Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 78
54 24. október 2009 LAUGARDAGUR
Kvikmyndir ★★★★
Zombieland
Leikstjóri: Ruben Fleischer.
Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Jesse Eisenberg.
Uppvakningagrín
Columbus telur að hann sé einn sá síðasti sem lifði af árásir uppvakninga.
Hann er sannfærður um að reglur sem hann samdi hafi haldið sér á lífi,
þangað til hann kynnist Tallahassee, sem er andstæðan við Columbus:
kjarkaður, fljótfær og fylgir engum reglum. Saman mynda þeir hið
undarlegasta teymi.
Zombieland er skrautleg blanda af gaman- og uppvakningsmynd. Slíkt
hefur áður verið gert með snilldarútkomu í Shaun of the Dead. Rétt eins og
sú mynd er Zombieland með kostulega framvindu og
viðkunnanlegar persónur. Smáatriði handritshöfunda
á borð við furðulegar reglur eða áráttu aðalpers-
ónanna er frábær. Eins rangt og það hljómar
er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með hinum
ýmsu drápsaðferðum á uppvakningum með ólíkleg-
ustu tækjum og tólum, og síðan að botna drápin með
fyndnum setningum.
Jesse Eisenberg fer á kostum í hlutverki
hins stressaða og óreynda Columbusar.
Saklaust útlit og taktar Eisenbergs gerir
það að verkum að þegar hann verður
vandræðalegur læðist að manni
hrollur yfir því hversu mikill auli hann
er. Woody Harrelson er fantagóður
sem harða týpan Tallahassee með svörin
við öllu en er í raun alveg glórulaus.
Í mörgum sams konar félagamyndum
vantar allan neista milli aðalleikarana, en
hér tekst þeim að mynda hið besta teymi.
Zombieland er bráðfyndinn óður til uppvakn-
ingamynda og það er alveg á hreinu að hörðustu
aðdáendur verða svo sannarlega ekki sviknir.
Vignir Jón Vignisson
Niðurstaða: Frábær gamanmynd með
skemmtilegum persónum og góðum leik.
Jack White, meðlimur The White
Stripes og The Dead Weather,
hélt óvæntan fyrirlestur í háskól-
anum Dublin Trinity á Írlandi
um helgina. White ávarpaði með-
limi í heimspekifélagi háskólans,
sem er eitt elsta nemendafélag
heimsins, stofnað á 18. öld. Á
meðal þekktra meðlima þess fyrr
á öldum eru skáldin Bram Stoker,
Oscar Wilde og JB Yates. White,
sem var heiðraður af félaginu,
ræddi á heimspekilegan hátt um
skoðun sína á tónlistarbransan-
um. Sagði hann að söngkonur á
borð við Britney Spears væru
hugsanlega trúrri sjálfum sér
heldur en goðsagnir á borð við
Bob Dylan og Tom Waits.
White með
fyrirlestur
JACK WHITE Rokkarinn hélt óvæntan
fyrirlestur í Dublin Trinity-háskólanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Julian Casablancas, söngvari The
Strokes, segir meðlimi Strokes
ósammála um hvort lögin á nýju
plötunni séu tilbúin eða ekki.
Casablancas sagði í viðtali við
breska fjölmiðla að hljómsveitin
væri klofin í afstöðu sinni til nýju
plötunnar, sem fylgir eftir First
Impressions of Earth, sem kom út
árið 2006.
„Sumir í hljómsveitinni telja
að lögin séu tilbúin og aðrir ekki.
Ég er á báðum áttum,“ sagði
Casablancas og bætti við að hluti
vandamálsins sé fólginn í því
að meðlimirnir búa langt frá
hver öðrum í dag. „Það er erfitt
fyrir okkur að hittast. Við erum
á víð og dreif og hittumst bara
á æfingum. Við hittumst ekki
og förum í bíó saman. Að vera í
hljómsveit er frábær leið til að
eyðileggja vináttuna.“ - afb
Strokes-liðar
ósammála
HITTAST VARLA Meðlimir Strokes fara
aldrei í bíó saman.
Brak hljómplötur gefa í dag út
fyrstu hljómplötu Caterpillarmen,
Adopt a monkey. Hljómsveitin spil-
ar þunga og þróaða rokktónlist
undir áhrifum frá gömlu progg-
rokki, liði eins og Pink Floyd,
King Crimson og Emerson, Lake &
Palmer, í bland við nýrri strauma.
Á plötunni eru sjö lög, kaflaskipt
til hins ýtrasta.
Hljómsveitin fagnar útgáfunni
með tónleikum í dag kl. 15 í versl-
uninni Havarí í Austurstræti. Á
eftir, kl. 16, treður DJ Flugvél-
ar og geimskip upp og leikur lög
af plötunni Rokk og róleg lög. Sú
plata kom út fyrr á árinu, einnig
hjá Brakinu, en útgáfan sérhæfir
sig í lítt þekktu tónlistarfólki og
plötum í litlu upplagi. - drg
Lirfumenn ættleiða apa
PROGG! Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Caterpillarmen kemur út í dag.
Synir Rúnars Júlíussonar, þeir Júlíus og Baldur,
halda merki föður síns og útgáfufélagsins
Geimsteins á lofti. Nokkrar plötur eru í pípunum.
„Núna fyrir jólin koma út minningartónleikarnir
um pabba frá því í vor, safndiskurinn Geimsteinn 33
1/3 ára og svo Ævintýrakassinn, sem eru sjö sígild
ævintýri sem pabbi gerði á sínum tíma með Gylfa
Ægissyni. Þau koma öll saman í einum pakka,“ segir
Júlíus.
Hann segir að eftir áramót sé planið að gefa út
nýjan disk með Deep Jimi, sem Þorvaldur Bjarni
„pródúserar“ og frumraun hljómsveitarinnar Lifun.
Bjartmar hefur verið að taka upp í Geimsteini og
plata með honum er í bígerð eftir áramót og þá er
líka líklegt að fyrsta sólóplatan með Erpi Eyvindar-
syni, aka Blaz Roca, detti í hús.
Á heimili Geimsteins við Skólaveg í Keflavík er
haldið úti Rokkheimum Rúnars sem er sýning á
persónulegum munum frá ferli Rúnars. „Við höfum
nú bara opið eftir samkomulagi, eins og sagt er, en
fastir opnunartímar verða auglýstir síðar, eins og til
að mynda á afmælisdegi pabba og í kringum jólin,“
segir Júlíus. - drg
Halda merki föður síns á lofti
Útgáfufagnaður var haldinn
í bókabúð Máls og menning-
ar í tilefni af fyrstu skáld-
sögu Bjarna Harðarsonar,
Svo skal dansa. Góðir gestir
samfögnuðu með Bjarna,
þar á meðal vinir hans úr
pólitíkinni.
Skáldsagan Svo skal dansa hefur
fengið mjög góðar viðtökur og
komist ofarlega á lista yfir mest
seldu bækur landsins. Bókin fjall-
ar um baráttu kvenna, er hetjusaga
hinna snauðu og ættarsaga hinna
ættlausu. Sagan hefst seint á 19.
öld í gistihúsi rétt hjá Reykjavík
og lýkur um hundrað árum síðar í
Efstasundinu og Houston Texas.
Bjarni tók á móti gestum
FRAMSÓKNARMENN Framsóknarmennirnir Höskuldur Þórhallsson og Guðni Ágústs-
son voru að sjálfsögðu mættir í útgáfuhófið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MARGRÉT OG ELÍN Margrét Hauksdóttir
og Elín Margrét Hárlaugsdóttir voru á
meðal gesta.
ÁRITUN Bjarni Harðarson áritaði nýju
bókina sína eins og góðra skálda er
siður.
BROSMILD Gunnur Vilborg Guðjóns-
dóttir og Eiríkur Benedikz voru brosmild
í hófinu.
GEIMSTEINN LIFIR! Rúnar, Baldur og Júlíus.
„ Rögnu Sigurðardóttur tekst í þessu einstaka
skáldverki að afhjúpa þær tálmyndir er
fram á síðustu tíma réðu lögum og lofum.
Hið fullkomna landslag sýnir og sannar að
Ragna Sigurðardóttir er einn besti höfundur
sinnar kynslóðar.“
F R Í ÐA B J ÖR K I N G VA R SD Ó T T I R
ún er gefin af góðum hug en Hönnu
g Steinar grunar að hún sé fölsuð.
vað gera þau ef grunurinn reynist
éttur? Saga úr viðsjárverðum heimi
ðskipta með listaverk.
HVER MÁLAÐI HINA FULL-
KOMNU LANDSLAGSMYND?