Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 16
16 17. október 2009 LAUGARDAGUR „Reykjavík og Þórshöfn eru vinaborgir. Bæjarstjórnin hér hefur átt í nánu sambandi við Reykjavíkur- borg árum saman og það er afar gott að geta bara tekið upp símann og hringt þegar maður vill. Við erum auðvitað í ákveðnum hópi með Kaupmannahöfn og Ósló og fleiri borgum, en það eru ekki sömu tengslin, langt í frá. Samstarfið við Reykjavík er það langbesta. Reyndar eru þau líka góð við Akranes,“ segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Viðskipti landanna séu einnig mikil og góð. Íslendingar skipi stóran sess í atvinnu- lífinu. „Hingað koma iðnaðarmenn og hér er heilmikið af íslenskum vörum til sölu. Við notum mjög mikið af þeim, til dæmis til iðnaðar, meira en nokkru sinni áður.“ Fjöldi íslenskra og íslensk-færeyskra fyrirtækja starfar í Þórshöfn. Þar er meira að segja íslensk steypustöð svo nefnd séu nokkur dæmi. Þar eru einnig mörg dönsk fyrirtæki, en borgarstjórinn segist halda að þau íslensku séu fleiri. „Það er þægilegra fyrir okkur. Við erum svo lík, ekki bara í tali og útliti heldur sem manneskjur. Það er auðveldara að tengjast ykkur en öðru fólki. Það er þannig, það er alveg víst. Og það er gagnkvæmt, við stólum hvert á annað,“ segir Héðin. Íslenska hrunið hafi að sjálfsögðu haft áhrif í Þórshöfn. „Við höfum fundið fyrir því en ekki svo mjög. Auðvitað áttu margir hluti í bönkunum og töpuðu sínu,“ segir hann. Engin fyrirtæki í Þórshöfn hafi hins vegar farið á hausinn vegna íslenska hrunsins, svo hann viti til. LANGBESTU TENGSLIN VIÐ REYKJAVÍK „Það er afar flókið, ekki að selja, heldur að eiga í viðskiptum við Íslendinga. Þeir eru með öðruvísi nálgun í viðskiptum en annað fólk á Norðurlöndunum. Þeir eru allir af vilja gerðir að selja vöruna okkar, en þeir eru tregari til að borga okkur fyrir hana.“ Svo segir Kristian Blak, tónlistarmaður og stofnandi Tutls, helsta plötuforlags Færeyja. „Annaðhvort fara þeir á hausinn eða þeir sem keyptu vöruna af þeim á Íslandi fara á hausinn. Peningarnir týnast. Þetta hefur alltaf verið svona á Íslandi og er svolítið kjánalegt,“ segir hann. Tutl hefur átt í nokkrum viðskiptum við hérlend fyrirtæki í gegnum árin og skiptir enn við Íslendinga, þótt í minna mæli sé. Eftir gengishrunið hefur Tutl byrjað að skipta á plötum við íslenskar hljómplötuverslanir, enda bjóði gengi krónu ekki upp á annað. „Við höfum líka lækkað verðið á plötum til Íslendinga, því annars gætu þeir ekki keypt neitt á þessu gengi,“ segir Kristian. Spurður hvort aðstæðurnar bjóði ekki upp á innflutning frá Íslandi, segir hann jú. „Ég kom einmitt með slatta af plötum heim með mér síðast þegar ég kom frá Íslandi. Þar var forlag sem skuldaði okkur peninga og greiddi í plötum,“ segir Kristian og hlær. ERFITT AÐ FÁ BORGAÐ FRÁ ÍSLANDI „Maður heyrir þónokkuð um kreppuna á Íslandi en svo talar maður við fólk sem hefur farið þangað nýlega, eða á fjöl- skyldu þar, og það segir að fólk virðist alls ekki hafa það svo slæmt,“ segir Ása Ósá, sem starfar á skrif- stofu Lands- verks sem er fyrirtæki sambærilegt við Vegagerðina á Íslandi. „Auðvitað tekur langan tíma fyrir fólk sem hefur misst fyrirtæki sín að byggja þau upp aftur, en ég hugsa að það verði fljótt að koma,“ segir hún. Heyrst hafi af fólki sem taki sérstaklega mikinn pening með sér, ef það er á annað borð að fara til Íslands, vegna falls krónunnar. Færri fari þangað gagngert til að versla, þó heyrist sögur af fólki sem keypti sér til dæmis bát eða bíl á Íslandi nýlega. Hildibjart Johansen segist tvisv- ar hafa komið til Íslands vegna vinnunnar, en hann hefur starfað við útreikning bóta til sjómanna í landi. Hann hefur alls engar áhyggjur af landinu. „Ísland er svo ríkt og þar er skítfullt af fiski, það finnast leiðir. Tvö, þrjú ár og svo er þetta búið.“ ÞRJÚ ÁR OG SVO LAGAST ÞETTA Fiskveiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu hafa löngum verið eitur í beinum íslenskra útgerðar- manna. Árið 1991 sagði Kristján Ragnarsson, þáverandi formaður LÍÚ, við Morgunblaðið að þær væru „út í hött“, því Íslendingar þyrftu á öllu sínu að halda. Þjóðin hefði þá tilhneigingu að vera góð við Færey- inga og líta á þá sem minnimáttar, enda þótt Færeyingar hafi fjárfest furðu mikið í sjávarútvegi. Færeyskir útgerðarmenn nytu meiri stuðnings í Færeyjum en íslenskir á Íslandi. Þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, réttlætti hins vegar fiskveiðiheimildirnar. Kappkostað væri að eiga sem best samband við Færeyinga í ljósi mikilla samskipta þjóðanna. Samningur um veiðar við Íslandsstrendur væri byggður á viðurkenningu á frændsemi og rækt- arsemi við þessa smáu grannþjóð. Færeysk skip mega veiða 5.600 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu, þar af 1.200 tonn af þorski. Einnig 30.000 tonn af loðnu, en takmark- að er hve mikið af því má fara til manneldis. Gagnkvæmar veiðar eru á fleiri tegundum og Íslendingar veiða síld og makríl við Færeyjar. Þegar fiskveiðisamningurinn var endurnýjaður 2002 sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, að ekki ætti að leggja hagrænan mælikvarða á samskipti þjóðanna: „Ég tel að okkur hafi verið sómi að því að koma vel fram við frændur okkar og vini Færey- inga í því tilviki að þeirra aðstæður breyttust mjög með útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar á sínum tíma. Ef það stendur okkur nærri að reyna að koma sæmilega rausnarlega fram við einhverja þá held ég það séu nú þessir ágætu grannar okkar.“ VEITT ÚT Á FRÆNDSEMI OG HEFÐ H eim ild: H agstofa Íslands UTANRÍKISVERSLUN LANDANNA 1999 2008 1999 2008 0 1.000 2.000 3.000 4.000 Flutt út til Færeyja Flutt inn frá Færeyjum 1.284 3.413 328 2.034 Milljónir króna TAPPINN ÚR Færeyingar eru stoltir af Færeyjabjórnum sínum og nú má kaupa hann á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÓLMFRÍÐUR Viðskipti milli Íslands og Færeyja hafa aukist eftir að samið var um fríverslun milli landanna. Íslendingar hafa þótt koma betur út úr þeim viðskiptum. Fær- eyingar hafa áhyggjur af framtíð samningsins. Hoyvíkursamningurinn milli Íslands og Færeyja er víðtækasti fríverslunarsamningur sem Íslend- ingar hafa skrifað undir. Markmiðið með honum var að koma á fót sam- eiginlegu efnahagssvæði landanna og minnir hann um margt á EES- samninginn. Samkvæmt samningnum eiga ein- staklingar og fyrirtæki landanna tveggja að hafa sömu réttindi og nú geta Íslendingar til að mynda boðið í opinber verkefni í Færeyjum. Fall íslensku krónunnar eftir hrun bank- anna hefur auðveldað þeim þetta. Árangur þeirra varð til þess að fjár- málaráðherra Færeyja boðaði í fjöl- miðlum að í slíkum útboðum yrðu settar reglur um að greiða skyldi laun eftir færeyskum töxtum. Í verslunum í Færeyjum má finna ýmsar íslenskar vörur. Ólíklegt er að annars staðar í útlöndum sé hægt að finna íslenskt lambakjöt, Svala og Bingókúlur í sömu verslun. Og helsta verslunin heitir Bónus, stofn- uð af Íslendingum. Þá eru ónefnd skipafélögin Eim- skip og Samskip, sem flytja stóran hluta varnings Færeyinga. Kaj Leo Johannesen, lögmað- ur Færeyinga, þakkar Hoyvíkur- samningnum það meðal annars að í Færeyjum lækkuðu útlánsvextir mikið, eftir að Kaupþing stofnaði útibú þar. Nokkur óánægja var með samn- inginn meðal Færeyinga í fyrstu. Haft var á orði að Íslendingar stæðu mun betur að vígi og að í Hoyvíkur- samninginn væri innbyggð vernd- arstefna. „Með honum hefði allt átt að verða frjálst, en svo er ekki. Það er talað um fríverslun með landbúnaðarvör- ur og við megum til dæmis flytja út egg ti Íslands. En þá kemur í ljós að eggin verða að vera soðin! Það eru ýmsar svona reglur,“ segir Kári P. Højgaard, formaður Sjálfstjórnar- flokksins. Landbúnaður og fæðuöryggi En útflutningur á landbúnaðaraf- urðum er alls ekki aðalatriði fyrir Færeyinga. Hoyvíkursamningur- inn er eini samningurinn sem leyf- ir fríverslun með landbúnaðarvör- ur milli Íslands og annars lands, en færeyskar landbúnaðarafurðir eru nær einungis mjólkurafurðir og lambakjöt. Þessi kjötframleiðslan dugar þó ekki fyrir innlendan mark- að og allt ferskt kjöt og grænmeti er innflutt. FRÉTTASKÝRING: Ísland og Færeyjar, kreppur og framtíð ÞRIÐJI HLUTI AF FJÓRUM Fríverslunarsamningur í uppnámi FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is ■ Fjarlægðin milli Íslands og Færeyja er 420 kílómetrar. Malbikaðir vegir í Færeyjum eru samtals 463 kílómetra langir. ■ Í færeyska útvarpinu líkt og því íslenska er sérstakur þáttur fyrir dánarfregnir og jarðarfarir. ■ Íslendingar eru stærsti einstaki hópur innflytjenda (0,4 prósent) í Færeyjum. Danir (5,8 prósent) eru ekki taldir sem innflytjendur í danska konungsríkinu. ■ Árið 1934 voru 3.240 færeyskir sjómenn á 155 skipum við Ísland. Gætu keyrt alla leið til Íslands KLAKKSVÍK ÞÓRSHÖFN Gunvør Balle, ræðismaður Færeyja á Íslandi, segir að rætt sé um réttmæti áframhaldandi styrkveitinga til landbúnaðar. Ómögulegt sé að stefna að fæðu- öryggi fyrir Færeyjar. „Landbún- aðurinn fær mikið af styrkjum, en þetta er ekki atvinnugrein, heldur meira eins og hobbí. Fólk spyr sig hvers vegna verið sé að styrkja áhugamál, sem mun líklega aldrei standa undir sér í Færeyjum,“ segir Gunvør. Færeyska útrásin Minna hefur heyrst í andstæðing- um Hoyvíkursamningsins eftir því sem hann hefur verið fínpússaður og meiri reynsla fengist af honum. Þar sem 95 prósent af útflutningi Færeyinga eru fiskur er kannski ekki eftir miklu að slægjast á íslenskan markað. En Færeying- ar fjárfesta hér á landi, keyptu nýlega tryggingarfélag, og flytja út aðrar vörur. Færeyjabjór fæst nú á Íslandi og getur sá útflutn- ingur skipt Færeyinga nokkru, því íslenski markaðurinn er vitanlega mun stærri en sá færeyski. Þá hafa Færeyingar hug á að sækja heilbrigðisþjónustu til Íslands. Augnaðgerðir á Íslandi eru vinsælar, svo aðalræðisskrif- stofan í Þórshöfn hefur í nógu að snúast við að leiðbeina Færeying- um hingað. Utanríkismálin Formaður Þjóðveldisflokksins, Høgni Hoydal, telur að Hoyvík- ursamningurinn hafi orðið til þess að heimildum Færeyinga til að gera utanríkissamninga var breytt, þannig að nú væri þeim ómögulegt að gera slíkan samn- ing á sama hátt. Danir hafi séð að Færeyingar voru til alls líkleg- ir, fyrst þeir gerðu svona víðtæk- an samning við Íslendinga. Þeir hafi því viljað stytta í beislinu. Dan M. Knudsen, umboðsmað- ur Dana í Færeyjum, tekur ekki undir þetta. „Það má vera að nýju lögin um utanríkismálaheimildir hafi komið ári á eftir Hoyvíkursamn- ingnum, en ég held að þau hafi verið í undirbúningi í mörg ár. Þau hefðu getað komið ári á undan eða tveimur árum seinna,“ segir hann. Um framtíð Hoyvíkursamn- ingsins er ekki gott að segja, því aðildarumsókn Íslendinga að ESB gæti sett strik í reikninginn. „Ein afleiðing ESB-aðildar Íslendinga yrði sú að Hoyvíkursamningnum verður sjálfkrafa slitið,“ segir Jørgen Niclasen utanríkisráð- herra. „Þá verða okkar viðskipti við Ísland eins og þau sem við höfum við ESB.“ Lögmaðurinn segir það sama: „Samningurinn er okkur mikilvægur. En þetta gæti allt breyst núna þegar Ísland talar við ESB. Við fylgjumst grannt með því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 246. tölublað (17.10.2009)
https://timarit.is/issue/296263

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

246. tölublað (17.10.2009)

Aðgerðir: