Draupnir - 01.05.1907, Side 152
828
PRAUI'NIB.
»0g segið þér þetta sarna, herra biskup,
er undirferlið, sem þér nefnið svo, þénar til
almennra heilla — þénar til að leiða þúsundir
manna, sem fara villir vegar, á rétta leið? —
Öllum er Ijóst af því, sem skeð hefir þessi
árin, að erkibiskup vill fyrir hvern mun koma
i veg fyrir, að Kristján konungur 3., verði
valinn til konungs í Noregi, og vill jafnvel
lijálpa til, að koma Kristjáni 2, eða dóttur-
manni hans, að Danmerkur og Noregs-
krúnum?«
»Já«, kvað biskup. »Er það ekki eðli-
legl, þar sem þessi ríki hæði eru lians lög-
mæt eign — «.
»Haldið þér þá, herra, að þetta vaki
einungis fyrir erkibiskupi?« spurði Gissur.
»Hvað skvldi það annað vera?«
»KathóIsku trúarbrögðin eðlilega«, svar-
aði Gissur. »Kristján 2. varð rammkathólskur
er hann dvaldi við hirð Karls keisara mágs
síns, og sömuleiðis börnin lians«.
Biskup hvesti biturt augun á Gissur og
sagði:
»Hefði þér þá þótt heiðarlegra, ef erki-
biskup liefði kastað feðratrú sinni og gerst
liðhlaupi inni í svikafylkingu Kristjáns kon-
ungs 3.?«
Gissur brá lit, spratl upp úr sæti sínu
og skundaði út.