Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 6
6 17. október 2009 LAUGARDAGUR
KIRKJAN Vel á annað hundrað manns
mætti á opinn fund sem séra Gunn-
ar Björnsson og stuðningsmenn
hans stóðu fyrir á Selfossi í gær-
kvöldi. Fundurinn hófst með því að
gestir sungu saman lagið Fyrr var
oft í koti kátt, og voru fundargest-
ir í kjölfarið hvattir til að tjá hug
sinn allan.
Tilefni fundarins var mál séra
Gunnars, en biskup tilkynnti
honum bréfleiðis í vikunni að til
stæði að færa hann til í starfi.
Biskup segir í bréfinu að sér sé
vel ljóst að séra Gunnar hafi verið
sýknaður af ákæru um kynferðis-
brot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er
einsýnt af öllum atvikum að djúp-
stæður og alvarlegur trúnaðar-
brestur hefur myndast milli yðar
og þeirra sem fara með málefni
safnaðarins,“ segir í bréfinu.
„Slíkur trúnaðarbrestur milli
sóknarprests og sóknarnefndar
veldur því að kirkjulegu starfi
í söfnuðinum verður ekki unnt
að sinna með eðlilegum hætti
ef þér komið til starfa að nýju
og einingu innan sóknarinnar
yrði beinlínis búin hætta af.“
Sú skylda hvíli á herðum
biskups að beita sér fyrir lausn
ágreiningsefna, og vegna þess að
skýr krafa hafi borist frá sóknar-
nefnd Selfosskirkju
um að Gunn-
ar snúi ekki
aftur, hafi
biskup því
ákveðið
að
gera Gunnar að sérþjónustupresti
út skipunartíma sinn, til 31. maí
2012. Í starfinu felist verkefni á
vegum Helgisiðastofu og önnur til-
fallandi verkefni og hann geti sinnt
því heiman frá sér.
Gunnar hefur hins vegar lýst því
yfir að hann hyggist hafa ákvörð-
un biskups að engu.
Gunnari er þó ekki stætt á því að
hunsa ákvörðunina, að sögn Gests
Jónssonar, lögfræðings Biskups-
stofu. Ákvörðunin sé meðal annars
byggð á 36. grein laga um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna,
sem segir að stjórnvald sem skip-
að hefur mann í embætti geti flutt
hann í annað embætti heyri þau
bæði undir stjórnvaldið.
„Hann getur hins vegar borið
það upp við dómstóla eins og aðrir
hafi hann einhverjar efasemdir
um heimildirnar,“ segir Gestur.
Tíu prestar rituðu
biskupi bréf í sept-
ember til stuðn-
ings séra Gunn-
ari. Í bréfinu er
áhyggjum lýst af
þróun málsins,
það sé hættulegt
fordæmi þegar
dómar Hæsta-
réttar eru snið-
gengnir og það
sendi
vond skilaboð út í íslenskt sam-
félag.
Taki Gunnar ekki aftur við starfi
sínu á Selfossi skapist alvarleg for-
dæmi sem geti orðið hættulegt
öllum starfsmönnum kirkjunnar.
„Nægjanlegt sé að kæra starfs-
mann, þar þurfi engar hefðbundn-
ar reglur samfélagsins að gilda.
Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi
þau mannréttindi að hægt sé að
sýkna það.“ stigur@frettabladid.is
Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00
30%
afsl. 5.690,-
3.983,-
Helgar-
tilboð
KAUPUM GEGN
STAÐGREIÐSLU
Mercedes Benz GL, ML 320 Cdi
Landrover Discovery Dísel
LandCruiser 200 (bensín & dísel)
Range Rover Vogue V8 Dísel
Range Rover Sport Dísel
Audi Q7 Dísel
BMW X5 Dísel
Árgerð 2007 og yngra
Sendu myndir og upplýsingar í tölvupósti á:
deutsche.auto@gmail.com eða hringdu í síma 821 9980.
Eina lífvarðanámskeiðið á Íslandi
Öryggisvarðaskólinn
Kynning í kringlunni í dag (17.ókt) milli kl.10-17
14 til 28 Nóvember 2009
Terr security býður uppá
starfsmöguleika á heimsvísu
Sími: 698 1666
ovskoli.is
STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið
telur það ekki á valdi forsætisráð-
herra að hnekkja ákvörðun forseta
Íslands um að veita ekki aðgang
að bréfum, sem forsetaskrifstofan
afhenti Rannsóknarnefnd Alþing-
is. Fréttablaðið óskaði eftir afritum
þeirra sautján bréfa sem forseta-
skrifstofan afhenti Rannsóknar-
nefndinni en fékk synjun. Forseta-
embættið vísaði til þess að vegna
almannahagsmuna mætti undan-
þiggja bréfin upplýsingarétti þar
til þrjátíu ár væru liðin frá ritun
þeirra.
Fréttablaðið bar synjun forseta-
skrifstofunnar undir forsætisráðu-
neytið á þeim forsendum að sam-
kvæmt 11. grein stjórnarskrárinnar
sé forseti Íslands ábyrgðarlaus á
stjórnarathöfnum. Því hafi synjunin
verið á ábyrgð forsætisráðherra.
Í bréfi sem Fréttablaðinu barst í
gær og er undirritað af Ragnhildi
Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra
og Ágústi Geir Ágústssyni segir
að ýmis verkefni forseta Íslands
lúti ekki meðferð þess valds sem
honum sé veitt í stjórnarskránni og
ráðherrum sé falið að framkvæma
á eigin ábyrgð. „Falla þar t.d. undir
ýmis formleg og óformleg sam-
skipti forseta Íslands við innlenda
og erlenda aðila.“ Segist ráðuneyt-
ið telja ljóst að bréfaskipti forsetans
séu meðal þeirra verkefna. Það sé
því ekki á valdi forsætisráðherra að
hnekkja ákvörðun skrifstofu forset-
ans. Ráðuneytið bendir á að heim-
ilt sé að bera synjun forsetaskrif-
stofunnar undir úrskurðarnefnd
um upplýsingamál, en Fréttablaðið
sendi málið til meðferðar hjá nefnd-
inni hinn 12. október. - pg
Forsætisráðuneytið vísar frá sér ákvörðun um að afhenda bréf forseta Íslands:
Tengist ekki framkvæmd
valds forseta Íslands
RANNSÓKN. Páll Hreinsson, formaður rannsókn-
arnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands
bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upp-
lýsingum um og afritum af bréfaskrifum for-
setans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða
fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008.
Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti
þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann
bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit
af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors
Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú
bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu
1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína,
og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til
Alexanders krónprins og Katrínar krónprins-
essu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvan-
ov, forseta Búlgaríu.Í svari forsetaembættisins til Páls Hreins-
sonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf,
auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin
óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins
í einu tilviki hefur forseti
skrifað bréf gagngert til
stuðnings íslensku fjár-málafyrirtæki, en það er bréf til forseta
Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða
starfsemi Creditinfo Group í landinu,“ segir í
svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan
segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé
vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu
landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði
önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkom-
andi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að
bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt
það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra
að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á
Íslandi.“
Í svari forsetaembættisins til rannsóknar-
nefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent
meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til
erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðal-
lega til stuðnings framboði Íslands til setu í
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Listi yfir bréfin sautján sem forsetaembætt-
ið lét rannsóknarnefndinni í té er birtur hér til
hliðar.
Forsetaembættið afhenti á föstudag blaða-
manni afrit af bréfaskiptum embættisins við
rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað
um afhendingu.
peturg@frettabladid.is
AÐU!KUR 9. OKTÓBER
ný Ósk Aradóttir formaður Ungra ungliðahreyfing-rinnar, á lands-þingi um helg-ina. Dagný er meistara-nemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún var formaður túdentaráðs kólans 2007 til 008.
Í stjórn-álaályktun agið vilji að markmið um aust sam-a náttúru. og félags-þegar
r er varða knar. Þing-rópusam-u evru
agslífs.
- kóp
Aradóttir Pind:aður ung-eyfingar
rn-
ji
num
lán.
æk-
ðal-
aði
-
d
a
rinn:
ret-
Rannsóknarnefnd Alþingis hefur fengið eftirfar-
andi sautján bréf afhent frá forsetaembættinu.
Nefndin óskaði sérstaklega eftir fjórum fyrst-
töldu bréfunum.
Hin þrettán eru þau sem forsetaembættið sendi
nefndinni sem svar við bréfi þar sem óskað var
eftir afritum af bréfum forsetans til erlendra aðila
vegna erlendrar starfsemi íslenskra fjármála-
stofnana:
■ Til Jiang Zemin forseta Kína, dagsett 14. ágúst
l998.
■ Til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11.
júlí, 2002.■ Til Alexanders krónprins og Katrínar krónprins-
essu í Serbíu, dagsett 10. janúar 2005.
■ Til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, dagsett
29. september 2005.■ Til Williams Jefferson Clinton, fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna, dagsett, 21.10. 2004.
■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 20.07.
2005.
■ Til Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmanns
frá Alaska, dagsett 28.11. 2005.
■ Til Nursultan A. Nazarbayev, forsta Kasakstans,
dagsett 12.01. 2006.■ Til Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkj-
anna, dagsett 08.01. 2007.
■ Til Shri Palaniappan Chidambaram, fjármála-
ráðherra Indlands, dagsett 22.06. 2007.
■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 01.08. 2007.
■ Til Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, dagsett
01.08. 2007.■ Til Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katan,
dagsett 04.02. 2008.■ Til Mani Shankar Ayiar, ráðherra íþrótta- og
æskulýðsmála á Indlandi, dagsett 18.02. 2008.
■ Til Mohammed Bin Zayed Al Nahyan, krón-
prins Abu Dhabi, dagsett 23.04. 2008.
■ Til Leon Black, forstjóra Apollo, dagsett 04.05.
2008.
■ Til Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katar,
dagsett 22.05. 2008.
BRÉFIN SAUTJÁN
ákvæð vilyrði hafa fengist frá
mörgum íslenskum kröfuhöfum,
þótt formlegar samþykktir liggi
ekki fyrir. Sjóðurinn hefur fengið erlenda
lögmannsstofu og ráðgjafa til að
afla samþykkis erlendu kröfuhaf-
anna.
- afb
gt fyrir
a þetta óklárað; okkur,
i ð fjármálaráð-
ra Rússa um lán og sagðist
eiga von á yfirlýsingu þeirra í
dag.
- kóp
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur hittir
hollenskan starfsbróður sinn í dag en
í gær átti hann fund með breska fjár-
málaráðherranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ólafur skrifaði erlendum
forsetum bréf um bankana
Rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir afritum af bréfi forseta Íslands til Björgólfs Thors Björgólfssonar og
forseta Búlgaríu og Kína. Clinton, Gore, Hu Jintao og Jiang Zemin eru meðal þeirra sem forsetinn skrifaði.
VEÐURSPÁ
Soffía
BRÉFASKIPTI Rannsóknarnefnd
Alþingis óskaði eftir upplýsing-
um um bréfaskriftir forsetans í
þágu banka og fjármálastofn-
ana 11. ágúst. Hinn 27. ágúst svaraði forsetaembættið nefndinni og lét í té afrit af 17 bréfum. Fréttablaðið hefur fengið afrit af bréfa-skiptum rannsókn-arnefndarinnar og forsetans; bréfin sautján sem um ræðir hafa hins vegar ekki verið gerð opinber.
BRÉF Rannsóknarnefnd Alþingis ósk-
aði eftir bréfum sem forsetinn hefði
skrifað til stuðnings fjármálastofnun-
um eða forsvarsmönnum þeirra og
fékk sautján bréf til rannsóknar.
Ætlar þú á Airwaves?
Já 3%
Nei 97%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu farin(n) að huga að
jólunum?
Segðu skoðun þína á visir.is.
Séra Gunnar getur
ekki hunsað biskup
Biskup taldi sér skylt að leysa ágreininginn í Selfosssókn með því að flytja séra
Gunnar Björnsson til í embætti. Gunnari er ekki stætt á að hunsa ákvörðunina.
Fullt var út úr dyrum á borgarafundi Gunnars og stuðningsmanna hans í gær.
Eftirtaldir prestar undirrita bréfið
til biskups sem skrifað er til stuðn-
ings séra Gunnari:
■ Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sér-
þjónustuprestur
■ Dalla Þórðardóttir, prófastur í
Skagafirði
■ Gísli Gunnarsson, sóknarprestur
í Glaumbæ
■ Guðmundur Þorsteinsson,
fyrrverandi dómprófastur
■ Gunnar Sigurjónsson, sóknar-
prestur í Digraneskirkju
■ Jón Ragnarsson, sóknarprestur í
Hveragerði
■ Valgeir Ástráðsson, sóknarprest-
ur í Seljakirkju
■ Vigfús Þór Árnason, sóknar-
prestur í Grafarvogskirkju
■ Þórir Stephensen, fyrrverandi
dómkirkjuprestur
STUÐNINGSMENN
SÉRA GUNNARS
SÉRA GUNNAR BJÖRNSSON
Er verulega ósáttur við ákvörðun
biskups.
DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur
sýknað fyrrverandi starfsmenn
fréttaskýringarþáttarins Kompáss
af skaðabótakröfu Benjamíns Þórs
Þorgrímssonar, sem Kompás festi
á filmu á laun þegar hann veittist
að Ragnari Magnússyni veitinga-
manni.
Benjamín taldi Kompásmenn
hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs
síns með því að sýna myndskeiðið
í sjónvarpi og höfðaði mál á hend-
ur þeim Jóhannesi Kr. Kristjáns-
syni og Kristni Hrafnssyni, auk
365 miðla og forstjóranum Ara
Edwald. Benjamín krafðist tíu
milljóna í bætur.
„Þótt aðalefni myndskeiðs-
ins og umfjöllunar stefndu hafi
verið hinar ólögmætu starfsað-
ferðir stefnanda, verður að telja
að birting myndar af honum hafi,
eins og hér háttaði til, ekki falið
í sér brot gegn rétti stefnanda til
eigin myndar,“ segir í dómnum.
„Að áliti dómsins hafði almenn-
ingur augljósa hagsmuni af því að
þekkja stefnanda og starfsaðferð-
ir hans, og mun meiri en stefnandi
af því að upptakan yrði ekki birt.
Jafnframt er það álit dómsins að
umfjöllun stefndu um stefnanda
hafi í umrætt sinn bæði verið mál-
efnaleg og byggð á staðreyndum.“
Benjamín er dæmdur til að
greiða hverjum hinna stefndu
170 þúsund krónur í málskostnað.
Dómnum verður áfrýjað, að sögn
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lög-
manns Benjamíns. - sh
Benjamín Þór Þorgrímsson tapar skaðabótamáli vegna Kompássþáttar:
Blaðamenn Kompáss sýknaðir
ÚR ÞÆTTINUM Dómurinn kemst
að þeirri niðurstöðu að hagsmunir
almennings af því að sjá Benjamín og
starfsaðferðir hans hafi vegið þyngra en
friðhelgi einkalífs hans. MYND/STÖÐ 2
ÍSRAEL, AP Mannréttindaráð Sam-
einuðu þjóðanna ákvað í gær
að skýrsla um mannréttinda-
brot Ísraela og Palestínumanna í
þriggja vikna stríði á Gasaströnd
um síðustu áramót verði send
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
til umfjöllunar. Bæði Ísraelar og
Palestínumenn hafa gagnrýnt
skýrsluna, en þar er því haldið
fram að mannréttindabrot hafi
verið framin á báða bóga.
Ísraelar hafa verið andvígir því
að ráðið fjalli um skýrsluna, en
Palestínumenn hafa verið tvístíg-
andi. Talsmaður Palestínustjórn-
ar, fagnaði því í gær að skýrslan
fari fyrir Öryggisráðið. - gb
Mannréttindaráð SÞ:
Gasaskýrslan til
Öryggisráðsins
KJÖRKASSINN