Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 27

Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 27
var flutt til Hafnarfjarðar til hjálpar vatnsaflsstöðinni. Stöð- in var síðan stækkuð með nýj- um dieselvélum og starfaði fyrir Hafnarfjörð fram til 1938, að kaupstaðurinn komst í samband við Sogsvirkjunina. Þá voru dieselvélar stöðvarinnar seldar úr henni, aðallega til Eyrar- bakka og á ýmsa staði, og starfa sumar þeirra enn. Akureyri réðst í vatnsafls- virkjun skömmu á eftir Reykja- vík. Var virkjað um 15 m fall í Glerá, 300 hestöfl, og tók sú virkjun til starfa 1923. Við um- ræður um þá virkjun kom Frí- mann B. Arngrímsson aftur fram á sjónarsviðið. Hann var þá búsettur á Akureyri- Fékk hann tilboð í vatnshverfil, raf- ala og rafbúnað frá hinu gamla firma sínu í Ameríku. Hann hélt því fram, að taka ætti Fnjóská við fossana skammt ofan við Laufás til virkjunar, því Glerá væri of lítil. Áttu vélatilboð hans við þá virkjun. Akureyri fékk hins vegar sænska verkfræðiráðunauta til aðstoðar. Mældu þeir fyrir virkj un Glerár og skoðuðu aðra stað- háttu. Þeir sendu hingað sænska uppsetningermenn, á meðal þeirra var Knut Otter- stedt, er verið hefur rafveitu- stjóri á Akureyri síðan. Þgar rafmagnsveita Reykja- víkur tók til starfa, var samin fyrir hana sérstök reglugerð, samkvæmt rafmagnslögunum frá 1915. Var reglugerðin samin eftir norskum fyrirmyndum og staðfest í nóv. 1920. Samkvæmt reglugerðinni voru samdar raf- lagningareglur og löggildingar- skilyrði rafvirkj ameistara, að miklu leyti sniðið eftir dönsk- um reglum samsvarandi. Þá var ekki enn komið neitt eftirlit af ríkisins hálfu með öryggi eða rekstri rafveitna né raflagn- ingamönnum. Lagningareglurn- ar höfðu mikil áhrif í þá átt að samræma og vanda efnis- val í lagnirnar svo og til að bæta íslenzkuna á þessu nýja sviði verklegra athafna. Fyrsti umsjónarmaður með raflögnum var norskur maður, rafvirkja- meistari, er komið hafði 1920, fram til ársins 1923, þá hvarf hann héðan, en við tók Nikulás Friðriksson, er starfað hafði sem línumaður við Rafmags- veituna síðan 1920. Hefur hann gegnt starfinu síðan. Virkjunin við Elliðaár varð fullnotuð á 2. ári. Var þá, á sumrinu 1923, bætt við þriðju vélasamstæðunni, 1000 hestafla vatnshverfli með tilheyrandi rafala. Það sama sumar var og unnið að landmælingum við Sog með virkjunaráætlun fyrir augum. Voru mælingarnar kost- aðar af ríkisstjórninni samkv- áðurnefndum lögum frá 1921. Veturinn 1923—24 var frumá- ætlun gerð um virkjun í Efra- Sogi, milli Þingvallavatns og Úlflj ótsvatns og komizt að þeirri niðurstöðu, að virkjun þar væri óviðráðanleg fjárhags- lega fyrr en komnir væru 30.000 manns í Reykjavík, til þess að standa undir henni með al- menningsnotkun á rafmagni eingöngu. Fyrsta frumáætlun um virkj- un í Efra-Sogi fyrir íslandsfé- lagið, er hingað var send, var gerð 1918 að tilhlutun N. C. Monbergs, dansks verkfræðings, (er tók að sér byggingu Reykja- víkurhafnar 1912—15), handa ríkisstjórninni. Hafði E. Alex- andersson gert þessa áætlun, er hann var á ferð til Norður- landa, en hann var heimsfræg- ur rafmagnsverkfræðingur frá Ameríku, af sænskum ættum. Hefur hann m. a. fundið upp rafeindalampa (þrískauta lampa, ádíón), til notkunar í fjarskiptatækninni og víðar. Einnig smíðaði hann hátíðni rafala til loftskeytasendinga. Stöðin í Sogi skyldi starfa fyrir iðnað með stöðugri notkun, þ. e. hagnýtingartíma upp á 7500 —3000 stundir á ári og skila um 12000 kw afli við Reykjavík. Kostnaður var áætlaður 8 millj. kr. Þegar áðurnefnd frumáætl- un var gerð vorið 1924 um virkj- un í Sogi handa Reykjavík, voru þar 20.000 manns og vöxturinn var um 1000 manns á ári. Mátti þá búast við, að hægt væri að láta virkjunina bera sig fjár- hagslega 1933—34, ef þessi vöxtur héldi áfram. Væri þvi ástæða til að athuga nánar um undirbúning virkjunarinnar. Það varð þó ekki úr því þá. Það varð ekki fyrr en 1928, og var svo langt komið 1930, að haft var útboð á virkjuninni, bæði vélum og byggingarframkvæmd um ásamt lánsfjárumleitunum. Þetta varð þó árangurslaust, því tilboðin þóttu óaðgengileg og fé fékkst ekki með viðun- IÐNNEMINN 21

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.