Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 14
14 24. október 2009 LAUGARDAGUR NÝSKÖPUN Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NA) fjárfesti fyrir um hálfan milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins 2009. Þar af fjárfesti sjóðurinn beint í fimm nýjum verkefnum fyrir um 300 milljónir. Niðurstöður sex mánaða upp- gjörs NA sýnir að sjóðurinn var rekinn með 76 milljóna króna hagn- aði á fyrri hluta ársins. Sjóðurinn á nú hluti í 35 sprotafyrirtækjum og þremur samlagssjóðum. Heild- areignir sjóðsins í lok júní síðast- liðinn voru 4,3 milljarðar króna. Samlagssjóðirnir sem NA á hluti í eru Brú II, Auður I og Frumtak. Þessir sjóðir fjárfesta í verkefnum sem eru komin nokkuð á veg. Stærstu hlutdeildina á NA í Frumtaki, sem í ár hefur fjárfest fyrir um 300 milljónir í fjórum verkefnum. Af fjárfestingum NA og samlagssjóðum má ráða að mikil gróska er í hugbúnaðarþróun á Íslandi. - shá IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ ÞINGIÐ SETT Þing BSRB vill að skilyrði AGS fyrir lánveitingu verði endurskoðuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Bandalag starfs- manna ríkis og bæja (BSRB) segir að kröfur Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) um jafnvægi í ríkisfjármálum á næstu þremur árum séu aðför að almannaþjón- ustunni og velferðarsamfélaginu. Ályktun þess efnis var sam- þykkt á þingi sambandsins í gær. Þingið vill að skilyrðin verði end- urskoðuð. Þá vill sambandið að tryggt verði að aukin greiðslu- byrði hins opinbera bitni ekki á grunnþjónustunni. Almanna- þjónustan sé mikilvægur hluti atvinnulífsins og skili samfélag- inu miklum arði. Því sé niður- skurður skammgóður vermir. - kóp BSRB vill endurskoðun: AGS í aðför að velferðinni Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að slá barnsmóður sína í andlitið og hrinda henni síðan í gólfið. Konan hlaut bólgu og sár í andlitið og krefst 300 þúsund króna í skaðabætur. DÓMSTÓLAR Barði barnsmóður sína UTANRÍKISMÁL Ísland er eitt 22 ríkja sem hafa greitt öll gjöld vegna aðild- ar sinnar að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) í ár. Þessar þjóðir eru 11,4 prósent allra þeirra sem eru í Sameinuðu þjóðun- um, en 192 þjóðir hafa ekki gert upp sína reikninga. Sú þjóð sem mest greiðir til SÞ, Bandaríkin, er í hópi hinna skuld- ugu. „Fjárhagsleg velferð samtak- anna er háð því að aðildarríkin, þar á meðal þau sem mest greiða, standi við skuldbindingar sínar á réttum tíma,“ segir Angela Kane, einn yfir- manna SÞ. Enn er alls ógreiddur 3,1 milljarð- ur Bandaríkjadala, þar af 2,1 í frið- argæslu, 828 milljónir í grunnrekst- ur, 63 milljónir í alþjóðadómstóla og 86 milljónir í viðhald höfuðstöðva SÞ. Af þessum liðum hafa fæstar þjóðir greitt til alþjóðadómstólanna. - kóþ Einungis 22 af 192 þjóðum hafa borgað gjöld til SÞ: Íslendingar í skilum Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti fyrir 500 milljónir: Fóstra efnileg sprotafyrirtæki ALLSHERJARÞING SÞ Í ár hafa færri lönd heimsins greitt það sem þeim ber til Sam- einuðu þjóðanna en í fyrra. Það á þó ekki við um Ísland. MYND/GVA INDÓNESÍA, AP Öflugur jarðskjálfti skók afskekkt Papúahéruð í Aust- ur-Indónesíu klukkan átta í gær- morgun. Fréttastofa AP segir skelkaða íbúa hafa flúið út undir bert loft og að nokkrar byggingar hafi gefið sig. Ekki eru þó fregnir af meiðsl- um í austurhéruðunum. Jarðskjálftinn í gær kemur í kjölfar annars enn öflugri á Vest- ur-Súmötru í síðasta mánuði, en í honum lét yfir þúsund manns lífið. Jarðskjálftinn í gær mældist 5,8 stig á Richter, en upptök hans voru nærri höfuðborg Vestur- Papúahéraðs, Manokwari. - óká Jarðskjálfti í Indónesíu: Skelkaðir íbúar flúðu húsin sín Aserbaídsjan, Austurríki, Ástralía, Filippseyjar, Finnland, Írland, Ísland, Ítalía, Kanada, Kongó, Króatía, Liechtenstein, Mónakó, Nígería, Nýja-Sjáland, Sín- gapúr, Slóvakía, Suður-Afríka, Svíþjóð, Sviss, Tadsjikistan, Þýskaland. ÞAU HAFA GREITT ÖLL GJÖLD TIL SÞ ■ Gogoyoko ehf., tónlistar- og samskiptavefur. ■ Gogogic ehf., sérhæfir sig í leikja- hönnun. ■ Auris ehf., fyrirtæki sem vinnur að þróun á nýju lyfi til útvortis notkunar gegn bráðri miðeyrabólgu hjá börnum. ■ Gagnavinnslan ehf., í gagna- vinnslu. ■ Mentis Cura ehf., þróar aðferð til greiningar heilasjúkdóma. Frumtak: ■ Trackwell hf., hugbúnaður með áherslu á fjarskipti. ■ AGR ehf., hugbúnaðarþróun í birgðabókhaldi. ■ Handpoint ehf., í þróun hugbún- aðar. ■ Andersen & Lauth, hannar, framleiðir og selur hátískufatnað á alþjóðamarkaði. FJÁRFESTINAR NA OG FRUMTAKS FÍFLDJARFUR Þessi fífldjarfi maður, sem starfar sem lögreglumaður við landamæri Indlands og Tíbet, sýndi listir sínar í tilefni þess að 48 ár eru liðin frá því að landamæralögreglunni var komið á fót. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR „Það er ánægjulegt að sjá að Fréttablaðið fellur vel í kramið hjá fólki. Stefnan hefur verið allt frá upphafi þess árið 2001 að Frétta- blaðið yrði dag- blað þjóðarinn- ar. Það takmark náðist mjög fljótt og það er ánægjulegt að blað sem ekki er orðið tíu ára gamalt skuli vera búið að ná tryggri stöðu. Við getum ekki annað en verið þakklát fyrir það,“ segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins. Í niðurstöðum nýrrar fjölmiðla- könnunar Capacent telja flestir Fréttablaðið sér að skapi. Meiri- hluti þátttakenda telur upplýs- ingar blaðsins sömuleiðis mikil- vægar, auk þess sem flestir nota blaðið þegar þeir slaka á. Könnunin nær aðeins til Frétta- blaðsins og Morg- unblaðsins og net- miði lsins mbl. is. Sambærileg könnun fyrir ári var mun umfangs- meiri og náði jafnt til netmiðla sem flestra tímarita. Kön nu n i n va r fyrst framkvæmd árið 2006 og náði þá jafnframt til sjónvarps- og útvarpsstöðva. Fréttablaðið fær flest stig í þremur liðum af sex í könnuninni nú. Í tveimur fær það jafn mörg stig og Morgunblaðið en minna í einum lið. Flestir þátttakenda telja blaðið að sínu skapi og gefa því 3,5 stig af fimm mögulegum. Það er 0,1 stigi minna en fyrir ári. Næst- flestir telja það veita þeim mikil- vægar upplýsingar og gáfu blað- inu 3,4 stig, sem er óbreytt á milli ára. Þá nota margir blaðið þegar þeir slaka á. Í þeim lið fékk blað- ið 3,1 stig, sem er 0,1 stigi minna en í fyrra. - jab Fréttablaðið höfðar til flestra Fréttablaðið skorar hátt í vinsældum í nýrri fjölmiðlakönnun Capacent. Ritstjóri blaðsins er þakklátur. Traust landsmanna á Morgunblaðinu fellur um 13,1 prósent miðað við sambærilega könnun í fyrra. JÓN KALDAL „Þetta kemur ekki á óvart. Við sjáum traust á fjölmiðla dvína víða. En það er umhugsunarvert fyrir eigendur og stjórnendur Morgunblaðsins hversu mjög traust á blaðinu hefur dalað eftir ritstjóraskiptin,“ segir Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Capacent kemur fram að traust á bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu hefur dvínað. Morgunblaðið fær 3,3 stig af fimm mögulegum og stendur það jafnfætis Fréttablaðinu í sömu könnun. Traust á Morgunblaðinu fellur um 13,1 prósent frá sambærilegri könnun fyrir ári. Traust á Fréttablaðinu sígur hins vegar aðeins um 2,9 prósent á sama tíma. Sé litið til síðastliðinna þriggja kannana á undan frá 2006 hefur traust á Morgunblaðinu hrapað um 21,4 prósent en Fréttablaðsins um 10,8 prósent. Þorbjörn segir samanburð á niðurstöðum könnunarinnar á milli ára gefa til kynna að traust almennings á fjölmiðlum hafi almennt dvínað hér á landi eftir efnahagshrunið fyrir ári. Það sama eigi við um traust til stofnana og fyrirtækja. Hins vegar sé ljóst að umdeild ritstjóraskipti hjá Morgunblaðinu eigi meiri þátt í dvínandi trausti á blaðinu en hrunið. „Það er einstakt að ritstjóri fjölmiðils er settur af og algjörlega á skjön við hefðir til áratuga hjá Morgunblaðinu,“ segir Þorbjörn og vísar til þess að ráðning Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins hafi grafið undan trausti lesenda á blaðinu. FALL MOGGANS UMHUGSUNARVERT Þátttakendur gefa einkunn á bilinu 1-5. Er miðill að mínu skapi 3,5 5 4 3 2 1 0 3,1 Netkönnun Capacent Gallup gerð dagana 30. september til 7. október. 1.300 manna úrtaksstærð. 777 svöruðu eða um 61 prósent svarhlutfall. 3,4 3,2 Er miðill sem gefur mér mikilvægar upplýsingar Það má treysta fréttaflutningi 3,3 3,3 Fréttablaðið Morgunblaðið ÞORBJÖRN BRODDASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.