Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 64
36 17. október 2009 LAUGARDAGUR F rábært eða frábært heitir flunkuný plata frá tríóinu Sykur. Hljómplötuútgáf- an Record records gefur út. Hið sykursæta Sykur- tríó er skipað Stefáni Finn- bogasyni og tveimur Eldjárnum, þeim Halldóri og Kristjáni. Þetta er partí tónlist, sem þykist ekki vera neitt annað, hljóðgervla-knúin og stælleg. Á plötunni eru bæði ósungin lög og sung- in. Eitt syngja strákarnir sjálfir, en þeir segjast vera svo slappir söngvar- ar að þeir fá annað fólk til að syngja. Á nýju plötunni þenja Rakel Mjöll Leifs- dóttir úr Útidúr, Katrín Mogensen úr Mammút og Erpur Eyvindarson radd- böndin. Strákarnir mæta allir í viðtal. Kristján, sem er tvítugur og „langelst- ur“, kemur fyrstur. Einhvern veginn kemur upp úr dúrnum að hann hefur ekki hugmynd um hver Bjartmar Guð- laugsson er. Ég finn hvað ég er aldur- hniginn og finnst að ég sé vanhæfur til að taka þetta viðtal vegna elli. Svo detta hinir tveir í hús, Stefán, sem er sautján ára og Halldór sem er átján. Þeir hafa heldur enga hugmynd um hver Bjartmar er. Halldór: „Bjartmar? Ég hef reyndar heyrt þetta …“ Kristján: „Erpur var að tala um hann um daginn. Bjartmar er gaurinn þarna sem samdi fullt af lögum sem allir vita hver eru.“ H: „Já, alveg rétt, alveg rétt.“ Er ekkert mál að koma ykkur inn á skemmtistaðina framhjá dyravörðun- um þegar þið eruð að spila? Stefán: „Jú, við ættum eiginlega að búa til lista yfir alla dyraverðina sem hafa verið leiðinlegir við okkur. Doddi, Palli, Siggi …“ H: „Nei, nei, það er ekkert mál að kom- ast inn þegar við erum að spila. Við segjumst bara vera að spila og þeir hleypa okkur inn.“ K: „Þetta varðar samt ef til vill við barnaverndarlög. En ég held samt að það séu undanþágur frá barnaverndar- lögum ef maður er að spila.“ H: „Við erum með plagg.“ Kómísk áhrif frá Randver Árið 2007, þegar Sykur var að slíta barnsskónum, barðist Halldór ákaft fyrir því að Randver yrði tekinn aftur inn í Spaugstofuna. Hvað klikkaði? H: „Það tók nú reyndar enginn eftir þessu baráttumáli nema blaðamenn og Stebbi Fr. Hann bloggaði langar færsl- ur um þetta.“ K: „Jú víst, þetta vakti víst mikla athygli. Allavega á Akureyri. Þaðan kom gott slagorð: Randver í mynd- ver.“ H: „Ég gerði allt sem ég gat. Prent- aði út undirskriftarlista og skilaði um 3.000 undirskriftum til Þórhalls, dag- skrárstjóra Ríkissjónvarpsins. Boltinn liggur ennþá hjá honum. Þrjú þúsund manns er kannski ekki mikið, en það er mikið fyrir einn leikara í Spaugstof- unni.“ Heyrðist eitthvað frá Randveri? H: „Já já, hann hringdi í mig kl. sjö að laugardagsmorgni.“ S: „Við höfðum verið að taka upp alla nóttina og vöknuðum einmitt þegar síminn hringdi og þá var bara Randver í símanum.“ H: „Hann þakkaði mér kærlega fyrir og sagði að þetta hefði hlýjað sér um hjartaræturnar. Við vorum nýbyrjaðir að þróa okkur áfram í raftónlistinni og þess vegna má segja að Randver hafi haft mikil áhrif. Kómísk áhrif.“ Þjóðin skuldar sér jákvæðni Samkvæmt fréttatilkynningu er Sykur undir áhrifum frá Air, Serge Gains- bourg og Giorgio Moroder. Á meðan við biðum eftir hinum spurði ég Kristján út í þetta og hann hafði ekki hugmynd um hver Moroder er. Er þetta fölsuð frétta- tilkynning? H: „Ég skrifaði þennan lista og þetta eru mínir áhrifavaldar.“ S: „Já, þetta er nú bara brot af þeirri tónlist sem við hlustum á.“ H: „Við gefum fólki val og báðir kost- irnir eru góðir. Annaðhvort er þetta frábært eða frábært. Við viljum virkja það einlæga og jákvæða í fólki.“ K: „Á þessum síðustu og verstu.“ Finnst ykkur vera skortur á jákvæðni í íslensku samfélagi í dag? H: „Alla vega skuldar íslenska þjóðin sjálfri sér mjög mikla jákvæðni eftir Gleðibankahrunið.“ K: „Við höfum orðið fyrir miklum búsifjum. Það er orðið alveg tvöfalt dýrara að kaupa sér fimbulorgan. Fimbulorgan er það sem Egill Ólafs- son kallaði sinðesæsera. Kreppan hafði líka áhrif á okkur þegar verið var að tala um að það ætti að leggja á sykur- skatt.“ Við erum á undanþágu frá barnaverndarlögum Hljómsveitin Sykur spilar partívæna fimbulorgantónlist og strákarnir þrír í bandinu eru jafn hress- ir og músíkin. Dr. Gunni hitti þá og forvitnaðist um áhuga hljómsveitarmeðlima á Randver leikara, áhrif kreppunnar á stuðið og afleiðingar sykurskattsins. SYKURSÆTIR OG ÞEKKJA EKKI BJARTMAR Hljómsveitin Sykur frá vinstri: Kristján Eldjárn, Halldór Eldjárn og Stefán Finnbogason. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM H. „Úff, sá brandari var nú ekki fynd- inn lengi. Það voru mjög margir með hann. Komu lúmskir og sögðu við okkur: Jæja, drengir. Gengur ekki bara vel hjá ykkur núna? Og við bara: Ha? Jú jú. Þá drógu menn augað í pung og sögðu: Hva, eru menn ekki bara að græða á tá og fingri. Það er sko að koma sykurskattur. Já já já já, bless- aður!“ Er tónlistin ykkar einlæg eða grín? K: „Einlæg. Hún kemur beint frá hjart- anu. Algjörlega.“ H: „Við erum aðallega að gera þetta af því að okkur finnst þetta ógeðslega skemmtilegt. Við getum ekki haft ekk- ert að gera. Eða alla vega ekki ég. Það tekur ekki nema svona tíu prósent af tímanum að vera í skóla.“ En eruði þið ekki rosalega svartsýnir út af Icesave-skuldunum? K: „Nei, nei, Þetta reddast. Ég er bara feginn að vera ekki með einhver lán. Það borgar sig að vera ungur.“ H: „Við ættum kannski að halda styrkt- artónleika fyrir Icesave?“ K: „Vá, hvað það myndi enginn mæta.“ Það eru allir Egill Ólafsson Sykur má setja í flokk með íslensku hljómsveitunum Bloodgroup og FM Belfast. Takiði undir það? K: „Já, algjörlega. Þau í Bloodgroup eru ótrúlega flink í því sem þau eru að gera.“ S: „Og þau hafa líka hjálpað okkur mikið. Bæði með að lána okkur fimbul- organ og hlusta á okkur og gefa okkur ráð. Þau hrósa okkur líka mikið. Það er eitt af því sem heldur manni við efnið. Það er fátt skemmtilegra en að vera hrósað eftir tónleika.“ H: „Þó það sé ekki nema eitt lítið hrós frá drukknum tannlækni.“ S: „Eða frá Gumma í Stálsmiðjunni...“ K: „Já, hann!“ S: „Það er svona fimmtugur stálsmiður sem mætti á tónleika með okkur. Hann sagðist hlusta mjög mikið á tónlistar- manninn Basshunter.“ H: „Svo stóð hann alveg upp við bassa- boxið allan tímann. Hann hrósaði okkur í hástert og það bjargaði þeim tónleik- um.“ Hafiði spilað eitthvað fyrir utan Reykjavík? H: „Já á Grundarfirði. Þegar maður hefur spilað á Grundarfirði þá er þetta nú bara komið. Þá getur maður hætt á toppnum.“ K: „Við höfum spilað á flestum stöðum í bænum. Við náðum meira að segja að spila á Kafka.“ S: „Við höfum stundum fengið lúðrasveit Reykjavíkur með okkur á tónleika. Þá er þetta svona lúðrasveitarteknó.“ Fulla lúðrasveit? H: „Já, þau eru alltaf blindfull þegar þau spila með okkur!“ S: „Nei, bara hluta af henni. Kannski svona sjö. Það kemur mjög vel út.“ Þið eruð ekkert af krúttkynslóðinni, er það? H: „Oj, nei.“ K: „Við erum samt geðveikt sætir.“ H: „Við erum Sykurkynslóðin.“ H: „Krúttin skortir sjálfstraust og att- itjúd.“ Er kannski efnahagshrunið krútt- kynslóðinni að kenna vegna þess að hún hafði ekkert sjálfstraust? H: „Nei. Jón Ásgeir stofnaði ekki Sigur Rós!“ S: „Ég held einmitt ekki að ástæð- an fyrir hruninu sé skortur á sjálfs- trausti!“ Ef Sykur væri Stuðmenn hver væri þá Jakob og hver væri Valgeir? H: „Jo bobb bobb! Jo bobb bobb! Ég væri Egill Ólafsson!“ S: „Ég líka!“ K: „Ef við værum Stuðmenn þá værum við allir Egill. Það eru allir Egill Ólafs- son.“ Þið þekkið sem sé Stuðmenn en hafið ekki hugmynd um hver Bjart- mar er? H: „Bjart-mar?“ S: „Það eru ekki allir Bjartmar.“ Það er fátt skemmti- legra en að vera hrósað eftir tón- leika. Þó það sé ekki nema eitt lítið hrós frá drukknum tannlækni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.