Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 15

Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 15
FRÆÐSLUERINDI I.N.S.I. IV. taéa iÁnaSi ai'inannSuió í JjóÉjéíc aauiu Framh. Um leið og við birtum hér seinna erindi Emils Jónssonar, Staða iðnaðarmannsins í þjóð- félaginu, .færum við .honum þakkir fyrir þá veivild, er hann hefur sýnt iðnnemasamtökun- um, með því að flytja þessi er- indi á þeirra vegum, iðnnem- um að kostnaðarlausu. RitnefncLin. í beinu framhaldi af hinu verklega námi iðnabarmanna, eða kannske frekar — samhliða því — kemur hið bóklega nám þeirra. Það segir sig sjálft, að það hefur úrslitaáhrif á stöðu iðnaðarmannsins í þjóðfélaginu hver menntun hans er, bæði hin almenna menntun og ekki síður sérmenntun hans í öllu því, sem iðngreinni viðvíkur. Þegar litið er til baka sést fljót- lega, að á þessu bóklega námi íslenzkra iðnaðarmanna hefur verið, alveg til skamms tíma, mikill misbrestur, og er raunar að sumu leyti ennþá. Það þarf ekki að fara svo ýkjalangt aft- ur í tímann til þess að finna, að íslenzkum iðnnemum var ekki kennt neitt bóklegt, og fram á allra síðustu ár var veru- legur hluti þeirra án bóklegs náms. Að vísu nutu þeir iðn- nemar, sem teknir voru til dval- ar á góð iðnaðarmannaheimili, sjálfsagt hollra og góðra upp- eldisáhrifa og einhvers lærdóms en mjög var slíkt undir hælinn lagt og óvíst.. Fyrsti vísirinn að iðnskóla á íslandi mun vera iðnskóli sá í Reykjavík er stofnaður var 1873 og starfaði af og til fram á ár- ið 1890. Sum árin tókst þó ekki að halda skólanum uppi vegna ónógrar þátttöku. Þetta var sunnudagaskóli, þ. e. kennsla fór eingöngu fram sunnudög- um, 3 klst. í hvert skipti- Náms- greinarnar voru aðallega lestur skrift og reikningur. Skólinn starfaði fram á árið 1890, eins og áður var sagt, en þá féll þetta skólahald niður um sinn. Árið 1893 var þráðurinn tekinn upp að nýju, en fyrirkomulag- inu breytt þannig, að nú er ein- göngu kennd teikning í stað lesturs, skriftar og reiknings áður. Stóð við svo búið fram til aldamótaársins. Þá var tekið upp, í meginatriðum, það fyrir- komulag, sem hefur haldist æ síðan, þ. e. skólinn er gerður að sameinuðum unglingaskóla og tekniskum skóla. Teiknikennsl- an heldur áfram, en til viðbótar er tekin upp kennsla í íslenzku, dönsku og reikningi. Sú breyt- ing, sem hefur á orðið síðan, gengur raunar alltaf í eina átt, tekniska námið er aukið, en það almenna ekki að sama skapi, að minnsta kosti ekki hvað námsgreinafjölda snertir. Má búast við að svo verði einn- ig fram haldið. Með núverandi skólakerfi er öllum gert það að skildu að lúka tveggja ára mið- skólanámi, að áfloknu fulln- aðarprófi barnafræðslunnar, og bætir það vitanlega mikið úr, þannig að nemendur ættu nú að koma betur undirbúnir í skólann, hvað almenna mennt- un snertir. Utan Reykjavíkur koma iðnskólar seinna til sög- unnar. Á Akureyri var stofnað- ur iðnskóli 1905 og hefur starf- að nokkurn veginn óslitið síðan. Þó hafa fallið úr nokkur ár, sem skólinn hefur ekki starfað. Á ísafirði var stofnaður iðnskóli 1920 og starfaði í tvö ár, en síðan féll kennsla þar niður um sinn, en var síðan tekin upp að nýju. í Hafnarfirði var iðn- skóla komið á laggirhar 1926 og hefur hann starfað óslitið síðan. Eftir það fer skólunum að fjölga örara, og kennsla að færast í fastara form, sem yf- irleitt mun hafa verið sniðið eftir iðnskólanum í Reykjavík. Á iðnþinginu 1933 var samþykkt námsskrá fyrir iðnskólana og hefur verið, að ég ætla, í aðal- IÐNNEMINN 9

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.