Fréttablaðið - 19.10.2009, Síða 37
MÁNUDAGUR 19. október 2009 21
Hinir vinsælu jólatónleikar Frost-
rósa verða haldnir í desember
áttunda árið í röð. Samúel
Kristjánsson, forsvars-
maður tónleikanna, segir
að hvergi verði dregið úr
glæsileikanum í ár. „Við
stefnum að því að halda
veglegustu tónleikana
til þessa. Við erum að
gera nýja sviðsmynd
og þetta verður með
mik lum glæsi -
brag. Helstu
lögin verða með en kannski verð-
ur meira af þekktari jólalögum en
áður. Þetta verður enn þá meira
fyrir alla,“ segir hann.
Ljóst er að helstu kanón-
ur síðustu ára verða áfram
meðal flytjenda, þau Mar-
grét Eir, Garðar Thor Cort-
es, Hera Björk og Jóhann
Friðgeir. Einnig verður
Guðrún Gunnarsdóttir
í fyrsta skipti meðal
íslensku dívanna
auk þess sem
Ragnhildur
Gísladóttir
verður aftur
með eftir
þriggja
ára hlé.
Jólatónleikar Frostrósa verða í
Höllinni á Akureyri 6. desember
og í Laugardalshöll 12. desember.
Einnig fer stór hluti söngvara og
hljómsveita víðar um landið eins
og tvö síðustu ár.
Frostrósatónleikarnir eru orðn-
ir fastur liður í jólaundirbúningi
þúsunda Íslendinga, enda með
aðsóknarmestu tónleikum lands-
ins síðustu árin. Kemur því ekki á
óvart að stór safnpakki er væntan-
legur sem inniheldur allar útgáfur
Frostrósa frá upphafi, alls fimm
plötur og tvo mynddiska. - fb
Ný tvöföld tónleikaplata Tom
Waits, Glitter and Doom, kemur
út 24. nóvember. Platan var tekin
upp á samnefndri tónleikaferð
Waits sem hann fór í á síðasta
ári og heppnaðist mjög vel. Á
fyrri disknum eru lög af tíu tón-
leikum kappans en á þeim síðari
er eitt langt lag sem heitir Tom
Tales þar sem hann lætur móðan
mása eins og honum einum er
lagið. Á heimasíðu Waits er hægt
að fá átta lög af plötunni ókeyp-
is til niðurhals. Þrjú ár eru liðin
síðan síðasta plata Waits kom út,
Orphans: Brawlers, Bawlers &
Bastards.
Tom Waits á
tónleikum
TOM WAITS Ný tónleikaplata frá Tom
Waits er væntanleg 24. nóvember.
MARGRÉT EIR Margrét Eir er eina söng-
konan sem hefur verið í hópi íslensku
dívanna frá upphafi.
Tónlist ★★★
Reyndu aftur
Magnús Eiríksson ásamt hljóm-
sveitinni Buff
Gamlir
góðir
vinir
Óþarfi er að
tíunda kosti
þeirra lagasmíða Magga Eiríks sem
hér eru sett í nýjan búning. Í raun
hefði lagavalið mátt vera djarfara,
því á ferilskránni leynast margfalt
fleiri perlur en meðal „best of“-
plata er til vitnis um. Líkt og í stór-
skemmtilegu æviágripi Magnúsar
svífur laufléttur kæruleysisbragur
yfir plötunni og spilagleðin blívur.
Eins og títt er með ábreiðuplöt-
ur tekst best til þegar hendurnar
eru frjálsastar. Kunnuglegri laglínu
Gleðibankans er keyrt ofan í nýjan
hljómagang og brugðið á hálf-
gerða þjóðlagaröddun, og útkom-
an er stórskemmtileg. Ég er á leið-
inni virkar vel í suðrænum stíl og
útsetning Samferða fer langt með
að taka fyrirmyndinni fram. Annars
staðar, eins og í Gamli góði vinur
og Ó þú, er hlustendum akkur í
að höfundurinn sjálfur syngi lögin
sem hingað til hafa ómað úr börk-
um annarra, því rödd Magnúsar
býr yfir mikilli hlýju og persónu-
leika. Sönn ást (rangnefnt Hin eina
sanna ást á umslagi) og Einhvers
staðar einhvern tíma aftur skortir
heldur kraftinn, á meðan Kóngur
einn dag og Ómissandi fólk bæta
litlu sem engu við upprunalegu
útgáfurnar.
Verkefnið hentar Buffinu. Hljóð-
færaleikur er hnökralaus og aðals-
merkin, flipp og fínar raddanir, eru
notuð spar- og smekklegar. Ágætis
skemmtun.
Kjartan Guðmundsson
Niðurstaða: Frábærar lagasmíðar í
nokkuð góðum höndum.
Glæsilegustu Frostrósirnar til þessa
SAMÚEL KRISTJ-
ÁNSSON Heldur
Frostrósatónleika,
áttundu jólin í
röð.