Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 33

Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 33
högg. Nú lögðu þeir frá sér sagir og axir og tóku sér þess í stað í hönd glergerðartæki. Umskiptin hljóta að hafa reynzt þeim örð- ug í fyrstu, en nú vinnur obbinn af öllum verkalýð borgarinnar í glerverksmiðjunum og við fyrir- tæki, sem eru tengd þeim. Corning-verksmiðjurnar voru í fyrstu litlar, en eru nú orðnar eitt helzta fyrirtæki á sínu sviði. Til Corning sendi Thomas A. Edison mann árið 1879 til að sækja þangað 50 kúlur, sem blásnar voru þar handa honum, en þær notaði hann við fyrstu rafljósatilraunir sínar. Edison hafði reynt að fá gerðar glerkúl- ur til að hafa utan um þræðina í raflömpum sínum. Öðrum fyr- irtækjum hafði mistekist það, — en Corning-verksmiðjunum tókst það. Enda þótt Corning- verksmiðjurnar hafi í mörg ár lagt aðaláherzluna á hin vís- indalegu atriði glergerðarinnar, hefur hinum listrænu atriðum ekki verið gleymt. Einn afkom- andi Houghton varð hrifinn af hinu fagra Steuben-gleri og skapaði félagið sér aðstöðu til að framleiða það. Sú framleiðsla hófst árið 1918. Nú eru Steuben- glermunir hafðir til sýnis við hina frægu götu Fifth Avenue í New York, og á meðal þeirra, sem hafa skreytt það eru kunnir menn, s. s. John Monteith Gates, Jean Cocteau, Sidney Waugh, Jean Hugo og aðrir góðir lista- menn. Margir hinna miklu lista- manna nútímans á öðrum svið- um hafa skreytt Steuben-gler- muni og gert það starf að nýrri listagrein 20. aldarinnar. Corning-verksmiðjurnar fram- leiða bæði listmuni og þarfleg búsáhöld handa húsmæðrunum, og allt þar í milli. Árið 1930 lagöi Corning-félagið allt kapp á að koma út „Pyrex“-eldhúsáhöld- um og lækkaði verð þeirra um helming til að gera þau útgengi- legri. í mörg ár hafa húsmæður og matsveinar haft mikið dálæti á „Pyrex“-gleri, en þó er skammt síðan notkun þess varð almenn og hlaut fulla viðurkenningu. Sá matreiðslumaður, sem notar eld- traust „Pyrex“-gler, getur alltaf séð, hvort pannan er hrein, en sá, sem notar málmbúsáhöld, er aldrei viss í sinni sök. Margar konur, sem notað hafa „Pyrex“ árum saman, fullyrða, að það geri matinn eigi aðeins lystugri, heldur og bragðbetri. Síðasta nýung Corning-verk- smiðjanna á sviði búsáhalda- gerðar, eru „Vycor“-vörur, sem eru að 96 hundraðshlutum úr kísilgleri. Kunnur gaseldavéla- framleiðandi hefur notfært sér þetta gler og gert úr því sléttar þynnur til að hlífa brennurun- um, dreifa loganum jafnar og koma í veg fyrir að smáílát velti á hliðina. Frægasti smíðisgripur Corn- ingverksmiðjanna er e. t. v. 200 þumlunga glerskífa er notuð er sem sjónaukaspegill í rannsókn- arstöðinni á Palomarfjalli í Calí- forníu. Áður en þessi „stærsti glermunur veraldarinnar“ yrði til og þeim 20 smálestum bráðins glers, sem í hann fóru, yrði hellt í leirmótin, var unnið 3ja ára undirbúningsstarf. Fyrst voru steypt 3 sýnishorn — 30, 60 og 120 þumlungar að fermáli — til að reyna aðferðina. Til þess að hún brotnaði ekki var þessi geysistóra skífa látin kólna smámsaman í 300 daga. Með þessum sjónaukaspegli munu menn eygja miklu lengra en áð- ur út í himingeyminn, sem virð- ist óendanlegur, og segja má með sanni, að hann sé mesta meistaraverk Corning-verk- smiðj anna. Margir halda, að dagar glerblás- aranna sé hjá liðnir vegna vél- anna, sem notaðar eru nú við glerblástur og glermótun í verk- smiðjum vorra daga. Svo er þó ekki. Fjarska oft þarf að búa til muni, sem eru óvenjulegir að gerð, og þá aðeins fáa. Hlutir, sem eru sérlega margbreytilegir að lögun, svo og listmunir, eru ætíð unnir af handiðnaðar- mönnum. — Glerblásarinn er tengdur gleriðnaðinum órjúf- andi böndum, þótt ekki sé til annars en að reyna ný efni. Vélblástursaðferðin hefur ver- ið endurbætt margfaldlega síð- an á dögum fyrstu raflampa Edisons. Fyrsta vélin, sem gerð var til að búa til glerkúlur, var talin eitt hinna sjö furðuverka heimsins á sviði iðnaðarins, og Var hún notuð með þeim hætti, að bráðið gler rann úr geymi út á milli valtara og yfir langar plötur með götum á. Með blæstri var nokkru af glerinu þrýst nið- ur um götin og nærri því sam- tímis lukust mót um glerbóluin- urnar, breyttu þeim í kúlur, sem notaðar voru utan um hina lýs- andi þræði, ef svo bar undir. Nú koma úr vélunum á fáeinum IÐNNEMINN 27

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.