Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 86
58 17. október 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir hefur ekki fengið mörg tækifæri með liði sínu, Vejen, í dönsku úrvalsdeild- inni í handbolta í vetur. Hún hefur því verið að hugsa sinn gang. „Þetta er búið að ganga upp og ofan,“ sagði Rakel við Fréttablað- ið í gær. „Mér gekk mjög vel eftir áramót á síðasta tímabili en svo hefur þetta farið illa af stað í haust að mér finnst. Ég hef lítið fengið að spila og er ekki nógu sátt við þjálf- arana og fleira í þeim dúr.“ Hún hefur því verið að hugsa sér til hreyfings. „Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum hvern- ig þetta fer hjá mér. Ég hef í það minnsta verið að hugsa minn gang vel og vandlega. Ég vil auðvitað fá að komast í lið þar sem ég fæ að spila. Ég hef til að mynda mikinn metnað fyrir landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi fyrir verkefni þess. Það gerist ekki nema ég fái að spila með mínu félagsliði,“ segir Rakel. Hún hefur þó ekki hug á að halda heim á leið. „Nei, ekki nema eitthvað mikið gerist í mínum málum. Ég á mörg ár eftir í boltan- um og mér líður mjög vel úti í Dan- mörku. Ég hef líka verið að sinna mínu námi með boltanum og mun útskrifast frá Háskóla Íslands nú í vor. Stefnan er svo að fara í fram- haldsnám og halda einnig áfram í handboltanum.“ Rakel varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni áður en hún hélt til Danmerkur. Hún á að baki 62 landsleiki og hefur skorað í þeim 189 mörk. KIF Vejen er nú í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir sex leiki. Rakel hefur enn ekki fengið tækifæri með lið- inu í haust. - esá Rakel Dögg Bragadóttir hefur fá tækifæri fengið með Vejen í Danmörku: Vil komast að hjá nýju félagi RAKEL DÖGG Hér í leik með íslenska landsliðinu fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Í vikunni lék Ísland sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópu- meistaramótsins sem haldið verð- ur í Noregi og Danmörku í desem- ber á næsta ári. Ísland tapaði þá fyrir Frakklandi ytra en getur náð sér á strik með sigri á Austurríki í Vodafone-höllinni á morgun. Leik- urinn hefst klukkan 16. Auk fyrrgreindra þriggja liða er Bretland í riðlinum en þau lið sem verða í efstu tveimur sætun- um í riðlinum komast beint á EM. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari, segir möguleika íslenska liðsins góða í leiknum á morgun. „Við vorum mjög ánægð með dráttinn á sínum tíma þó svo að við vissum ekki nákvæmlega um styrkleika Austurríkis þá. Liðið hefur þó verið að missa gamlar stjörnur og því kom smá millibils- ástand á meðan kynslóðaskipti áttu sér stað. Austurríki hefur hins vegar verið frægt fyrir það að safna liði með því að gefa erlend- um leikmönnum vegabréf þegar mest þarf á að halda og það er búið að vera að gerast núna.“ Hann á því von á sterku aust- urrísku liði á morgun en metur möguleika íslenska liðsins engu að síður góða. „Ég hef verið að skoða myndefni með þessu liði eins og það lítur út í dag og við eigum fína möguleika gegn því.“ Ætli Ísland sér til Noregs og Danmerkur er ljóst að liðið þarf helst tvö stig í þessum leik. Frakk- land er fyrir fram talið með sterk- asta liðið í riðlinum og ætti að eiga greiða leið í úrslitakeppn- ina. Ísland og Austurríki munu því líklega berjast um annað sæti riðilsins þó svo að Júlíus vilji ekki afskrifa Breta, sem hafa ekki verið þekktir fyrir mikla handboltaiðk- un. „Möguleikar okkar eru góðir og við ætlum okkur að sækja stíft að því að komast á þetta mót,“ sagði Júlíus. Ísland hefur aldrei áður tekið þátt í stórmóti í handbolta kvenna áður og segir hann að tími sé kominn til að brjóta þann múr. „Lið sem koma sér inn á stórmót í fyrsta sinn koma alltaf til með að græða á því eins og dæmi kvenna- landsliðsins í knattspyrnu sýnir. Það þarf að brjóta ísinn og byggja upp til framtíðar.“ Rakel Dögg Bragadóttir á von á hörkuleik en hún segir leikmenn vel í stakk búna fyrir átökin. „Við erum hrikalega spennt- ar fyrir því að fá að spila þenn- an leik. Okkar möguleikar eru án nokkurs vafa mjög raunhæfir enda erum við með sterkt lið og að spila á heimavelli. Með fullri höll stuðn- ingsmanna eigum við fína mögu- leika,“ sagði hún og hvatti alla handboltaáhugamenn til að fjöl- menna á leikinn. Austurríki vann á miðvikudag- inn Bretland í hinum leik fyrstu umferðar riðlakeppninnar, 30-20. Ísland tapaði fyrir Frakklandi á sama tíma, 32-23. eirikur@frettabladid.is Ætlum okkur á stórmót Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari segir að íslenska landsliðið eigi góðan mögu- leika á að komast á stórmót í handbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið þó að vinna sigur á Austurríki í afar mikilvægum leik í Vodafone-höllinni á morgun. KLÁR Í SLAGINN Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari og leikmennirnir Rakel Dögg Braga- dóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Forsala í verslunum Lyfju Forsala verður í fimm verslunum Lyfju á höfuðborgarsvæðinu fyrir leik Íslands og Austurríkis sem fer fram í Vodafone-höllinni á morgun klukkan 16. Landsliðskonur munu svo mæta sjálfar í verslanir Lyfju á milli 14 og 18 í dag þar sem hægt verður að kaupa tvo miða á verði eins – 1.000 krónur. Það tilboð er þó í gildi alla helgina. Lyfja hefur verið aðalstyrktaraðili íslenska kvennalandsliðsins í handbolta undanfarin misseri og verður áfram. Í gær var nýr samstarfssamningur á milli HSÍ og Lyfju undirritaður. Haukar taka á móti pólska liðinu Wisla Plock í Evrópukeppni félagsliða í klukkan 16.00 dag. Um síðari leik liðanna er að ræða en Haukar standa ágætlega að vígi eftir að hafa tapað leiknum ytra með aðeins tveimur mörkum. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, biðlar til íslenskra áhorf- enda að mæta á völlinn í dag enda er búist við talsverðum fjölda Pólverja á leikinn. „Það var strax í sumar að ég fór að fá hringingar frá Pól- verjum sem sýndu leiknum áhuga og vildu bara kaupa miða strax. Það er þegar búið að selja um fimmtíu Pólverjum miða í forsölu og það kemur um þrjátíu manna hópur með liðinu frá Póllandi. Ofan á það mun fjöldi kaupa miða á leikdegi og ég býst því við nokkur hundruð Pólverjum á leikinn. Það er því algjört lykilatriði að íslenskir áhorfendur fjölmenni á völlinn því heimavöllurinn okkar má ekki breytast í útivöll,“ sagði Aron. Haukarnir fóru nýstárlega leið til þess að auglýsa leikinn en í auglýsingum sem var dreift um Hafnarfjörð var hann auglýstur bæði á íslensku og pólsku. Haukunum hefur ekki gengið sérstaklega vel í fyrstu leikjun- um sínum í N1-deildinni og því er ljóst að þeir hittu á betri leik í Póllandi. „Sá leikur var talsvert betri en leikirnir hér heima. Vörnin var ágæt gegn Stjörnunni, sem og markvarslan, en úti í Póllandi kom sóknarleikurinn líka. Menn voru miklu beinskeyttari í öllum aðgerðum. Við tókum skref fram á við en stigum ansi mörg skref aftur á bak þegar Akureyri kom í heimsókn,“ sagði Aron og bætir við að hans lið þurfi að eiga toppleik til að vinna leikinn enda sé pólska liðið firnasterkt. „Það er búið að setja mikinn pening í þetta lið, sem er meðal annars með sterka danska og norska leikmenn. Þarna er til að mynda Lars Möll- er Madsen sem skaut íslenska landsliðið í kaf á HM 2006. Svo er danskur þjálfari með liðið. Það er pressa á þeim enda ætlast til að liðið komist áfram miðað við hvað búið er að leggja í það,“ sagði Aron Kristjánsson. ARON KRISTJÁNSSON, ÞJÁLFARI HAUKA: BÝST VIÐ NOKKUR HUNDRUÐ PÓLVERJUM Á ÁSVÖLLUM Í DAG Heimavöllurinn okkar má ekki breytast í útivöll FÓTBOLTI Boltinn byrjar að rúlla á nýjan leik í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir landsleikjahlé og að vanda eru margir áhugaverð- ir leikir í boði. „Stóru fjögur“ liðin verða öll í eld- línunni í dag og dagskráin hefst á Villa Park með hádegisleik toppliðs Chelsea og Aston Villa en Chelsea hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í deildinni til þessa. Englandsmeist- arar Manchester United fá Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton í heimsókn á Old Trafford og Arsenal tekur á móti nýliðum Birm- ingham á Emirates-leikvang- inum. Þá heimsækir Liverpool Leikvang ljóssins og mætir Sunderland en Steven Gerr- ard og Fernando Torres eru fjarri góðu gamni hjá Liver- pool vegna meiðsla. - óþ Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina: Gerrard og Torres ekki með Liverpool ÓLEIKFÆR Fernando Torres getur ekki leikið með Liverpool í dag frekar en Steven Gerrard. NORDIC PHOTOS/AFP SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili svo sem fundarborð, eldhús- og borðstofuborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.