Iðnneminn - 01.09.1949, Side 19
segja fyrir, með nokkurri vissu,
að hve miklu leyti-
Mun og engin aðferð til að
finna þetta nákvæmlega, önn-
ur en bein talning eða skráning.
Þá skal á það bent, að hér
að framan hefur meðalfjöl-
skylda verið talin 4 menn, en í
öllum hliðstæðum áætlunum,
sem áður hafa verið gerðar og
snerta atvinnuskiptingu þjóð-
arinnar, hefur verið reiknað
með 5 manna fjölskyldu. Sam-
kvæmt manntalinu frá 1930 var
meðalfjölskylda í landinu 4,6—
5 manns, en af því hve giftingar
hafa aukizt hlutfallslega mikið
síðustu árin (stríðsárin), hefur
verið dregin sú ályktun, að
meðalfjölskylda hafi minnkað
að sama skapi, þó ekki niður
fyrir 4 menn. Sem heild mun
því mega fullyrða, að áætlunin
sé fremur varleg.
Hér við bætist svo, að bygg-
ingariðnaðurinn er ekki talinn
með í skýrslunni, svo og alls
konar handiðnaður og ýmis
störf, sem telja má til iðnaðar.
Árið 1940 var tala framfær-
anda og framfærðra í bygging-
ariðnaðinum, samkvæmt upp-
lýsingum frá hagstofunni, 7872.
Síðan mu þeim hafa fjölgað
allverulega þannig, að varla
mun ofreiknað að telja þá nú
um 9000 (framfærendur og
framfærðir), og sé fjöldi þeirra,
er framfæri hafa af ýmis konar
handiðnaði, samkvæmt fram-
ansögðu áætlaður um 500, verð-
ur niðurstaðan sú, að á árinu
1948 munu um 45000 manns
hafa framfæri sitt að öllu eða
mjög verulegu leyti af iðnaði.
En það er þriðjungur þjóðar-
innar.
Sé hins vegar reiknað með
5 manna fjölskyldu, en öðrum
tölum hér að framan óbreytt-
um, verður niðurstaðan sú, að
um það bil 52 þús. manns hafi
framfæri af iðnaði að öllu eða
einhverju leyti, en það eru um
38,5% þjóðarinnar, eða um 5.2%
meira en reiknað var með að
framan. Skal sú skoðun þó lát-
in í ljós hér, að fyrri talan eða
33,3% sé nær raunveruleikan-
um en 38,5%, og á það bent til
stuðnings, til viðbótar því, sem
áður var nefnt, að framfærslu-
skyldu er eingöngu skipt í hlut-
föllum við framfærsluskyldu
þeirra, sem eru 21 árs og eldri,
en vitanlega vinna margir 20
ára og yngri við iðnað (aðal-
lega nemar) og hlutfallstala
þeirra hvað snertir framfærslu-
skyldu er mikið lægri en þeirra,
sem eru 21 árs eða meira. Mun
það því að nokkru vega upp á
móti því, sem kann að vera
vanreiknað með því að reikna
með 4ra manna meðalfjöl-
skyldu.“
Hér vil ég svo aðeins bæta
því við, að samkvæmt upplýs-
ingum, er ég hef fengið frá
Landssambandi iðnaðarmanna,
er tala fulllærðra iðnaðar-
manna nú 3750 í 59 iðngreinum.
Iðnnemafjöldinn hefur aftur á
móti verið eins og hér segir:
Á árunum 1938—1942 var ár-
leg tala nýnema 130—180. Síð-
an hefur hún verið þessi:
1943 270
1944 330
1945 495
1946 570
1947 440
1948 500
Hve mikil verðmæti fara nú
í gegnum hendur íslenzkra iðn-
aðarmanna veit ég ekki ná-
kvæmlega, en í skýrslu Fjár-
hagsráðs segir um framleiðsl-
una í íslenzkum verksmiðjum
þetta:
„Samandregnar niðurstöður
leiða í ljós, að á árinu 1946 hef-
ur iðnaðurinn notað innlend
hráefni fyrir kr. 168,1 millj. og
erl. hráefni fyrir 104,8 millj., eða
að heildarhráefnanotkun hefur
þetta ár numið um 273 millj.
kr- að kostnaðarverði á inn-
lendum framleiðslustað. Þær
afurðir, sem iðnaðurinn skap-
aði úr þessum hráefnum, námu
að peningaverðmæti kr. 510
millj. s. á.“.
Af þessum upplýsingum í
skýrslu Fjárhagsráðs má marka
hversu geysivíðtæka þýðingu
íslenzkur iðnaður hefur nú fyr-
ir þjóðarbúskapinn, bæði hvað
framleiðsluafköst og atvlnnu-
möguleika snertir.
Nýtt iðnnemafélag.
Þann 7. maí var stofnað nýtt
iðnnemafélag, í Neskaupstað. Ber
það nafnið Iðnnemafélag Neskaup-
staðar. Stofnendur voru 16 nemar
í ýmsum iðngreinum.
Formaður er Jakob P. H. Her-
mannsson.
★
Risastjarnan Austares er svo
létt í sér, að nokkur grömm af
efni hennar myndi fylla heila
stofu. En um 200 tonn úr dverg-
stjörnunni Proeyon kæmust fyr-
ir í venjulegum eldspýtnastokki.
IÐNNEMINN
13