Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 18

Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 18
Ár Fólksfj. Landbúnaður Alls % 1860 66987 52.956 790 1880 72445 53.044 73.2 1890 70927 45.730 64.5 1901 78470 1910 85183 43.411 51.0 1920 94690 40.614 43.0 1930 108861 40.381 37.1 í skýrslunni eru þá taldir all- ir, sem lífsuppeldi sitt hafa af viðkomandi atvinnugrein og ekki eingöngu þeir, sem vinn- una stunda. Það er líka rétt að vekja athygli á því, að undir iðnaði eru taldir með allir, sem lifa af verksmiðjuiðnaði, þ. e- ekki eingöngu lærðir iðnaðar- menn. Skýrslan er að vísu ófullkom- in, en hún sýnir þó, að á þessu 70 ára tímabili, frá 1860—1930 lækkar hlutur landbúnaðarins úr 79% í 37% eða um rúman helming. Hlutur sjávarútvegs- ins vex úr 9.3% í 22.4% eða rúmlega tvöfaldast. En hlutur iðnaðarins vex úr 1.1% 1 15,1% eða nærri 14 faldast á þessu tímabili. Þegar svo nær dregur síðustu árum verður allt erfiðara að gera sér grein fyrir ástandinu nákvæmlega, bæði vegna þess, að þróunin verður þá mjög ör og nákvæmar skýrslur vantar. Síðari hluta ársins 1947 tókst Fjárhagsráð á hendur að safna skýrslum um verksmiðjuiðnað í landinu, og hefur nú lokið þvi. í þessari skýrslu er margvísleg- ur fróðleikur um þetta efni, og ég held, að málið skýris bezt með því að ég lesi upp kafla úr skýrslunni: Sjávarútvegur Iðnaður Alls % Alls % 6.200 9.3 761 1.1 8.688 12-0 1.544 2.1 12.401 17.5 1.868 2.6 3.253 5.4 15.890 18.6 6.031 7.1 17.947 19.0 10.697 11.2 24.326 22.4 16451 15.1 „Starfandi viö iðnaðinn verða eftir skýrslum á þessu ári 10248 manns, þegar minnst er, þar af 6736 karlar og 3512 konur. Samkvæmt íslenzkum hag- skýrslum hafa rúmlega 67% eða % hlutar karlmanna 21 árs eða eldri framfærsluskyldu hér á landi (þ. e- fjölskyldumenn). Sé ennfremur reiknað með 4ra manna f jölskyldu sem með- alfjölskyldu nú (verður gerð grein fyrir því síðar í þessum kafla) verður niðurstaöan þessi. Af 6736 körlum starfandi í iðnaðinum, hafa % hlutar eða 4590 framfærsluskyldu og 2146 karlar ekki. Að auki verða þar starfandi 3512 konur, sem ekki verða taldar, hafa framfærslu- skyldu. Verður þá fjöldi þeirra, sem hafa að öllu leyti framfæri sitt af iðnaði hér á landi, 1948: 4X 4590, eða 18360+2146+3512, eða alls 24018. Þar við bætast svo þeir, sem hafa framfæri sitt að mjög verulegu leyti af þeim iðnaði, sem um ræðir í þessari skýrslu, en það eru þeir, sem starfa við síldarverksmiðjurnar og hrað- frystihúsin nokkurn hluta árs- ins, þegar fólksþörfin er mest, en það er munurinn á mestu og minnstu fólksþörf iðnaðar- ins 1948, eða 14069-^10248, sam- tals 3821 maður. Þannig kemur í ljós að vegna síldar- og fisk- vertíða, verða að vera nærri 4000 menn í hreyfanlegri at- vinnu í landinu. Sé reiknað á sama hátt og að framan, að % hluta af þess- um mönnum hafi framfærslu- skyldu, með að meðaltali 4 á framfæri, verður niðurstaðan sú, að 2548X4+1273, samtals 11465 manns, hafa framfæri sitt að meira eða minna leyti af þessum iðnaði (sumir, t. d. námsfólk á síldarvertíð, að öllu leyti). Hafa þá samtals 35483 menn framfæri sitt að öllu eða mjög verulegu leyti af þeim iðngrein- um, sem um getur í skýrslunni hér að framan. Hér ber þó að hafa það í huga, að þessi áætl- un er sennilega að sumu leyti of há, þ. e. a. s. hvað snertir framfærsluskyldu þeirra, sem stunda „hreyfanlega" atvinnu, því að þá atvinnu munu hlut- fallslega fleiri einhleypir menn og konur stunda, en í öðrum iðngreinum. Á hinn bóginn er líklegt að þessi áætlun sé að öðru leyti of lág, þar eð engin kona er þar talin hafa framfærsluskyldu. Nú er hins vegar vitað, að margar konur, sem stunda verk smiðjuvinnu og annan iðnað, hafa barn eða börn á framfæri sem telja mætti með, án þess að eiga á hættu að tvítelja þá, sem hafa beint framfæri af iðnaði. Mun þetta tvennt vega að nokkru hvað upp á móti öðru, án þess að unnt sé að 12 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.