Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 30
30 17. október 2009 LAUGARDAGUR Þ að er kassi á gólfinu í skrifstofunni í Árna- garði, fullur af bókum og búið að líma fyrir. Gunnar er að undir- búa brottför. „Ég fékk leyfi til að vera hér fram að mánaðamótum. Mér áskotnuðust þessir kassar og ákvað að byrja hægt og rólega og fara alltaf með einn kassa heim á dag. Þetta verða eflaust talsverð viðbrigði fyrir mig. Ég keypti mér til dæmis ljósritunarkort í gær. Það held ég að ég hafi aldrei gert áður,“ segir hann og brosir. Spurður hvað standi upp úr þegar hann lítur yfir starfsferil- inn hugsar Gunnar sig um áður en hann svarar. „Námsbókagerð- in. Mér finnst hún vera mitt verk; þar sem ég gerði eitthvað sem var óvenjulegt að háskólakenn- ari gerði, mér fannst mér láta vel að gera og þótti alltaf skemmti- legt. Ég man þegar ég var að skrifa fyrstu bækurnar fyrir barnaskóla að á morgnana þegar ég var á leiðinni til vinnu fann ég einkennilegt sambland af til- hlökkun og kvíða. Þetta er erfið- ara en fræðiritagerð. Maður verð- ur að vanda sig svo mikið að tjá sig skýrt og troða efninu aldrei inn í formið heldur leyfa því að njóta sín.“ Að varðveita menningararfinn Tvær stefnur voru ríkjandi í kennslubókum um sögu þegar Gunnar hóf ritun þeirra: þjóð- ernisleg Íslandssaga Jónasar frá Hriflu og samfélagsfræðilínan svokallaða, sem ætlaði að gefa upp á bátinn að kenna samfellda Íslandssögu frá byrjun og velja í staðinn ákveðin þemu. „Þegar ég byrjaði að skrifa fyrir börn var ég sannfærður um að sam- félagslínan yrði ofan á. Ég byrj- aði að skrifa mínar bækur sem bráðbirgðaefni. Mér fannst þeir í samfélagshópnum vinna of hægt, það gekk of illa að endurnýja efni, þannig að ég ákvað að prófa að punda þessu út. Síðan tók Náms- gagnastofnun vel við þessu og það varð framhald á.“ Gunnar segist hafa reynt að hafa það að leiðarljósi í sínum skrifum að varðveita menning- ararf og viðhalda venjubundinni Íslandssöguþekkingu. „Ég var umfram allt að skrifa frásagnir og reyndi að gera þær aðgengilegri og meira aðlað- andi en bækurnar sem voru í notkun. Mér fannst ég vera að bjarga Íslandssögunni; að það væri hætta á því að hún myndi þurrkast út, ekki út af bókum Jónasar frá Hriflu, heldur yngri bókum sem voru daufar stæling- ar á Íslandssögu Jónasar. Kennari sagði mér að þær væru svo óvin- sælar að stúlkurnar hefðu ekki tekið á þeim nema með vettling- um. Ég hugsaði mér þetta því sem björgunarstarf. Svo fór þetta að verða skemmtilegt viðfangsefni og í þriðja lagi kom í ljós að þetta var ágæt tekjulind og bjargaði mér í gegnum níunda áratuginn þegar laun háskólakennara voru allra verst.“ Sumum hefur þótt Gunnar jafnvel helst til fyrirferðarmik- ill í námsbókaritun fyrir börn; að söguskoðun heilu kynslóðanna væri meira eða minna mótuð af einum manni. Gunnar gerir lítið úr því. „Ég held að það sé ofmetið að hversu miklu leyti söguskoðun er stýrt af skólunum. Í öðru lagi finn ég enga eindregna söguskoð- un í mínum bókum. Ég held ég hafi því stýrt litlu.“ Lífseig söguskoðun sjálfstæðis- baráttunnar Gunnar kveðst eiga erfitt með að meta hvort einhver ein tiltekin söguskoðun sé ráðandi á Íslandi. Í stjórnmálaumræðu dagsins í dag sé þó furðu mikið eftir af sögu- skoðun sjálfstæðisbaráttunnar. „Allar söguskoðanir eru mikil einföldun og ég efast um að þessi einfalda söguskoðun sjálfstæðis- baráttunnar komi til með að lifa alla tíð. En hún er lífseig og það kemur stundum fyrir að manni ofbýður umræðan eins og hún er sett fram með skírskotun í sög- una. Í fyrravetur og vor var til dæmis mikið rætt um breytingar á stjórnkerfinu. Íslendingar hafa reyndar oftrú á skipulagsbreyt- ingum. Oft er samt eins og fólk hafi litla stjórnskipunarsögu á valdi sínu. Fyrir vikið missa hug- myndirnar marks, sem er vissu- lega sorglegt. Ég held að það væri til mikilla bóta ef fólk hefði meiri vitund um söguna, til dæmis hvernig ríkis- valdinu er ætlað að vinna, og gerði kröfur til stjórnmálamanna í betra samræmi við það. Ég hef lagt áherslu á það í skrifum fyrir almenning að segja þessa sjálf- stæðisbaráttusögu, eða þjóð- ríkismyndunarsögu, þannig að hún hjálpi fólki að skilja hvern- ig ríkisvaldið er sett saman, en af umræðunni að dæma get ég ekki séð að það hafi borið mikinn árangur.“ Lét betur að skrifa sögu en lesa Upphaflega ætlaði Gunnar sér ekki að verða sagnfræðingur, heldur stefndi á að læra bók- menntir. „Þetta var dálítið flók- ið. Ég fór í íslensk fræði, byrjaði raunar í sálfræði en gafst upp á henni fljótlega. Í íslenskum fræð- um var um þrennt að velja: að verða málfræðingur, bókmennta- fræðingur eða sagnfræðingur. Mér datt ekki í hug annað en að ég færi í bókmenntir, fór gagn- gert í íslensk fræði til að nema þær. Svo fannst mér vera meira framboð af upprennandi bók- menntafræðingum, það virtist vera meira tómarúm í sagnfræð- inni einmitt um það leyti sem ég var að ákveða hvar ég sérhæfði mig. Mér hafði aldrei þótt sér- staklega skemmtilegt að læra sögu í skóla, ég var enginn sögu- hestur sem kunni allt; ég lærði kennslubækurnar fyrir próf en það vakti svo sem engan áhuga. En þegar ég fór að skrifa ritgerð- ir í háskólanáminu uppgötvaði ég að það var miklu skemmtilegra að skrifa sögu en lesa hana; að skapa sögu átti betur við mig.“ Í skrifum Gunnars er Íslands- sagan öll oftar en ekki undir. Spurður hvort hann haldi upp á eitthvert tímabil frekar en annað segir hann svo vera. „Ég byrjaði sem 19. aldar fræðingur, rannsakaði stjórn- málasögu 19. aldar og hef aldrei yfirgefið það svið alveg. En svo rak mig einhvern veginn aftur til miðalda. Þegar ég byrjaði að kenna uppi í Háskóla vantaði ein- hvern til að kenna þetta tímabil. Ég tók það að mér og fór í kjöl- farið að kynna mér það betur. Og já, ég verð að segja að mér finnst þetta skemmtilegasta tímabilið; hámiðaldasaga, þjóðveldisaldar- saga, Sturlungaöld, þetta höfðar mest til mín.“ Óslökkvandi áhugi Eftir tæplega fjörutíu ára feril í sagnfræði segir Gunnar áhugann síst fara minnkandi. „Mig langar til að gera svo miklu meira en ég kemst yfir. Nú er ég að skrifa fjöl- binda handbók um íslenska mið- aldasögu. Inngangsbindið kom út 2007 og nú er eitt bindi í próförk. Þetta byrjaði á því að ég ætlaði að skrifa akademíska námsbók fyrir nemendur í grunnnámi í sagnfræði. En þetta vatt upp á sig og óx upp fyrir að vera heppilegt fyrir nemendur. Þá sneri ég þessu úr námsbók yfir í handbók. Þær kalla hins vegar á miklu meira efni en námsbækur, bara stækka og stækka. Ég er líka vanur að segja að ég ætla ekkert endilega að ljúka því verki, ég get alveg dáið frá því.“ Til varnar þjóðmenningunni Spurður hvort Íslandssagan hafi breyst í hans huga með árunum, hvort hann líti fortíðina öðrum augum nú en þegar hann var yngri, segir hann svo ekki vera. „Ekki verulega að minnsta kosti. Þegar á líður held ég að ég hafi gerst meiri varnarmaður fyrir þjóðmenninguna. Sænski sagnfræðingurinn Har- ald Gustafsson skrifaði í ritdómi um bók eftir mig að hún ein- kenndist af því sem hann kallaði nýþjóðrækni, sem viðurkenndi gagnrýnina á gömlu þjóðræknina þeirra Jóns Aðils og Jónasar frá Hriflu, en kæmist svo að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki svo fjarri sannleikanum. Þetta helgast líklega af því að það er komið fram á vettvanginn svo margt fólk sem er tilbúið til og upptekið af því að gagnrýna gömlu þjóðernissinnuðu söguna. Ég tók líka eftir því að hjá síð- ustu árgöngunum sem ég kenndi 19. og 20. aldar sögu var afskap- lega áberandi að nemendur komu úr framhaldsskólunum með þá skoðun að tilvera Íslendinga hefði lengst verið mjög aumingjaleg og það væri einhvern veginn óviðeig- andi að segja annað. Mér hefur því fundist það standa upp á mig að verja, ja, ekki þessa þjóðernissinnuðu sögu sem var skrifuð, heldur þjóðmenning- una sem slíka og segja: Fólk var að gera merkilega hluti. Öll sam- félög eiga einhverja merkilega sögu, hugsa ég, og þau eiga að leitast við að segja umheiminum hana með heilbrigðu stolti.“ Til bjargar Íslandssögunni Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði, lét af störfum á dögunum eftir rúmlega þrjátíu ár hjá Háskóla Íslands. Hann er einn áhrifamesti fræðimaður á sínu sviði á Íslandi og atkvæðamikill námsbókahöfundur. Í samtali við Bergstein Sigurðsson stiklar Gunn- ar á stóru í starfi sínu og ræðir gildi þess að þekkja söguna á örlagaríkum tímum og hvernig hann reyndi að bjarga Íslandssögunni. GUNNAR KARLSSON „Ég var umfram allt að skrifa frásagnir og reyndi að gera þær aðgengilegri og meira aðlaðandi en bækurnar sem voru í notkun. Mér fannst ég vera að bjarga Íslandssögunni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Ég held að það væri til mikilla bóta ef fólk hefði meiri vitund um söguna, til dæmis hvernig ríkisvaldinu er ætlað að vinna, og gerði kröfur til stjórnmálamanna í betra samræmi við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.