Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 68
44 24. október 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1648 Þrjátíu ára stríðinu lýkur
með undirritun friðar-
samninga í Münster í
Vestfalíu. Samningarnir
fela meðal annars í sér
viðurkenningu á sjálf-
stæði Sviss.
1945 Sameinuðu þjóðirnar
verða til sem alþjóða-
samtök.
1975 Íslenskar konur leggja
niður vinnu til þess að
sýna fram á mikilvægi
kvenna í atvinnulífinu á
Kvennafrídeginum.
1975 Sjónvarpsútsendingar í lit
hefjast hjá Ríkisútvarpinu.
1988 Stöð 2 stendur fyrir
heimsbikarmóti í skák,
sem fram fer í Borgarleik-
húsinu í Reykjavík.
2003 Síðasta áætlunarflug
Concorde-þotu.
BILL WYMAN
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1936.
„Ég á mér mjög skemmtileg
áhugamál, eins og fornleifa-
fræði og ljósmyndun.“
Bill Wyman var bassaleikari
hljómsveitarinnar Rolling Stones
frá stofnun sveitarinnar
til ársins 1992.
AFMÆLI
MAGNÚS
JÓNSSON
leikari er 44
ára.
ROMAN
ABRAMOVICH
kaupsýslu-
maður er 43
ára. „Þetta var ein af þessum hugmyndum
sem maður veit um leið að er góð. Ég
ákvað strax að kýla á þetta og útkoman
er frábær. Þetta er æðislegur kontór,“
segir Tómas Hermannsson hjá Sögum
útgáfu. Útgáfan hefur opnað nýja skrif-
stofu og verslun í litlu húsnæði við
Vesturgötu 19 í Reykjavík.
Tómas segir húsnæðið rýma starf-
semina vel þrátt fyrir smæð, en allt í
allt hefur hann 34 fermetra til umráða
við Vesturgötuna. „Tengdapabbi minn
hefur búið hér við hliðina í fjörutíu ár,
þannig að ég þekki húsnæðið og vissi
að það væri mögulegt að gera eitthvað
gott úr þessu. Þegar húsnæðið losnaði
úr leigu var bara hafist handa. Ég reif
niður millivegg, setti upp nýjar hillur
og málaði allt hátt og lágt. Svo þegar
konan hafði lokið við að skella nýju
betrekki á var allt tilbúið. Eitt af því
sem við einsettum okkur að nýta vel er
hversu mikil lofthæð er hér.“
Að sögn Tómasar hefur Vesturgata
19 hýst ýmsa starfsemi um árin. „Mér
skilst að fyrir fjörutíu árum hafi verið
hér hannyrðabúð. Svo var Heiðar snyrt-
ir á fullu að litgreina fólk hérna fyrir
tuttugu árum, þannig að pressan er
mikil á mann að standa sig,“ segir hann
og hlær.
Fleiri forlög eru í grennd við Sögur
á Vesturgötunni. Má þar til að mynda
nefna Bjart, Veröld og Forlagið á
Bræðraborgarstíg og Skrudduna á
Eyjarslóð. Tómas segir eina vitið að
koma sér fyrir í Vesturbænum. „Þetta
er langbesti staðurinn. Fullt af fólki
labbar hér fram hjá, kíkir inn um glugg-
ann og lítur við í kaffi. Nágrannarn-
ir virðast líka vera hæstánægðir með
aukið líf í götunni. Nú þegar hef ég
farið í klippingu hjá rakaranum hér rétt
hjá og boðist að halda útgáfupartí í far-
fuglaheimilinu við hliðina á mér, þannig
að þetta er hið besta mál.“
Ekki er um hefðbundna bókaverslun
að ræða í þeim skilningi að aðeins eru
til sölu vörur sem Sögur gefa út. „Í og
með er þetta hugsað sem kynning fyrir
útgáfuna. Við vitum alveg að við kepp-
um ekki við stóru búðirnar í sölu, en
það er auðvitað ekkert að því að kíkja í
heimsókn og kaupa beint af bóndanum.
Það eru allir velkomnir, ég verð hérna
nánast stanslaust fram að jólum,“ segir
Tómas. kjartan@frettabladid.is
SÖGUR ÚTGÁFA: OPNAR NÝJA SKRIFSTOFU OG VERSLUN Á VESTURGÖTU
Nágrannarnir hæstánægðir
VESTURGATA Starfsemin rúmast vel innan 34 fermetra, segir Tómas Hermannsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Á þessum degi árið 1987 birt-
ust forsíðuviðtöl við hljóm-
sveitina Sykurmolana í tveim-
ur helstu popptónlistarblöð-
um Bretlands, Melody Maker
og New Musical Express
(NME). Þessum vikublöðum
var dreift víða og seldust mjög
vel, og þótti ásjóna Bjarkar
Guðmunds dóttir og félaga
hennar á forsíðunum bera
þess vitni að óðum styttist í
heimsfrægð Sykurmolanna,
eða The Sugarcubes eins og
sveitin kallaðist upp á ensku.
Fyrsta lagið sem Sykur-
molarnir gáfu út í Bretlandi,
Birthday, var valið smáskífa
vikunnar í Melody Maker vik-
una 23. til 30. ágúst 1987. Í
kjölfarið óskaði blaðið eftir
forsíðuviðtali við sveitina.
Hljómsveitarmeðlimirnir fóru
því utan til viðtals og mynda-
töku, en gáfu NME einnig færi
á forsíðuviðtali. Í bók Árna
Matthíassonar um Sykurmol-
ana frá 1992 segir að starfs-
menn Melody Maker hafi
tryllst af reiði yfir því að sitja
ekki einir að hljómsveitinni
á forsíðu. Þeir hafi þó tekið
gleði sína að nýju þegar þeir
fengu í sárabætur þrjú hundr-
uð eintök af smáskífunni Cold
Sweat, sem þá beið útgáfu,
til að dreifa meðal lesenda
sinna.
ÞETTA GERÐIST: 24. OKTÓBER 1987
Forsíður undirlagðar Sykurmolum
Gullbrúðkaup
Gullbrúðkaup eiga í dag, 24. október,
hjónin Sólveig V. Þórðardóttir
frá Sölvholti og Sigfús Kristinsson
frá Litlu-Sandvík. Þau fagna í tilefni dagsins með
fjölskyldunni.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
MOSAIK
Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi,
Þorsteinn Kristinsson
Hörgshlíð 20, Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 20. október, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju mánudaginn 26. október kl. 13.00.
Frida Petersen
Kristinn Már Þorsteinsson
María Þorsteinsdóttir Karl Sigurðsson
Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hans Jakob Beck
Ester Þorsteinsdóttir Þröstur Jensson
Eyðstein Wardum Súsanna S. Wardum
Alf Wardum Unnur Sigurjónsdóttir
Hallur Wardum Marjun F. Wardum
Klara Kristinsdóttir Vignir Daníel Lúðvíksson
afabörn og langafabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför elskulegrar
sambýliskonu, móður, tengdamóður,
ömmu, systur og mágkonu,
Guðrúnar Láru
Kjartansdóttur
Heiðarhjalla 29, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans Kópavogi.
Bjarni Sólbergsson
Jón Kjartan Kristinsson Elsa Guðrún Jóhannesdóttir
Arnar Jónsson
Karítas Jónsdóttir
Kjartan Kjartansson Halla Guðmundsdóttir
Kristín Kjartansdóttir