Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 72
48 24. október 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Á sunnudag eru síðustu forvöð að sjá Fjölskyldusýningu Íslenska dansflokksins á stóra sviði Borgarleikhússins. Vegna mikillar aðsóknar verður aukasýning og jafnframt síðasta sýningin á sunnudag. Fjölskyldusýning Íd er ávallt litrík og skemmtileg sýning. Að þessu sinni eru sýnd brot úr sex mismun- andi verkum og kennir því ýmissa grasa á sviðinu. Meðal annars er sýnt úr verkinu The Match þar sem umfjöllunarefnið er fótbolti, kómísk saga af eldri borgurum sem endar í allsherjar matarslag úr Endastöð, Svanurinn sem er fallegur og rómantískur dúett eftir Láru Stefánsdóttur, einn af okkar reyndustu danshöfundum. Dansarar eru Emelía Benedikta Gísladóttir og Steve Lorenz. Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og er markmiðið að kynna nútímadans fyrir fólki og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Þess vegna býður Íslenski dansflokkurinn börnum sem eru 12 ára og yngri ókeypis inn á sýninguna og 13-16 ára fá miðann á hálfvirði . Aðra helgi verður Íslenski dansflokkurinn svo á Akureyri og sýnir í samkomuhúsinu. Verkin sem verða þar í boði eru Skekkja eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur sem þau Cameron Corbett og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansa, en Lovísa var tilnefnd til Grímunnar 2009 sem besti dansarinn fyrir þetta verk. Í Kvart dansa dansararnir fyrir hver annan líkt og hipp-hopp- arar á götum stórborga eða ættbálkar í Afríku gera. Við sjáum kraftmikinn og fagran dans við magnaða tónlist eftir finnska tónskáldið Kimmo Pohjonen sem hefur meðal annars unnið með Sigur Rós og múm. Höfundur Kvart er Norðmaður- inn Jo Strömgren. Dansarar í Kvart eru: Aðalheið- ur Halldórsdóttir, Cameron Corbett, Emelía Benedikta Gísladóttir, Hannes Egilsson, Katrín Á. Johnson, Katrín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Steve Lorenz. Dansflokkurinn verður með tvær sýningar á Akureyri. Vinsæl sýning kveður syðra LISTDANS Fjölskyldusýningar Dansflokks- ins hafa gengið vel en síðasta sýning á prógramminu í Reykjavík er á sunnu- dag en aðra helgi verða sýningar á Akureyri. MYND / ÍD. Sala hljóðrita dróst saman um 31 prósent milli áranna 2008 og 2007 í eintökum talið. Í fyrra seldust ríf- lega 446.000 eintök af inn- lendum og erlendum hljóð- ritum á heildsölustigi sem er 200.000 eintökum færra en árið á undan. Vísir greinir frá að þetta komi fram á vef- síðu Hagstofunnar. Þar segir að heildarverðmæti seldra hljóðrita í heildsölu í fyrra nam um 592 millj- ónum króna, sem jafngild- ir um 950 milljónum króna í smásölu að virðisauka- skatti meðtöldum. Inni í tölum um sölu hljóðrita eru geisladiskar, hljómplötur og snældur. Frá árinu 2005 hefur sala hljóðrita dregist saman um 46 af hundraði, eða um 377.000 eintök. Hæst- um hæðum náði salan árið 1999 en þá seldust á heild- sölustigi 868.000 eintök, eða 422.000 fleiri eintök en árið 2008. Þá nam sala hljóðrita um 1,4 eintökum á íbúa en var þegar best lét árið 1999 ríflega þrjú eintök. - pbb Minnkandi diskasala kl. 16. Í dag opnar Ómar Stefánsson mál- verkasýningu á nýjum veitinga- stað sem heitir „46“ og stendur við Hverfisgötu 46. Á sýningunni eru 26 verk og eru flest til sölu. Ómar á að baki langan feril, bæði hérlendis og erlendis, en hann útskrifaðist úr nýlistadeild MHÍ árið 1981 og síðar úr málaradeild Klaus Fussmann í HDK í Berlín árið 1986. Annað kvöld frumsýnir Ís- lenska óperan Ástardrykk- inn í bíósal Gamla bíós við Ingólfsstræti, þar sem vistarverurnar eru vanar göldrum og sögum ungra elskenda. Með helstu hlut- verk fara Dísella Lárusdótt- ir og Garðar Thór Cortes. Átta sýningar eru ákveðnar á verkinu og langt komið að verða uppselt á þær allar. Tónskáldið Gaetano Donizetti samdi Ástardrykkinn – L’elisir d’amore – 1832 og hefur gaman- óperan síðan verið ein af vinsæl- ustu óperum tónbókmenntanna. Hún er samkvæmt vefsíðunni www.operabase.com á verkefna- skrám 33 óperuhúsa um heiminn allan á þessum vetri. Vinsældir hennar má rekja til hinnar einföldu farsa- og blekkingarfléttu sem fell- ur vel saman við sindrandi tónlist Donizetti en helstu hlutverk gefa flinkum söngvurum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, bæði í söng og ekki síður í léttum gamanleik. Hér segir frá hinum unga Nem- orino og vinkonu hans, Adinu, og sprenghlægilegum tilburð- um þeirra við að ná saman. Inn í atburðarásina blandast síðan ást- ardrykkjarsalinn Dulcamara, herforinginn Belcore og vinkonan Giannetta, auk hóps þorpsbúa sem fylgist náið með hvernig atburða- rásinni vindur fram; bellibrögðun- um sem skötuhjúin beita í viðleitni sinni, vandkvæðunum sem þeim síðan fylgja og hinni sönnu ást sem að lokum fær að blómstra. Aðalhlutverkin í Ástardrykkn- um syngja Garðar Thór Cortes, Dísella Lárusdóttir, en þetta er fyrsta stóra hlutverk hennar á íslensku sviði, Bjarni Thor Krist- insson, Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir, en Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson syngja einnig í sviðsetningu Ágústu Skúladóttur á sýningatímabilinu. Listrænir stjórnendur auk Ágústu eru Guðrún Öyahals leikmynda- hönnuður, Katrín Þorvaldsdóttir búningahönnuður, Páll Ragnarsson ljósahönnuður og Daníel Bjarna- son hljómsveitarstjóri, auk þess sem kór og hljómsveit Íslensku óperunnar taka þátt í sýningunni. Sýningin er styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur en upphaflega átti hún að koma á svið fyrr á árinu en var frestað vegna efnahags- ástandsins. pbb@frettabladid.is BRALL OG BEISKIR DRYKKIR LEIKLIST Bjarni Thor og Garðar Thór með hinn görótta drykk sem óperan heitir eftir. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN FRUMSÝNING – Sunnudaginn 25.10.2009 – UPPSELT 2. sýning - Föstudaginn 30. 10. 2009 – UPPSELT 3. sýning - Laugardaginn 31. 10. 2009 – UPPSELT 4. sýning - Laugardaginn 7. 11. 2009 – UPPSELT 5. sýning - Sunnudaginn 8. 11. 2009 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. sýning - Föstudaginn 13. 11. 2009 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 7. sýning - Sunnudaginn 15. 11. 2009 – UPPSELT 8. sýning - Föstudaginn 20. 11. 2009 – UPPSELT WWW.OPERA.IS F A B R I K A N 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa ı Netfang: gerduberg@reykjavik.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.