, heíir Gissur ekki svikið yður
enn þá, herra biskup, en að eins í skoðunum,
og það hef eg gert líka. En áður en hann
svíkur yður í trygðum, skal eg aðvara yður,
— mér liggur við að segja, — hvert heldur,
að eg verð lífs eða liðinn. En farið þér þá
eftir aðvöruninni — «.
Eftir þetta samtal réði biskup við sig,
að senda eftir Gissui'i; og honum varð
nokkuð létlara um hjartað, er þessu varð
hrundið í lag, og hann var kominn. Sa^o tók
Gissur til að færa reikningana í lag og margt
annað, sem með þurfti, og var hann jafn-
framt svo stimamjúkur og auðveldur við
biskup, eins og hann væri, það sem hann
var, fósturfaðir lians og velgjörari; ogbiskup,
sem var að eðlisfari skammrækinn, einkum
við þá, er sýndu yfirbót, tók aftur til að
unna Gissuri líkt og til forna.
Eftir að nauðsynlegustu störfunum \'ar
lokið á staðnum lögðu þeir Gissur Einarsson
og Eyjólfur Kolgrímsson á stað í Noregs-
ferðina.
Staðarskútan svonefnda, var komin aftur,
en þeir félagar Gissur og Eyjólfur sögðu sín-
ar farir ekki sléttar verið hafa. Lénsmenn