Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 2
2 24. október 2009 LAUGARDAGUR GRÆNLAND Þrettán fyrirtæki hafa staðist kröfur þær sem heimastjórn Grænlands gerir vegna fyrirhug- aðrar olíuleitar undan ströndum landsins. Danska viðskiptablaðið Børsen segir í umfjöllun sinni um málið í gær að áhugi fyrirtækja á olíuleitinni hafi reynst mun meiri en heimamenn hafi búist við. Hinn 1. maí á næsta ári segir Børsen að heimastjórn Græn- lands ákveði tilhögun olíu- og gas- leitar við Grænland til fjölda ára. Blaðið segir að Grænland kunni að verða „næsta Mekka“ olíu- og gasiðnaðarins. „Áhuginn hefur verið gríðarlega mikill,“ hefur Børsen eftir Jørn Skov Nielsen, forstjóra Råstof- direktoratet sem sinnir málefn- um málm- og olíuiðnaðar á Græn- landi og heyrir undir heimastjórn Grænlands. Hann segir að þrettán olíufyrirtæki hafi staðist kröfur heimastjórnarinnar í forvali fyrir olíuleit um síðustu mánaðamót, mun fleiri en hann hefði þorað að vona. Fyrsta kastið verður boðin út leit og vinnsla á fjórtán gríðar- stórum svæðum úti af vestur- strönd Grænlands, á svonefndu Baffin-flóasvæði. Árið 2012 hefst svo næsta umferð leitarinnar, með útboði verkefna í hafinu austan við Grænland. Jørn Skov Nielsen segir vænting- ar um að á svæðinu sé að finna olíu og gas sem samsvari átján millj- örðum tunna. „Vinnsla á svæðinu er erfið, en getur borgað sig,“ er eftir honum haft. - óká VIÐSKIPTI Nýherji tapaði tæpri 121 milljón króna á þriðja ársfjórð- ungi. Þetta er mun betri afkoma afkoma en í fyrra þegar tapið nam 261,8 milljónum. Tapið síð- astliðna níu mánuði nemur 178 milljónum króna miðað við 498,5 milljón- ir á sama tíma í fyrra. Rekstrar- hagnaður fyrir skatta og gjöld nú nam rúmum 107 milljónum króna. Hagnaður hefur ekki sést í bókum félagsins á árinu. Haft er eftir Þórði Sverrissyni, forstjóra Nýherja, í tilkynningu að hagræðing hafi skilað sér nú auk betri sölu á hugbúnaði og lausnum á fjórðungnum en fyrr á árinu. Vísbendingar séu um betri tíð. Þá hafi stjórn félagsins ákveðið að undirbúa hlutafjár- aukningu. - jab Ekki bíða! Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður audur.is Séreignarsparnaði þínum er örugglega vel varið hjá Auði. Hafðu samband í síma 585 6500 og leyfðu okkur að segja þér hvers vegna. Opinn kynningarfundur mánudaginn 26. okt. kl. 17:15, Borgartúni 29, 3. hæð STJÓRNSÝSLA Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri tilkynnti samstarfs- fólki sínu í menntamálaráðuneytinu í gær að hann hefði óskað eftir því að láta af störfum. Afsögnin kemur í kjölfar þess að fjölmiðlar hafa fjallað um rannsókn sér- staks saksókn- ara á meintum innherjasvikum hans. Í bréfi sem Baldur sendi starfsfólki ráðu- neytisins segir að umfjöllunin hafi „truflandi áhrif“ á hans daglegu störf, og sé auk þess til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á starf og trúverðugleika ráðuneyt- isins. Segist hann gjarnan vilja að ráðuneytið og starfsfólk þess geti ótruflað af sínum völdum gengið til sinna krefjandi starfa. Hann hafi því að eigin frumkvæði óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra vildi lítið tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. „Ég held að fréttatilkynningin frá okkur skýri þetta í raun og veru alveg. Þetta snýst um trúverðugleika ráðuneyt- isins og að skapa vinnufrið,“ segir hún. Aðspurð vill hún ekki tjá sig um það hvort þrýst hafi verið á Baldur að hætta. Baldur seldi hlutabréf sín í Lands- bankanum í september í fyrra, fáeinum dögum áður en þau urðu verðlaus við bankahrunið. Bald- ur fékk á annað hundrað milljónir fyrir hlut sinn. Skömmu áður hafði Baldur setið fund með Alistair Darling, fjár- málaráðherra Bretlands, auk við- skiptaráðherra Íslands og öðrum embættismönnum, þar sem meðal annars var rætt um það hvort ekki þyrfti að koma Icesave sem fyrst í íslenska lögsögu áður en bankakerfið hryndi. Þá sat Baldur í samráðshópi Seðlabankans um viðbúnað stjórn- valda vegna hugsanlegra erfið- leika á fjármálamarkaði. Hópnum var í febrúar í fyrra kynnt skýrsla fjármálastöðugleikasérfræðingins Andrews Gracie. Um þá skýrslu ræddi Davíð Oddsson í Kastljóss- viðtali í febrúar síðastliðnum og sagði að gert hefði verið ráð fyrir að bankakerfið færi á hausinn í október. Fjármálaeftirlitið hóf athugun á máli Baldurs í fyrrahaust en lét hana svo niður falla í maí. Skömmu síðar bárust FME nýjar upplýsing- ar í málinu, sem urðu til þess að því var vísað til sérstaks saksókn- ara. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Baldur þar ekki réttarstöðu grunaðs manns. Baldur hefur alla tíð neitað að hafa búið yfir innherjaupplýsing- um þegar hann seldi bréfin. stigur@frettabladid.is Baldur segir af sér í skugga rannsóknar Baldur Guðlaugsson hefur óskað eftir að hætta sem ráðuneytisstjóri. Umræða um lögreglurannsókn á máli hans hafi haft truflandi áhrif á störf hans og rýrt trúverðugleika ráðuneytisins. Ráðherra svarar því ekki hvort þrýst var á Baldur. HÆTTIR UM MÁNAÐAMÓT Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það skoðun þingmanna stjórnarflokkanna að Baldri væri ekki sætt í embætti úr því að hann sætti lögreglurannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR MATVÆLAIÐNAÐUR Kjötvara fyrir allt að 1.250 milljónir eyðileggst áður en hún kemst í hendur neyt- enda á Íslandi. Þetta sýnir nýtt verkefni sem greinir rýrnun mat- væla og þá sóun sem af henni hlýst. Á Íslandi er árleg velta í kjöt- iðnaði áætluð tuttugu til 25 millj- arðar króna. Talið er að þar af tapist fimm prósent vegna rýrnunar. Nýjar aðferðir við geymslu kjötvöru og við birgðahald eru taldar geta sparað kjötiðnaðar- fyrirtækjum stórar upphæðir. - shá Kjötiðnaður á Íslandi: Kjöt eyðileggst fyrir milljarð ÚRVAL Kjöt í tonnavís eyðileggst áður en það kemst í hendur neytenda. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LÖGREGLUMÁL Einum af Íslend- ingunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í tengslum við mansalsmálið umfangsmikla verður sleppt úr haldi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudag en þeir kærðu allir úrskurðinn til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti síðan úrskurð yfir tveimur mannanna í gær en felldi úr gildi úrskurðinn yfir þeim þriðja. Fimm Litháar hafa einnig verið dæmdir í gæsluvarðhald vegna málsins. Mansalsmálið í Hæstarétti: Einum sleppt úr gæsluvarðhaldi DÓMSMÁL Karlmaður í Reykjavík hefur verið dæmdur í átta mán- aða fangelsi eftir að lögreglan fann fíkniefnakokkteil heima hjá honum. Maðurinn var með 142 grömm af amfetamíni, 16,9 grömm af hassi, eina kannabisplöntu, 2,52 grömm af kókaíni og 0,39 grömm af maríjúana, sem hann framvísaði og lögreglumenn fundu við leit. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hafði áður gerst hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Hann rauf skil- orð með brotinu nú. - jss Átta mánaða fangelsi: Dæmdur fyrir fíkniefnaeign ÞÓRÐUR SVERRISSON Dregur úr tapi Nýherja: Vísbendingar um betri tíð Áætlanir um umfangsmikla olíuleit undan ströndum Grænlands næsta vor: Þrettán fyrirtæki leita að olíu ILULISSAT Á GRÆNLANDI Fyrsta umferð olíuleitar á Grænlandi næsta vor verður undan vesturströnd landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGSMÁL Íslenskum skip- um verður heimilt að veiða 215 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld og 87 þúsund tonn af kolmunna á næsta ári. Þetta er samkvæmt samkomulagi strandríkja um veiði úr stofnunum sem var undirritað í vikunni í London. Niðurstaða strandríkjanna er í fullu samræmi við vísindaráð- gjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) og þá langtíma stjórnunar- áætlun sem sett hefur verið fram. Samkomulagið felur í sér að afla- mark í norsk-íslenskri síld verður tæplega 1,5 milljónir tonna og 540 þúsund tonn af kolmunna. Staða norsk-íslensku síldarinnar er góð og stofninn hefur verið nýtt- ur á sjálfbæran hátt undanfarin ár. Í ljósi þess að árgangar undanfar- inna fjögurra ára hafa verið minni en á tímabilinu 1998 til 2004 lagði ICES til 9,7 prósenta niðurskurð milli ára og var því fylgt. Staða kolmunnastofnsins er einnig talin viðunandi þó að nýir árgangar séu töluvert minni nú en undanfarin ár. - shá Strandríkjasamningar um síld- og kolmunnaveiðar undirritaðir í London: Ísland fær 300 þúsund tonn SÍLDIN UNNIN Veiði og vinnsla úr síldar- og kolmunnastofnunum skilar milljörðum til þjóðarbúsins á ári hverju. MYND/HÁKON Margrét, er börnum best að bankar hrapi? „Jú, því margur verður af aurum api!“ Ný skýrsla gefur til kynna að börnum líði betur í kreppunni en þeim leið í góðærinu, enda gefi foreldrar sér nú meiri tíma til að sinna þeim. Margrét Lilja Guðmundsdóttir er annar höfunda skýrslunnar. BRETLAND Þrír menn voru hand- teknir í Wales í gær grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Tveir mannanna eru 24 ára gamlir en sá þriðji er 41 árs. Þeir voru í upphafi handteknir í Blackwood í Suður-Wales vegna gruns um fíkniefnamisferli en við nánari eftirgrennslan var hryðjuverka- sveit lögreglunnar kölluð til. Mennirnir þrír voru hand- teknir grunaðir um undirbúning eða hvatningu til hryðjuverka samkvæmt hryðjuverkalögunum sem voru sett árið 2000. Þrír menn handteknir í Wales: Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.