Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 42
26 19. október 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is LÉTTIR OG FRÁBÆRIR KEPPNISHJÁLMAR F í t o n / S Í A 25% afsláttu r af eld ri M2R h jálmum M2R Prodigy cross-hjálmar HANDBOLTI Ísland vann í gær sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010 sem haldið verður í Dan- mörku og Noregi seint á næsta ári. Sigurinn var nauðsynlegur upp á möguleika Íslands að gera en lík- legast er að þessi tvö lið munu berjast um að fylgja Frakklandi, sterkasta liði riðilsins, í úrslita- keppnina. Ísland spilaði glimrandi vel í fyrri hálfleik og náði þá níu marka forystu, 19-10. En liðið náði sér alls ekki jafnvel á strik í síðari hálf- leik og gestirnir náðu að minnka muninn í þrjú mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. En þá sögðu þær íslensku stopp og kláruðu leikinn með miklum sóma. „Fyrri hálfleikurinn er sá besti sem liðið hefur spilað undir minni stjórn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Júlíus Jónasson eftir leik. „Það var frábær stemning í liðinu og þá sérstaklega í vörninni. Það var svo mikil keyrsla í hraðaupphlaupun- um og við kláruðum okkar sókn- arútfærslur mjög vel. Þar að auki fengum við góða markvörslu.“ Hann segir að hann hafi reynt að koma réttu skilaboðunum áleiðis í hálfleik. „Við vissum að þetta væri þar með ekki búið. Og þrátt fyrir allt fóru mínir leikmenn ekkert að gefa eftir í hausnum heldur lentu þær í vandræðum þegar Austur- ríki fór að verjast mun framar á vellinum. Í kjölfarið datt okkar varnarleikur niður og við misstum þar með okkar hraðaupphlaup sem var okkar sterkasta vopn.“ Hrafnhildur Skúladóttir átti stórleik eins og svo margar aðrar í íslenska landsliðinu. „Það var bara svo mikið sjokk að fá þessa framliggjandi vörn á móti okkur,“ sagði hún. „Við höfum alltaf spilað á móti liðum sem beita 6-0 varnar- leik og allur okkar undirbúningur hefur miðast við það. En það kom ekki til greina að missa leikinn algerlega úr höndunum.“ Hrafnhildur, Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir og Harpa Sif Eyjólfs- dóttir voru mjög öflugar í vörninni sem og Ásta Birna Gunnarsdóttir. Harpa lét einnig mikið til sín taka í sókninni en Ísland varð fyrir áfalli er hún fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt snemma í síðari hálfleik. En íslenska liðið átti marga góða spretti í sókninni þar sem þær Hanna G. Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir, Rut Jónsdóttir auk þeirra Önnu og Hrafnhildar voru mjög öflugar. Berglind Íris Hans- dóttir byrjaði hægt í markinu en sýndi á köflum glæsileg tilþrif og varði mörg mikilvæg skot, sérstak- lega í síðari hálfleik. Júlíus segir að þrátt fyrir allt hefði hann viljað nýta sér forskot- ið sem vannst í fyrri hálfleik og vinna stærri sigur. „Það er það eina sem er að trufla mig nú. Markatalan gæti skipt miklu máli í lok riðlakeppninnar og því hefði ég gjarnan vilja vinna 7-8 marka sigur hér,“ sagði Júlíus. „En það má ekki taka það af stelp- unum að þær hafa náð frábærum árangri með sigrinum í dag.“ eirikur@frettabladid.is Stórmótsvonin lifir enn Ísland vann í gær góðan fjögurra marka sigur á Austurríki, 29-25, í undan- keppni EM 2010 í handbolta. Mestu munaði um glæsilegan fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu sem á enn góðan möguleika á að komast á sitt fyrsta stórmót. SLOPPIN Í GEGN Karen Knútsdóttir í leiknum í gær Hún skoraði alls þrjú mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍSLAND - AUSTURRÍKI 29-25 Mörk Íslands (skot): Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6 (9), Hrafnhildur Skúladóttir 5/1 (8/1), Hanna G. Stefánsdóttir 5/1 (9/1), Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 4 (6), Rut Jónsdóttir 3 (3), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1), Stella Sigurðardóttir 1 (3), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (5). Varin skot: Berglind Hansdóttir 13/1 (37/4, 35%), Íris Björk Símonardóttir 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 10 (Hanna G. 3, Hrafnhildur 2, Anna Úrsúla 2, Karen 1, Harpa Sif 1, Ásta Birna 1). Fiskuð víti: 2 (Anna Úrsúla 2). Utan vallar: 8 mínútur. Haukar komust um helgina áfram í 3. umferð EHF-bikarkeppni karla með ótrúlegum og glæsilegum átta marka sigri á pólska liðinu Wisla Plock, 29-21. Fyrri leik liðanna lauk með tveggja marka sigri Pólverjanna ytra og Haukar unnu því samanlagðan sex marka sigur. En úrslit leiksins gefa engan veginn rétta mynd af honum. Haukar héldu Pólverjunum í aðeins tíu mörk- um í fyrstu 45 mínútum leiksins og náðu mest þrettán marka forystu, 24-11. Það var ekki fyrr en á síðasta stundarfjórðungnum að gestirnir náðu að laga stöðuna enda Haukarnir löngu „hættir“. „Við spiluðum af þeim krafti sem ég býst við af liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leik. „Þetta sýnir að við getum spilað svona vel en því miður virðist það landlægt á Íslandi að liðum gengur ekki vel í deildinni á meðan þau eru að taka þátt í Evrópukeppninni,“ bætti hann við í léttum dúr en Haukarnir hafa verið allt annað en sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deild karla. „Ég var ánægður með hversu sterka framliggjandi vörn við vorum að spila. Birkir varði líka vel í markinu. Svo var það líka þessi kraftur og áræðni í liðinu í sókninni. Hraðaupphlaupin voru sterk, þeir Sigurbergur og Björgvin voru frábærir og Freyr barðist eins og ljón allan leikinn. Gunnar Berg bætti þvílíkri orku í varnarleikinn og Elías Már og fleiri komu mjög sterkir inn.“ Það skal þó tekið fram að marga sterka leikmenn vantaði í lið Wisla, svo sem hinn danska Lars Möller Madsen. „Vissulega verða þeir fyrir skakkaföllum en það verður þó ekki tekið af okkur að við spiluðum vel. Nú erum við komnir áfram í næstu umferð en við ætlum okkur að taka þessu öllu með ró og spekt. Við erum fyrst og fremst í Evrópukeppninni til að bæta okkr sem lið, gefa ungu mönnum reynslu og fá krydd í tilveruna.“ Mikið hefur verið lagt í lið Wisla Plock og voru þó nokkrir leikmenn frá Norðurlöndunum keyptir til liðsins og var danskur þjálfari ráðinn til að ná því besta úr þeim. HANDKNATTLEIKSLIÐ HAUKA: VANN STÓRGLÆSILEGAN SIGUR Á WISLA PLOCK Í EHF-BIKARKEPPNINNI: Haukar skutu peningalið frá Póllandi í bólakaf > Dómarahneyksli í Slóveníu Framarar voru allt annað en ánægðir með frammstöðu dómaranna í leik sínum gegn Tatran Presov í Slóveníu um helgina. Liðin áttust við í 2. umferð EHF-bikarkeppn- innar og unnu Slóvenar öruggan samanlagðan sigur eftir risasigur í gær, 38-17. Í umfjöllun um leikinn sem birtist á heimasíðu Fram í gær var frammistaða dómaranna sögð afar slæm. Leikmenn Fram fengu þrjú rauð spjöld í leiknum og tíu brottvísanir en að sama skapi hafi leikmönnum slóvenska liðsins lítið verið refsað fyrir grófa framkomu. „Enginn maður dæmir svona nema hafa fengið miklar fúlgur fjár fyrir,“ segir á heimasíðu Fram. FORMÚLA 1 Bretinn Jenson Button varð í gær heimsmeistari í For- múlu 1-kappakstri er hann varð í fimmta sæti í brasilíska kapp- akstrinum. Það dugði honum til sigurs í stigakeppni ökuþóra þó svo að einu móti sé ólokið. Mark Webber sigraði í gær, Robert Kubica varð annar og Lewis Hamilton þriðji. Tveir áttu enn möguleika á að skáka Butt- on – Sebastian Vettell varð fjórði en félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, áttundi eftir að hafa lent í vandræðum í blálok keppninnar. Button var fjórtándi á ráslínu og sýndi hvað í honum bjó með því að vinna sig upp í fimmta sætið. „Mér fannst það vera svo sannarlega þess virði að verða heimsmeistari eftir þessa keppni. Svona á að gera þetta,“ sagði sig- urreifur Button. „Jenson átti þetta skilið en hann vann þennan titil á fyrri hluta mótsins. Ég átti seinni hluta tímabilsins og gaf allt mitt í þetta. En ég samgleðst Jenson enda góður vinur og verðugur meistari,“ sagði Barrichello. Brawn GP varð meistari bíla- smíða og því um draumaár að ræða hjá liðinu á sínu fysta keppnisári í Formúlunni. - esá Formúlu 1-mótaröðin: Button meistari TITLINUM FAGNAÐ Button í miðjum fagnaðarlátunum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI KR hefur titilvörnina vel í Iceland Express deild karla í körfubolta en í gærkvöld vann liðið nokkuð öruggan 82-73 sigur á ÍR í DHL höllinni. KR byrjaði betur og hafði yfir 19-12 eftir fyrsta leikhluta og 35- 31 í hálfleik. ÍR byrjaði betur í þriðja leikhlutanum og náði að komast yfir á kafla en KR-ingar tóku góða rispu í lok leikhlutans sem liðið lét aldrei af hendi í þeim fjórða. Lokatölur 82-73. Sóknarleikur beggja liða var lengstum frekar stirður en mun- urinn lá fyrst og fremst í fráköst- unum þar sem KR hirti sextán sóknarfráköst gegn aðeins fjórum hjá ÍR. „Vörnin kláraði þetta hjá okkur. Við höfum engar áhyggj- ur af sókninni – hún kemur,“ sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. Fannar Ólafsson, Brynjar Björnsson, Semaj Inge og Finnur Magnússon áttu ágætan leik hjá KR en Tommy Johnson var langt frá sínu besta. Nemanja Sovic var atkvæðamestur hjá ÍR sem hefur tapað tveimur fyrstu leikj- um sínum í deildinni. Sveinbjörn Claessen meiddist á hné í lok leiks- ins og var borinn af velli. - bb KR taplaust eftir fyrstu tvær umferðirnar í körfunni: Fráköstin skópu sigurinn EHF-bikarkeppnin Haukar - Wisla Plock 29-21 Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/3 (11/3), Björgvin Hólmgeirsson 7 (14), Elías Már Halldórsson 5 (8), Freyr Brynjarsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (6), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Stefán Sigurmannsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson (1), Pétur Pálsson (2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11 (22, 50%), Aron Rafn Edvardsson 1 (11/2, 9%). Hraðaupphlaup: 6 (Elías Már 2, Freyr 1, Sigur- bergur 1, Gunnar Berg 1, Guðmundur Árni 1). Fiskuð víti: 3 (Pétur 1, Freyr 1, Elías Már 1). Utan vallar: 10 mínútur. Haukar unnu samanlagt, 57-51 Tatran Presov - Fram 38-17 Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 5, Andri Berg Haraldsson 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Halldór Jóhann Sigfússon 2, Björn Guðmundsson 2, Magnús Stefánsson 2, Einar Rafn Eiðsson 1. Fram - Tatran Presov 23-27 Mörk Fram: Einar Rafn Eiðsson 8, Andri Berg Haraldssson 5, Halldór Jóhann Sigfússon 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Magnús Stefánsson 2, Arnar Birkir Hálfdánarson 1. Tatran Presov vann samanlagt, 65-40 Iceland Express deild karla Hamar - FSu 111-74 Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 51, Svavar Pálsson 18, Andre Dabney 9, Oddur Ólafsson 8, Hjalti Þorsteinsson 7, Bjarni Lárusson 6, Ragnar Nathanaelsson 4, Viðar Örn Hafsteinsson 3, Páll Helgason 3, Stefán Halldórsson 2. Stig FSu: Christopher Caird 24, Ari Gylfason 15, Dominic Baker 11, Alexander Stewart 9, Jake Wyatt 7, Hilmar Guðjónsson 3, Sæmundur Valdi- marsson 3, Orri Jónsson 2. Njarðvík - Tindastóll 108-81 Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 36, Páll Kristinsson 15, Kristján Sigurðsson 11, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Rúnar Ingi Erlingsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 9, Friðrik Stefánsson 6, Elías Kristjánsson 5, Grétar Garðarsson 3, Friðrik Óskarsson 3. Stig Tindastóls: Svavar Atli Birgisson 19, Michael Giovacchini 16, Friðrik Hreinsson 13, Axel Kárason 11, Helgi Rafn Viggósson 7, Einar Bjarni Einarsson 5, Halldór Halldórsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Pálmi Geir Jónsson 2, Sveinbjörn Skúlason 2. KR - ÍR 82-73 Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4. Iceland Express d. kvenna KR - Haukar 67-55 Keflavík - Grindavík 54-67 Enska úrvalsdeildin Blackburn - Burnley 3-2 0-1 Robbie Blake (4.), 1-1 David Dunn (8.), 2-1 Franco Di Santo (20.), 3-1 Pascal Chimbonda (42.), 3-2 Chris Eagles (91.). Wigan - Manchester City 1-1 1-0 Charles N‘Zogbia (45.), 1-0 Charles N‘Zogbia (45.), 1-1 Martin Petrov (46.) Arsenal - Birmingham 3-1 1-0 Robin van Persie (15.), 2-0 Abou Diaby (17.), 2-1 Lee Bowyer (37.), 3-1 Andrei Arshavin (84.). Aston Villa - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (14.), 0-1 Didier Drogba (14.), 1-1 Richard Dunne (31.), 2-1 James Collins (51.). Everton - Wolves 1-1 0-1 Kevin Doyle (75.), 1-1 Diniyar Bilyaletdinov (87.). Manchester United - Bolton 2-1 2-0 Antonio Valencia (32.), 2-1 Matthew Taylor (74.). Portsmouth - Tottenham 1-2 0-1 Ledley King (28.), 0-2 Jermain Defoe (44.), 1-2 Kevin Boateng (58.). Stoke - West Ham 2-1 1-0 James Beattie (10.), 2-1 James Beattie (69.). Sunderland - Liverpool 1-0 1-0 Darren Bent (4.) ÚRSLIT SEMAJ INGE Skoraði nítján stig fyrir KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.