Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 26

Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 26
réttindin, hvort þau skyldu vera áfram i einkaeign eða hvort gera skyldi þau almenningseign að einhverju eða öllu leyti. Ann- ar liður var um það, hvort ís- lenzka þjóðin þyldi það félags- lega að fá inn í landið á skömm- um tíma mikið starfandi er- lent fjármagn, er byggja myndi iðjuver með þúsundum eða jafn vel tugþúsundum íbúa, er sumt væru erlendir menn, en aðrir væru teknir til starfa frá inn- lendum atvinnuvegum. Hin þjóðlegu sjónarmið voru heldur í meirihluta á Alþingi og ber afgreiðsla þessara mála þess greinilega vott. Fossanefndin starfaði milli þinga og vann mikið starf. Kom hún fram með lagafrumvörp og ítarlegar greinargerðir, sem allar eru hinar merkilegustu Jón Þor- láksson, er var hvatamaður að stofnun Iðnskólans og fyrsti skólastjóri hans, var einn nefnd- armanna. Hann tókst á hendur að áætla vatnsafl alls landsins og skilaði um það greinargóðri skýrslu. Um aldamótin, þegar fyrst var rætt um beizlun foss- anna voru hugmyndir manna um vatnsaflið mjög á reiki. Þess má geta t. d., að franskur ferða- maður, er hér var, kom m. a. að Dettifossi og hefir sjálfsagt orð- ið hrifinn af. Hann lét þau orð falla, og mig minnir að það sé haft eftir honum í tímaritinu Eimreiðin, frá þeim tíma, að í Dettifossi væri milljónir ef ekki milljarðar hestafla- Jón Þorláks son áætlaði allt vatnsaflið í landinu 4 millj. hestafla, eða um 2,5 millj. kw. á notkunarstöð- um, er svarar til 10 miljarða kw- stunda árlegrar orkuvinnslu. Þótt þessi tala, 4 millj. hestöfl, væri byggð mest megnis á út- reikningum út frá tiltölulega fá- um mælingum, er þó ekki komið lengra enn í dag, en svo, að þessi tala stendur óhögguð. Mælingar eru enn of fáar til að breyta þurfi tölunni eða segja nákvæm- ar til um vatnsafl íslands. Fossanefndin sat að starfi fram til árs 1919. Þá var fyrri heimsstyrjöldin um garð geng- in og félögin, sem sótt höfðu um sérleyfi til virkjunar, orðin afhuga framkvæmdum, að minnsta kosti fyrst um sinn. En upp úr starfi nefndarinnar komu þó ýms lög, svo sem lög um rannsókn ríkisins á Sogi 1921, vatnalög 1923, sérleyfis- lög 1925 og lög um raforkuvirki 1926, er komu m. a. í stað raf- magnslaganna frá 1915. Má telja, að starf fossanefndarinn- ar hafi verið áhrifamikið á lög- gjöfina. Rafveitumál Reykjavíkur höfðu oft verið til umræðu á fyrsta tugi þessarar aldar. Var þá rætt um, hvort ekki væri betra að setja upp gasstöð til suðu, en hafa rafstöð aðeins til ljósa. Enduðu þær umræður þá með því, að byggð var hér gas- stöð, er tck til starfa 1910 og enn starfar, en rafveitan frest- aðist um sinn. Var gasstöðin í fyrstu bæði til ljósa og suðu, og nokkrir gashreyflar voru einnig teknir í notkun. Umræð- ur um rafveituna urðu aftur háværar 1916 og næstu árin. 1917, þegar íslandsfélagið hafði sótt um sérleyfi til virkjunar, festi Reykjavíkurbær kaup á vatnsréttindum Bíldfells í Sogi, þeim, er ekki höfðu áður verið seld eða leigð félaginu. Voru kaupin einkum gerð í því skyni að Reykjavík gæti tryggt sér raforku frá væntanlegri stór- virkjun- Það drógst því að Reykjavík tæki ákvörðun um eigin framkvæmdir. — Norskt verkfræðingafélag hafði verið fengið til að mæla fyrir virkjun í Elliðaánum 1916 og skilaði á- liti 1917 um 5000 hestafla virkj- un þar. Jafnframt skilaði það áliti um virkjun í Sogi handa Reykjavík og komst að þeirri niðurstöðu, að virkjun þar, upp á ein 8000 hestöfl, væri bænum ofviða fjárhagslega. Þá var í- búafjöldinn 14000 manns (mið- að við 1915). Virkjun í Elliða- ánum eftir hinni norsku tillögu þótti einnig ofviða. Voru því fengnir til íslenzkir verkfræð- ingar, þeir Guðm. Hlíðdal og Jón Þorláksson, að draga úr kostnaði við hana og var að lokum ákveðið 1919 að virkja samkvæmt hinni íslenzku til- lögu upp á 1000 hestöfl. í með- förunum stækkaði stöðin upp í 1500 hestöfl og tók til starfa 1921. Aðalvélgæzlumaður henn- ar varð Ágúst Guðmundsson, er verið hafði stöðvarstjóri í Nathan & Olsen stöðinni, og einn með fyrstu raflagninga- mönnum á þeim tíma. Einn uppsetningarmanna frá norska firmanu var Jóhann Rönning, löggiltur rafvirkjameistari. Þá lögðust niður allar mótorstöðv- ar í bænum. Hin stærsta þeirra 20 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.