Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 64
36 17. október 2009 LAUGARDAGUR
F
rábært eða frábært heitir
flunkuný plata frá tríóinu
Sykur. Hljómplötuútgáf-
an Record records gefur
út. Hið sykursæta Sykur-
tríó er skipað Stefáni Finn-
bogasyni og tveimur Eldjárnum, þeim
Halldóri og Kristjáni. Þetta er partí
tónlist, sem þykist ekki vera neitt
annað, hljóðgervla-knúin og stælleg. Á
plötunni eru bæði ósungin lög og sung-
in. Eitt syngja strákarnir sjálfir, en
þeir segjast vera svo slappir söngvar-
ar að þeir fá annað fólk til að syngja. Á
nýju plötunni þenja Rakel Mjöll Leifs-
dóttir úr Útidúr, Katrín Mogensen úr
Mammút og Erpur Eyvindarson radd-
böndin. Strákarnir mæta allir í viðtal.
Kristján, sem er tvítugur og „langelst-
ur“, kemur fyrstur. Einhvern veginn
kemur upp úr dúrnum að hann hefur
ekki hugmynd um hver Bjartmar Guð-
laugsson er. Ég finn hvað ég er aldur-
hniginn og finnst að ég sé vanhæfur
til að taka þetta viðtal vegna elli. Svo
detta hinir tveir í hús, Stefán, sem er
sautján ára og Halldór sem er átján.
Þeir hafa heldur enga hugmynd um
hver Bjartmar er.
Halldór: „Bjartmar? Ég hef reyndar
heyrt þetta …“
Kristján: „Erpur var að tala um hann
um daginn. Bjartmar er gaurinn þarna
sem samdi fullt af lögum sem allir vita
hver eru.“
H: „Já, alveg rétt, alveg rétt.“
Er ekkert mál að koma ykkur inn á
skemmtistaðina framhjá dyravörðun-
um þegar þið eruð að spila?
Stefán: „Jú, við ættum eiginlega að
búa til lista yfir alla dyraverðina sem
hafa verið leiðinlegir við okkur. Doddi,
Palli, Siggi …“
H: „Nei, nei, það er ekkert mál að kom-
ast inn þegar við erum að spila. Við
segjumst bara vera að spila og þeir
hleypa okkur inn.“
K: „Þetta varðar samt ef til vill við
barnaverndarlög. En ég held samt að
það séu undanþágur frá barnaverndar-
lögum ef maður er að spila.“
H: „Við erum með plagg.“
Kómísk áhrif frá Randver
Árið 2007, þegar Sykur var að slíta
barnsskónum, barðist Halldór ákaft
fyrir því að Randver yrði tekinn aftur
inn í Spaugstofuna. Hvað klikkaði?
H: „Það tók nú reyndar enginn eftir
þessu baráttumáli nema blaðamenn og
Stebbi Fr. Hann bloggaði langar færsl-
ur um þetta.“
K: „Jú víst, þetta vakti víst mikla
athygli. Allavega á Akureyri. Þaðan
kom gott slagorð: Randver í mynd-
ver.“
H: „Ég gerði allt sem ég gat. Prent-
aði út undirskriftarlista og skilaði um
3.000 undirskriftum til Þórhalls, dag-
skrárstjóra Ríkissjónvarpsins. Boltinn
liggur ennþá hjá honum. Þrjú þúsund
manns er kannski ekki mikið, en það
er mikið fyrir einn leikara í Spaugstof-
unni.“
Heyrðist eitthvað frá Randveri?
H: „Já já, hann hringdi í mig kl. sjö að
laugardagsmorgni.“
S: „Við höfðum verið að taka upp alla
nóttina og vöknuðum einmitt þegar
síminn hringdi og þá var bara Randver
í símanum.“
H: „Hann þakkaði mér kærlega fyrir
og sagði að þetta hefði hlýjað sér um
hjartaræturnar. Við vorum nýbyrjaðir
að þróa okkur áfram í raftónlistinni og
þess vegna má segja að Randver hafi
haft mikil áhrif. Kómísk áhrif.“
Þjóðin skuldar sér jákvæðni
Samkvæmt fréttatilkynningu er Sykur
undir áhrifum frá Air, Serge Gains-
bourg og Giorgio Moroder. Á meðan við
biðum eftir hinum spurði ég Kristján út
í þetta og hann hafði ekki hugmynd um
hver Moroder er. Er þetta fölsuð frétta-
tilkynning?
H: „Ég skrifaði þennan lista og þetta
eru mínir áhrifavaldar.“
S: „Já, þetta er nú bara brot af þeirri
tónlist sem við hlustum á.“
H: „Við gefum fólki val og báðir kost-
irnir eru góðir. Annaðhvort er þetta
frábært eða frábært. Við viljum virkja
það einlæga og jákvæða í fólki.“
K: „Á þessum síðustu og verstu.“
Finnst ykkur vera skortur á jákvæðni
í íslensku samfélagi í dag?
H: „Alla vega skuldar íslenska þjóðin
sjálfri sér mjög mikla jákvæðni eftir
Gleðibankahrunið.“
K: „Við höfum orðið fyrir miklum
búsifjum. Það er orðið alveg tvöfalt
dýrara að kaupa sér fimbulorgan.
Fimbulorgan er það sem Egill Ólafs-
son kallaði sinðesæsera. Kreppan hafði
líka áhrif á okkur þegar verið var að
tala um að það ætti að leggja á sykur-
skatt.“
Við erum á undanþágu
frá barnaverndarlögum
Hljómsveitin Sykur spilar partívæna fimbulorgantónlist og strákarnir þrír í bandinu eru jafn hress-
ir og músíkin. Dr. Gunni hitti þá og forvitnaðist um áhuga hljómsveitarmeðlima á Randver leikara,
áhrif kreppunnar á stuðið og afleiðingar sykurskattsins.
SYKURSÆTIR OG ÞEKKJA EKKI BJARTMAR Hljómsveitin Sykur frá vinstri: Kristján Eldjárn, Halldór Eldjárn og Stefán Finnbogason. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
H. „Úff, sá brandari var nú ekki fynd-
inn lengi. Það voru mjög margir með
hann. Komu lúmskir og sögðu við
okkur: Jæja, drengir. Gengur ekki
bara vel hjá ykkur núna? Og við bara:
Ha? Jú jú. Þá drógu menn augað í pung
og sögðu: Hva, eru menn ekki bara
að græða á tá og fingri. Það er sko að
koma sykurskattur. Já já já já, bless-
aður!“
Er tónlistin ykkar einlæg eða grín?
K: „Einlæg. Hún kemur beint frá hjart-
anu. Algjörlega.“
H: „Við erum aðallega að gera þetta
af því að okkur finnst þetta ógeðslega
skemmtilegt. Við getum ekki haft ekk-
ert að gera. Eða alla vega ekki ég. Það
tekur ekki nema svona tíu prósent af
tímanum að vera í skóla.“
En eruði þið ekki rosalega svartsýnir
út af Icesave-skuldunum?
K: „Nei, nei, Þetta reddast. Ég er bara
feginn að vera ekki með einhver lán.
Það borgar sig að vera ungur.“
H: „Við ættum kannski að halda styrkt-
artónleika fyrir Icesave?“
K: „Vá, hvað það myndi enginn mæta.“
Það eru allir Egill Ólafsson
Sykur má setja í flokk með íslensku
hljómsveitunum Bloodgroup og FM
Belfast. Takiði undir það?
K: „Já, algjörlega. Þau í Bloodgroup
eru ótrúlega flink í því sem þau eru að
gera.“
S: „Og þau hafa líka hjálpað okkur
mikið. Bæði með að lána okkur fimbul-
organ og hlusta á okkur og gefa okkur
ráð. Þau hrósa okkur líka mikið. Það er
eitt af því sem heldur manni við efnið.
Það er fátt skemmtilegra en að vera
hrósað eftir tónleika.“
H: „Þó það sé ekki nema eitt lítið hrós
frá drukknum tannlækni.“
S: „Eða frá Gumma í Stálsmiðjunni...“
K: „Já, hann!“
S: „Það er svona fimmtugur stálsmiður
sem mætti á tónleika með okkur. Hann
sagðist hlusta mjög mikið á tónlistar-
manninn Basshunter.“
H: „Svo stóð hann alveg upp við bassa-
boxið allan tímann. Hann hrósaði okkur
í hástert og það bjargaði þeim tónleik-
um.“
Hafiði spilað eitthvað fyrir utan
Reykjavík?
H: „Já á Grundarfirði. Þegar maður
hefur spilað á Grundarfirði þá er þetta
nú bara komið. Þá getur maður hætt á
toppnum.“
K: „Við höfum spilað á flestum stöðum
í bænum. Við náðum meira að segja að
spila á Kafka.“
S: „Við höfum stundum fengið lúðrasveit
Reykjavíkur með okkur á tónleika. Þá
er þetta svona lúðrasveitarteknó.“
Fulla lúðrasveit?
H: „Já, þau eru alltaf blindfull þegar
þau spila með okkur!“
S: „Nei, bara hluta af henni. Kannski
svona sjö. Það kemur mjög vel út.“
Þið eruð ekkert af krúttkynslóðinni,
er það?
H: „Oj, nei.“
K: „Við erum samt geðveikt sætir.“
H: „Við erum Sykurkynslóðin.“
H: „Krúttin skortir sjálfstraust og att-
itjúd.“
Er kannski efnahagshrunið krútt-
kynslóðinni að kenna vegna þess að
hún hafði ekkert sjálfstraust?
H: „Nei. Jón Ásgeir stofnaði ekki Sigur
Rós!“
S: „Ég held einmitt ekki að ástæð-
an fyrir hruninu sé skortur á sjálfs-
trausti!“
Ef Sykur væri Stuðmenn hver væri þá
Jakob og hver væri Valgeir?
H: „Jo bobb bobb! Jo bobb bobb! Ég
væri Egill Ólafsson!“
S: „Ég líka!“
K: „Ef við værum Stuðmenn þá værum
við allir Egill. Það eru allir Egill Ólafs-
son.“
Þið þekkið sem sé Stuðmenn en
hafið ekki hugmynd um hver Bjart-
mar er?
H: „Bjart-mar?“
S: „Það eru ekki allir Bjartmar.“
Það er fátt
skemmti-
legra en að
vera hrósað
eftir tón-
leika. Þó
það sé ekki
nema eitt
lítið hrós frá
drukknum
tannlækni.