Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Side 16

Iðnneminn - 01.09.1949, Side 16
atriðum farið eftir henni síðan. Síðastl. vetur voru starfandi alls á landinu 15 iðnskólar, er ríkisstyrks nutu, en þeir eru þessir: Á Akranesi með 35 reglul. nem. Á Akureyri — 119 — — Á Eyrarbakka — 15 — — í Hafnarf. — 77 — — Á ísafirði — 29 — — í Keflavík — 19 — — Á Norðfirði — 19 — — í Ólafsfirði — 4 — — Á Patreksf. — 6 — — í Reykjavík — 854 — — Á Sauðárkr. — 37 — — Á Selfossi — 23 — — Á Siglufirði — 16 — — í Vestm.eyj. — 87 — — Á Þingeyri — 6 — — Eða samtals með 1747 nemend- ur, þar af nærri helmingurinn í Iðnskólanum í Reykjavík. Allir þessir skólar eru reknir af iðn- aðarmannasamtökunum og ein- stökum áhugamönnum á við- komandi stöðum, en ekki af ríkinu eins og flestir aðrir skól- ar eru. Þó er skylt að geta þess, að ríkissjóöur hefur styrkt þá nokkuð, sérstaklega í seinni tíð, t. d. nam ríkissjóðsstyrkurinn 1948 kr. 250.000 til þeirra allra. Þetta fyrirkomulag hafa iðn- aðarmenn ekki viljað una við, og hefur oft verið vakið máls á því, að ríkið tæki að sér rekst- ur skólanna, kostaði þá og kæmi þeim í fast horf.. Var borið fram um þetta frumvarp á Alþingi 1941 og síðar, en það hefur ekki náð fram að ganga. Þetta frum- varp var undirbúið og samið af Landssamb. iðnaðarmanna. Þegar skólakerfi landsins var endurskoðað fyrir fáum árum, samdi milliþinganefndin, sem að þessari endurskoðun vann, einnig frumvarp til laga um iðnskóla, en ekki hefur það heldur verið gert að lögum enn. Er þess þó að vænta, að ekki líði á löngu að þetta verði gert, iðnskólarnir gerðir að ríkisskól- um, með fastákveðinni kennslu forskólar eða undirbúningsskól- ar stofnaðir og framhaldsskól- um eða meistarakennslu komið á. Félagsskapur og samtök iðn- aðarmanna hafa vitanlega hina mestu þýðingu fyrir stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Félagssamtök þessi, þau elztu, eru gömul á okkar mælikvarða. Iðnaðar- mannafélagið i Reykjavík er það fyrsta, sem kemur til sög- unnar. Það er stofnað árið 1867 og er því nú 82 ára. Iðnaðar- mannafél. á ísafirði er stofn- að 20 árum seinna, 1888, og Iðn- aðarmannafélagið á Akureyri 1904. Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði 1928, í Vestmanna- eyjum 1930, o. s. frv., sem ég eigi hirði um að telja, en þeim hefur fjölgað mjög eftir þann tíma, sem beinlínis má rekja til þess er lögin um iðju og iðnað gengu í gildi, 1. jan. 1928, eins og ég hef áður getið um. Öll þessi iðnaðarmannafélög, sem ég hef nefnt, og raunar flest öll hin líka, starfa ekki eins og venjuleg stéttarfélög, heldur á miklu breiðari grund- velli- Flest þeirra hafa beitt sér fyrir menntun iðnaðarmanna, með því t. d. að stofna iðnskóla og starfrækja þá. Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík hefur beitt sér fyrir að haldnar væru iðnsýningar, sem hafa haft mikið gildi. Það hefur auk þess beitt sér fyrir setningu á iðn- löggjöfinni og síðar fyrir breyt- ingum á henni, sem hvort tveggja hefur haft hina mestu þýðingu fyrir iðnaðarmenn. Mörg félögin hafa haft hús- næðismál iðnaðarmanna á stefnuskrá sinni og staðið að samkomuhús- og skólahúsbygg- ingum. Ýms önnur borgaraleg áhugamál hafa þau einnig látið til sín taka, stuðlað að sam- heldni og heill stéttarinnar, skapað henni álit og styrkt hana, bæði beinlínis með stofn- un styrktarsjóða og óbeint á ýmsan hátt. Stéttarfélögin eru allt annars eðlis. Sveinafélögin hafa það efst á sinni starfsskrá að gæta hagsmuna félags- manna sinna með því að semja um, eða ákveða kaup meðlima sinna og kjör.. Hið fyrsta þeirra, Prentarafélagið, var stofnað 1897 og er eitt af elztu og sterk- ustu stéttarfélögum landsins, en önnur koma svo síðar. Á hinn bóginn eru svo meistara- félögin, sem eru atvinnurek- endafélög og gæta hagsmuna meðlima sinna gagnvart sam- tökum sveinanna. Mest ber á þessum stéttarfélagasamtökum í Reykjavík, þar sem fjöldi manna er mestur í hverri iðn- grein. Út um land eru í flest- um iðngreinum svo fáir sam- iðnaðarmenn á hverjum stað, að erfitt er að koma þessum samtökum við, og situr þar því 10 IÐNNEMXNN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.