Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 24. október 2009 „Mín skoðun er að mannlíf verði sett í forgang og að bílar, steypa og stór- byggingar kaffæri ekki lífið í borg- inni,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri Borgarleikhússins, en hann hefur setið í stýrihópi skipuðum fólki úr ólíkum geirum samfélagsins. Hópurinn fór yfir styrkleika og sóknarfæri Reykjavíkur og útbjó hug- myndir um hvernig hægt væri að gera borgina fegurri og mannúðlegri. Farið verður yfir þessar hugmyndir á Hug- myndaþingi Reykjavíkur í Ráðhúsinu á sunnudag. Á Hugmyndaþinginu er ætlunin að gera íbúum borgarinnar kleift að koma að stefnu og ákvörðunum í borg- inni. Boðið verður upp á vinnustofur þar sem íbúar geta komið eigin hug- myndum um ýmis málefni á framfæri. Yfirskriftir vinnustofanna eru meðal annarra: Í hvernig borg viltu starfa?, Í hvernig borg viltu læra?, Í hvernig borg viltu eldast? Í hvernig borg viltu leika þér? Magnús Geir segist vilja kasta fram hugmyndum um hvernig megi gera borgina mennskari. Reykjavíkurborg sé höfuðborg landsins, í því felist styrkur en einnig ábyrgð. „Reykjavík er ekki bara einhver borg heldur er hún höfuðborg allra landsmanna og hefur því höfuðborgar- hlutverk, því hlutverki þarf að sinna með menningunni og ýmsu fleiru sem höfuðborgir eiga að bjóða upp á,“ segir hann og bendir á að Borgarleikhús- ið eigi til dæmis að vera leikhús allra landsmanna sem Reykvíkingar bjóði landsmönnum upp á. Magnús segir að síðustu ár hafi verið lögð áhersla á hraða uppbygg- ingu. Sem mest af byggingum hafi átt að drífa upp á sem skemmstum tíma fremur en að hlúa að því góða sem fyrir var og styrkja það. „Nú er tæki- færi til að láta hlutina þróast frem- ur en að bylta þeim á örskotsstundu,“ segir Magnús Geir sem telur að margt gott hafi tekist vel hér í borg. Í Reykja- vík séu til að mynda haldnar vinsælar hátíðir á borð við Airwaves og Menn- ingarnótt auk þess sem mörg græn svæði séu þar sem betur megi nýta í þágu landsmanna. Hugmyndaþingið hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16 á sunnudag- inn. Barnahorn verður í boði fyrir börnin og verður „þingmönnum“ boðið upp á létta hressingu. - kdk Leitað leiða til að gera Reykjavík mennskari MANNLÍFIÐ Í FORGANG Magnús Geir er einn þeirra sem sátu í stýrihópi sem leituðu sóknar- færa Reykjavíkur og leiða til að nýta þau færi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Helgadóttir Borgarbraut 65, Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 21. október. Gunnar Gauti Gunnarsson Edda Soffía Karlsdóttir Guðbjörg Lilja Gunnarsdóttir Sigurlaug Tanja Gunnarsdóttir Árni Gunnarsson, Sigríður Eva Magnúsdóttir Sólveig Gunnarsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Gauti, Daði og Birkir Árni. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, Gunnars Hvammdals Sigurðssonar veðurfræðings. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir Bill Jenkins Helga Gunnarsdóttir Val Bracey Ásta Kristín Gunnarsdóttir Oddur Björnsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, Vigdís Þorbjörnsdóttir Janger, Dídí, lést á Hjúkrunarheimilinu í Greenwich Woods fimmtu- daginn 15. október. Minningarathöfn var frá St. Catherine of Siena föstudaginn 23. október. Jarðsett verður frá Reykjavík og auglýst síðar. Þórdís Janger Smith Siv Janger Schultz og fjölskyldur. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Sigríður Helgadóttir, Dedda, Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. október kl. 13.30. Jóhann Helgason Sigríður Árnadóttir Sigrún Helgadóttir Jón Bjarnason Hólmfríður Andersdóttir Úlfar Hauksson Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Jónína Steinunn Jónsdóttir frá Ströndum í Miðfirði, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 21. október. Jón Grétar Guðmundsson Sesselja Ó. Einarsdóttir Jóhann Örn Guðmundsson Guðrún Helga Hauksdóttir Salóme Guðný Guðmundsdóttir Helgi Þór Guðmundsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur okkar, Ragnheiðar Karlsdóttur Tjarnarlundi 3f, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Bakkahlíð og Skógarhlíð fyrir góða umönnun. Karl Haraldsson Steingerður Ósk Zóphoníasdóttir Haraldur Haraldsson Sigurlaug Bára Jónasdóttir og fjölskyldur. Bróðir okkar og mágur, Þórir Dagbjartsson stýrimaður og netagerðarmaður, Bræðraborgarstíg 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. október kl. 11.00. Sigrún Dagbjartsdóttir Vilborg Dagbjartsdóttir Páll Dagbjartsson Guðrún Magnúsdóttir Þorleifur Dagbjartsson Soffía Magnúsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, Ásgeirs Kr. Sörentsen Háholti 16, Hafnarfirði. Renate Scholz. Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elínar Oddsdóttur Ástúni 8, Kópavogi. Sólrún B. Kristinsdóttir Hauður Kristinsdóttir Magnúns Alfonsson Þóra Sjöfn Kristinsdóttir Anna Margrét Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Marta Ármannsdóttir áður til heimilis Lindargötu 57, lést á Droplaugarstöðum þann 13. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Droplaugarstöðum og innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju. Elín Einarsdóttir Peter Ingemar Thornér Frida Marta Thornér Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir og amma, Kristrún Birgitta Kristjánsdóttir (Víp) áður til heimilis Hellubraut 3, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund, mánudaginn 19. okt- óber. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, miðvikudaginn 28. október kl.13.00. Steindór Olsen Árný S. Steindórsdóttir Bragi Jóhannsson Ásrún S. Steindórsdóttir Rögnvaldur Þ. Höskuldsson og barnabörn. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi, Kjartan I. Jónsson Sóleyjarrima 15, Reykjavík, andaðist að morgni 23. október á Landspítalanum við Hringbraut eftir skammvinn veikindi. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Ámundadóttir Árni Hrafnsson Birna Guðjónsdóttir Jóhann B. Kjartansson Lotte Munch Margrét B. Kjartansdóttir Stefán H. Birkisson og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.