Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 28
28 24. október 2009 LAUGARDAGUR
H
inir valinkunnu poppspekúl-
antar, sem allir eiga það sam-
eiginlegt að ýmist vinna fyrir
sér með tónlistarumfjöllun eða
eru þekktir fyrir yfirgrips-
mikla þekkingu og allt að því
undarlega mikinn áhuga á öllum popp-tengdum
hlutum, voru beðnir um að gera lista yfir þrjá
bestu Íslendingana, lífs og liðna, í þeim stöð-
um sem skipað hafa flestar popphljómsveitir
frá því í árdaga. Efsta sæti í hverjum flokki
gaf viðkomandi tónlistarmanni þrjú stig, annað
sætið tvö stig og þriðja sætið eitt stig.
Álitsgjafarnir voru einungis beðnir um að
nefna þrjá bestu einstaklingana í hverri stöðu
fyrir sig, alls óháð því hvernig sigurvegararn-
ir í hverjum flokki myndu pluma sig saman í
hljómsveit. Það er svo lesenda að geta sér til um
hvernig þessi ímyndunar-súpergrúppa Íslands-
sögunnar hefði hljómað á sviði og plötu. Eitt er
þó víst; Það er valinn maður í hverju rúmi.
Fréttablaðið leitaði álits tæpra fjörutíu af helstu poppspekingum
þjóðarinnar á því hvaða íslensku popptónlistarmenn hefðu skar-
að fram úr á sínu sviði í gegnum tíðina. Kjartan Guðmundsson
brá á leik og myndaði ímyndaða súpergrúppu þjóðarinnar.
Arnar Eggert Thoroddsen
Ágúst Bogason
Ásgeir Tómasson
Bergþóra Jónsdóttir
Bertel Andrésson
Björn Gunnlaugsson
Bobby Breiðholt
Dr. Gunni
Felix Bergsson
Freyr Bjarnason
Freyr Eyjólfsson
Georg Magnússon
Gestur Guðmundsson
Guðni Már Henningsson
Heiða Eiríksdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Hildur Maral Hamíðsdóttir
Jens Guð
Jón Agnar Ólason
Jónatan Garðarsson
Klemens Ólafur Þrastarson
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Kristinn Gunnar Blöndal
Kristinn Pálsson
Magnús Einarsson
Margrét Erla Maack
Ólafur Páll Gunnarsson
Snorri Sturluson
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Stígur Helgason
Sveinn Birkir Björnsson
Trausti Júlíusson
Þórður Helgi Þórðarson
Þórleifur Ásgeirsson
Ölvir Gíslason
ÁLITSGJAFAR
FRÉTTABLAÐSINS
VORU:
„Það er alltaf verið að hengja á mann hina
ýmsu titla. Menn gera sér margt til gamans og
dundurs. En það er gaman að þessu,“ segir
Egill Ólafsson, besti poppsöngvari Íslandssög-
unnar að mati álitsgjafa blaðsins.
„Angist listamannsins er sú að í eigin huga
er hann aldrei betri en það síðasta sem hann
gerði. Ég er nokkuð vel haldinn í því tilliti
núna, var að koma frá Akureyri þar sem Þurs-
arnir héldu tónleika. Við vorum helvíti góðir,“
segir Egill og bendir á að Þursaflokkurinn
verði með tónleika í Reykjavík hinn 14. næsta
mánaðar.
Spurður hvernig honum lítist á samherja
sína í hinni ímynduðu ofurgrúppu segir Egill
að mjög gaman hefði verið að heyra hvernig
bandið hefði hljómað. „Ég er og var málkunn-
ugur öllu þessu fólki og þetta eru allt snill-
ingar,“ segir Egill og bætir við að hann hafi
einnig þekkt alla sem urðu fyrir neðan hann
á listanum yfir fimm bestu söngvarana. „Á
þessum lista tel ég mig vera meðal jafningja,
en alls ekki fremstan meðal jafningja. Annars
eru margir sem misskilja og halda að hægt sé
að keppa í tónlist. Menn geta keppt í hundrað
metra hlaupi og hverju sem þeir vilja og þar
deilir enginn um úrslitin, en það sama á ekki
við um tónlistina. Sem betur fer. Þess vegna
er ég ekki hundrað metra hlaupari,“ segir Egill
Ólafsson og skellir upp úr.
➜ ALDREI BETRI EN ÞAÐ SEM ÉG GERÐI SÍÐAST➜ HEF UNNIÐ MEÐ ÖLLUM NEMA GUNNARI
„Ég er ánægður með þetta. Þetta er frábært
og ég er þakklátur fólki fyrir að hafa nefnt mig
á nafn í þessu samhengi,“ segir Jakob Smári
Magnússon, sem álitsgjafar blaðsins telja besta
bassaleikara Íslandssögunnar.
Aðspurður segist Jakob allt eins hafa búist
við því að verða meðal fimm efstu í könnun-
inni. „Þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru
veitt til hljóðfæraleikara á sínum tíma var ég
alltaf á topp fimm, en náði bara að vinna einu
sinni. Þannig að það kemur mér nokkuð á
óvart að vera efstur. Ég hef nú spilað mikið og
lengi og verið áberandi, svo það er kannski
ekki óeðlilegt að nafn manns komi upp.“
Jakob segir hina ímynduðu súpergrúppu
skipaða einvalaliði. „Einhvern tímann á lífsleið-
inni hef ég unnið með öllu þessu fólki, nema
Gunnari Jökli. Ég var með Björk í Tappa Tíkar-
rassi, hef spilað heilan helling með Guðmundi
Péturssyni og svo lék Kalli Sighvats inn á eina
plötu með SSSól. Þetta er allt frábært fólk.“
Bassaleikarinn telur líklegt að samstarfið
hefði getað gengið. „Eitthvað hefði kannski
þurft að miðla málum, svona tónlistarlega
séð, en þetta hefði eflaust getað orðið hin
fínasta plata. Ég gæti kannski ímyndað mér
að bandið hefði hljómað eins og blanda af
Tappa Tíkarrassi og Þursaflokknum, með smá
Hendrix-fíling frá Gumma,“ segir Jakob Smári
Magnússon.
1. Björk
Guðmundsdóttir
(58 stig)
„Röddin hennar og
tóngerningar opna
sífellt fyrir manni
nýja heima sem
maður vissi ekki að
væru til.“
2. Ellý Vilhjálms
(38 stig)
3. Ragnhildur
Gísladóttir (20 stig)
4. Andrea Gylfadóttir
(16 stig)
5. Ellen
Kristjánsdóttir
(15 stig)
BESTA
SÖNGKONAN
1. Jakob Smári
Magnússon
(27 stig)
„Flinkur, þéttur, fljót-
andi...allt sem hægt
er að segja jákvætt
og uppbyggilegt
um hljóðfæraleik
á við um Jakob og
bassana hans.“
2. Tómas Tómasson
(26 stig)
3. Pálmi Gunnarsson
(20 stig)
4. Bragi Ólafsson
(13 stig)
5. Skúli Sverrisson
(12 stig)
BESTI
BASSALEIKARINN
1. Guðmundur
Pétursson
(46 stig)
„Fjölhæfur gítar-
leikari sem hefur
leikið flestalla
stíla í gegnum
tíðina af smekk-
vísi. Hann lætur
lítið yfir sér en
handbragð hans
er ætíð auðþekkj-
anlegt.“
2. Björgvin
Gíslason
(22 stig)
3. Þorsteinn
Magnússon
(17 stig)
4. Gunnar
Þórðarson
(13 stig)
5/6. Guðlaugur
Kristinn
Óttarsson
(6 stig)
5/6. Halldór
Bragason
(6 stig)
BESTI
GÍTARLEIKARINN
1. Karl Sighvatsson
(57 stig)
„Allir aðrir eru hjóm
í samanburði. Hefði
háð heiðarlega bar-
áttu við Manzarek
um sæti í Doors,
ef hann hefði ekki
álpast til að fæðast
á Íslandi.“
2. Eyþór Gunnarsson
(28 stig)
3. Davíð Þór
Jónsson (25 stig)
4. Jakob Frímann
Magnússon
(11 stig)
5. Magnús
Kjartansson (8 stig)
BESTI HLJÓM-
BORÐSLEIKARINN
1. Egill Ólafsson
(34 stig)
„Hinn sígildi
íslenski popp-
söngvari, eldist
eins og eðalskoti.“
2. Vilhjálmur
Vilhjálmsson (25
stig)
3. Haukur
Morthens
(22 stig)
4. Megas (12 stig)
5/6. Páll Rósinkrans
(10 stig)
5/6. Stefán
Hilmarsson
(10 stig)
BESTI
SÖNGVARINN
1. Gunnar Jökull
Hákonarson
(40 stig)
„Það var eins og
orkumikill trommu-
leikur hans smitaði
yfir í hljóðfæraleik
meðspilara og allur
flutningur öðlaðist
líflegt og frísklegt
yfirbragð.“
2. Sigtryggur
Baldursson (37 stig)
3. Ásgeir Óskarsson
(19 stig)
4. Gunnlaugur Briem
(14 stig)
5. Björn Stefánsson
(9 stig)
BESTI
TROMMARINN