Iðnneminn - 01.09.1949, Qupperneq 28
andi kjörum. 1933 voru sam-
þykkt lög um virkjun Sogsins,
er veittu Reykjavík sérleyfi til
virkjunar. Voru þá fengnir til
erlendir ráðunautar og nýtt út-
boð haft 1934 eftir tillögum
þeirra. Þá var gert ráð fyrir að
virkja Ljósafoss, en fresta Efra-
Sogi þar til síðar. Útboðið 1934
tókst. Fengust bæði hagstæð
tilboð í verkið, vélar og annað
efni, svo og hagstæð virkjun-
arlán í Svíþjóð. Voru upp settar
tvær vélasamstæður upp á
12500 hestöfl samanlagt.
Rétt á eftir tókst Akureyri að
fá lán í Danmörku til virkjun-
ar í Laxá frá Mývatni. Var bygg-
ingarvinnan framkvæmd af
sama verktaka og tekið hafði að
sér Sogsvirkjunina. Tók Laxár-
virkjunin til starfa 1930.
Þar á eftir kom Skeiðfoss í
Fljótum handa Siglufjarðar-
kaupstað. Hafði undirbúningur
að þeirri virkjun staðið yfir
lengi og hreyfilstöð verið sett
upp til hjálpar gömlu vatnsafl-
stöðinni á meðan. Lenti Skeið-
fossvirkjunin í dýrtíðinni, svo
að stofnkostnaður varð miklu
hærri, en áður hafði þekkst hér.
Á ófriðarárunum var Sogs-
virkjunin aukin með 3. véla-
samstæðunni, er jók afl Ljósa-
fossstöðvarinnar um 70%, upp
í rúm 20.000 hestöfl.
Laxárvirkjunin var og aukin
á ófriðarárunum og sett upp
4000 hestafla vélasamstæða við
hlið hinnar fyrri, er var 2000
hestafla.
Þar næst hófst Akraneskaup-
staður handa ásamt Mýrar- og
Borgarfjarðarsýslu um virkjun
í Andakílsá og lenti hún í sí-
vaxandi dýrtíð. Hefur hún 5000
hestöfl.
Þetta eru helztu stórvirkjanir
vatnsafls hér á landi, en auk
þessa hafa minni virkjanir ver-
ið framkvæmdar, s. s. Laxá hjá
Blönduósi, Sauðá hjá Sauðár-
króki o. fl., auk margra einka-
stöðva við sveitabæi.
Samtals eru allar vatnsafls-
virkjanir taldar 48000 hestöfl
eða 32000 kw, á s. 1. ári. Auk
þeirra eru hreyfilstöðvar, flest-
ar dieselstöðvar og ein eimhverf
ilstöð við Elliðaárnar, sem er
7500 kw., en samtals eru þessar
heitaflstöðvar 13 upp á 27000
hestöfl eða 18000 kw- Er þá alls
uppsett vélaafl í landinu 75000
hestöfl eða 50000 kw til raf-
orkuvinnslu og iðnaðarreksturs.
Af þessum 50000 kw eru 40500
kw fyrir rafmagnsnotkun í al-
menningsveitum, 6500 kw til
iðnaðar, einkum síldarverk-
smiðjur, og 3000 kw eru einka-
stöðvar, aðallega til heimilis-
notkunar í sveitum. Þá eru hér
vindrafstöðvar, sem ekki eru
taldar með í framangreindum
tölum, enda eru þær óðum að
hverfa aftur í þeirri mynd, sem
þær hafa verið reknar undan-
farin ár.
Þessar stöðvar hafa á árinu
1947 unnið raforku sem hér er
skýrt:
Vatnsaflstöðvar 128 millj.kwst.
Heitaflstöðvar 12 millj.kwst.
Samtals: 140 millj.kwst.
Af þessu er notað:
í almenningsv. 90 millj. kwst.
í iðnaði 22 millj. kwst-
eigin notkun rafst.
og orkuflutn.töp 29 milj. kwst.
Samtals: 140 millj. kwst.
Sé þetta miðað við mann-
fjölda í landinu, verður árs-
vinnslan 1947 1050 kwst. á
mann. Borið saman við nokkur
önnur lönd, verður útkoman
svo sem hér segir:
Raforkuvinnsla nokkurra landa
1947:
Land íbúar millj. Orkuvinnsla millj. kwst. Kwst. á mann
Noregur 3,2 11,260 3600
Svíþjóð 6,8 13,536 2060
Bandaríkin 147,0 235.000 1600
Island 0,133 0,140 1050
Finnland 3,9 2,942 760
Danmörk 4,0 1,182 300
Þessar tölur verða naumast
taldar sambærilegar, því að hér
á landi er mestur hluti rafork-
unnar notaðar til heimilisþarfa,
lýsingar og hitunar í heimahús-
um, en tiltölulega lítið í verzl-
un og iðnaði. í hinum löndun-
um er hins vegar mikið notað
til iðnaðar og annars atvinnu-
reksturs, en tiltölulega lítið til
heimila ennþá. Þó má segja, að
í Noregi sé allmikið notað til
heimila auk iðnaðarins og skýr-
ir það nokkuð hina háu tölu
þar. Annað land, sem er jafnvel
hærra en Noregur er Canada.
Þessi lönd sýna okkur hversu
langt við gætum komizt, er
stundir líða og iðnaður eflist
hér. Eru möguleikarnir, að
minnsta kosti að því er vatns-
22
IÐNNEMINN