Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 44
„Það er einhver tónn og taktur hjá okkur Heimilistónunum sem hitt- ir fólk beint í hjartað og fæturna. Það ríkir ofboðsleg gleði á böllum hjá okkur,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona og meðlim- ur í hljómsveitinni Heimilistón- um. Hið árlega kjólaball sveitar- innar verður haldið í Iðnó í kvöld klukkan 23.00, en húsið opnar um klukkan 21.00. Þetta er fimmta árið í röð sem kjólaballið er haldið, alltaf á sama stað, í Iðnó. Ólafía Hrönn segir gamla leikhúsið henta einkar vel fyrir ball af þessu tagi. „Það er allt svo flott hérna og reisn yfir staðnum. Þessi böll hafa verið svakalega vel sótt í gegnum tíð- ina og aðsóknin eykst með hverju árinu. Almennt er fólk bara svo ánægt með að fá að dansa. Hing- að kemur fólk úr öllum áttum og drekkur í sig stemninguna,“ segir Ólafía og bætir við að laufléttur gamaldags bragur sé á kjólaböll- um Heimilistóna. „Allir eru prúð- búnir, það er boðið upp í dans og þar fram eftir götunum. Við vilj- um hvetja karlmenn sérstaklega til að láta sjá sig í kvöld. Kvenfólk- ið hefur hingað til verið duglegra að mæta, en hér verður nóg af fal- legum konum sem bíða hreinlega eftir að verða boðið upp í dans.“ Heimilistónar hafa verið starf- andi í tólf ár og hafa hingað til sérhæft sig í erlendum lögum frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Að sögn Ólafíu munu gest- ir kjólaballsins í kvöld verða vitni að breyttum áherslum hjá sveit- inni. „Við verðum með eitthvað af nýjum lögum sem eru flest frá áttunda áratugnum. Svo laumum við nokkrum frumsömdum lögum inn í dagskrána, en lög eftir okkur sjálfar verða einmitt uppistaðan á næstu plötunni okkar. Við spil- um líka nokkur glæný lög eins og Rehab með Amy Winehouse, sem í okkar meðförum hljómar eitthvað á þessa leið: „Þeir reyna að láta mig í meðferð, en ég segi nei, nei, nei,“ raular Ólafía, en eitt aðalsmerki Heimilistóna um árin hafa verið nákvæmar þýðingar á erlendum dægurlagatextum. Ólafía lofar því að mikið verði um dýrðir á ballinu. „Síðustu árin höfum við alltaf verið með leyni- gest sem treður upp með okkur. Í fyrra var Helgi Björns leynigest- ur og þar áður Stefán Hilmarsson. Það verða líka fleiri óvæntar uppákomur og ekki má gleyma gógó-dönsurunum. Þess má geta að par sem dansar hjá okkur í kvöld byrjaði saman á kjólaball- inu okkar í fyrra. Þannig að ef ein- hverjir byrja saman í kvöld væri gaman að fá það par til að dansa hjá okkur á næsta ári,“ segir Ólafía. kjartan@frettabladid.is Nóg af fallegum konum sem bíða eftir dansherra Árlegt kjólaball Heimilistóna verður haldið í Iðnó í kvöld. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikona og meðlimur söngkvintettsins, segir aðsóknina ávallt hafa verið góða enda sé fólk svo ánægt að fá að dansa. ROPE YOGA SETRIÐ og veitingastaðurinn Gló í Listhúsinu í Laugardal verða með opið hús í dag frá klukkan 13 til 15. Allir eru velkomnir í spjall og glóandi léttar veitingar. Þriðja sýning Hornfirska skemmtifélagsins á Poppi og kóki verður í kvöld á Hótel Höfn. Á sýningunni troða skemmtikraft- ar upp í hinum ýmsu gervum og flytja þekkt lög úr kvikmyndum við undirleik valinkunnra hljóð- færaleikara. „Það er bara brjálað stuð um hverja helgi og ekkert lát á því,“ segir Heiðar Sigurðsson, tón- listarstjóri sýningarinnar, þegar slegið er á þráðinn austur. „Hingað til hafa myndast biðlistar og eins og staðan er núna held ég sé upp- selt á allar sýningarnar nema kannski þá síðustu sem fyrirhuguð er 7. nóvember. Svo eru tvær skóla- sýningar í næstu viku.“ Sýningar Skemmtifélagsins hafa verið fastur liður á Hótel Höfn á haustin og Popp og kók er sú átt- unda í röðinni. Gestir hennar byrja á að gæða sér á þriggja rétta máls- verði, síðan hefst sýningin og að lokum er dansað við dúndrandi undirspil heimamanna. - gun Stuð hverja helgi Hornfirsku söngvararnir fara á kostum í Poppi og kóki. Hér eru það Hafþór Imsland, Maríanna Jónsdóttir, Svava Mjöll Jónasdóttir og Anna Kristín Hauksdóttir. Við hljóð- færin eru Heiðar Sigurðsson og Bjartmar Ágústsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Dansgestir munu verða varir við breyttar áherslur hjá Heimilistónum á ballinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þjóðahátíð Austfirðinga verð- ur haldin á Vopnafirði í dag. Á Vopnafirði býr fólk frá tólf löndum utan Íslands. Líkt og fagurt málverk er gert úr fjölda penilstroka stendur fjöldi samheldins en ólíks fólks að góðu samfélagi. Þjóðahátíð Austfirð- inga verður haldin í fimmta skipti á laugardaginn í Vopna- fjarðarskóla á Vopnafirði. Þar verður kynning á þeim þjóðum sem byggja Vopnafjörð en í þessu litla bæjarfélagi býr fólk frá tólf löndum utan Íslands. „Það kemur á óvart hve margir í þessu bæjarfélagi eru aðfluttir,“ segir Hrund Snorradóttir, for- maður Vopnafjarðadeilda Rauða kross Íslands. Hún segir fólk samlagast samfélaginu vel enda fagni samfélagið framlagi þess. Þjóðfélagsbreytingar á Vopna- firði hafi því tekist fremur vel og ekki sé ætlunin að láta þar staðar numið. Þjóðahátíðin er haldin undir slagorðinu „Byggjum betra sam- félag“ en með því segir Hrönn að ætlunin sé að hvetja til umræðu um hvernig gera megi gott sam- félag betra um leið og tekist sé á við þjóðfélagbreytingar í tengslum við aukinn fjölda inn- flytjenda. Hátíðin hefst klukkan eitt með opnunarathöfn og stend- ur til klukkan fjögur. Hrönn segir fjölbreytt skemmtiatriði verða flutt og verðlaunaafhending í teiknisamkeppni grunnskóla- barna veitt. Eftir opnunina verð- ur kynning á þjóðunum tólf sem byggja Vopnafjörð og kynna þar íbúar svæðisins nokkra áhuga- verða þætti úr menningu þess. Þjóðahátíð haldin á Vopnafirði Fagurlega skorin melóna á Þjóðahátíð á Fáskrúðsfirði árið 2007. Þjóðahátíð á Egilsstöðum árið 2004 en þar voru drengir með kynningu frá S-Afríku. Spilmenn Ríkínís halda tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi í dag klukkan 16. Spilmenn Ríkínís er fjölskyldu- hljómsveit sem sérhæfir sig í því að flytja tónlist úr íslenskum bókum og handritum með hljóð- færum sem vitað er til að voru á Íslandi fyrr á öldum. Þetta eru hljóðfæri á borð við langspil, sym- fón, gígju og hörpu. Á tónleikunum í Landnámssetr- inu í dag leika Spilmenn Ríkínís lög af nýútkomnum geisladiski í bland við annað efni. Spila á göm- ul hljóðfæri Spilmenn Ríkínís leika af fingrum fram í Landnámssetrinu í dag klukkan 16. Þarftu að kaupa, selja eða skipta? Sérstakir bíladagar verða frá og með næstu helgi alla laugardaga í smáauglýsingum Fréttablaðsins. Sértilboð á bílaauglýsingum – aðeins 3.490 kr, texti og mynd. Hafið samband við sölumann í s. 512 5050 eða sendið póst á smaar@frettabladid.is Bíladagar – markaðstorg með bíla Bíladagar Fréttablaðsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.