Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 44

Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 44
„Það er einhver tónn og taktur hjá okkur Heimilistónunum sem hitt- ir fólk beint í hjartað og fæturna. Það ríkir ofboðsleg gleði á böllum hjá okkur,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona og meðlim- ur í hljómsveitinni Heimilistón- um. Hið árlega kjólaball sveitar- innar verður haldið í Iðnó í kvöld klukkan 23.00, en húsið opnar um klukkan 21.00. Þetta er fimmta árið í röð sem kjólaballið er haldið, alltaf á sama stað, í Iðnó. Ólafía Hrönn segir gamla leikhúsið henta einkar vel fyrir ball af þessu tagi. „Það er allt svo flott hérna og reisn yfir staðnum. Þessi böll hafa verið svakalega vel sótt í gegnum tíð- ina og aðsóknin eykst með hverju árinu. Almennt er fólk bara svo ánægt með að fá að dansa. Hing- að kemur fólk úr öllum áttum og drekkur í sig stemninguna,“ segir Ólafía og bætir við að laufléttur gamaldags bragur sé á kjólaböll- um Heimilistóna. „Allir eru prúð- búnir, það er boðið upp í dans og þar fram eftir götunum. Við vilj- um hvetja karlmenn sérstaklega til að láta sjá sig í kvöld. Kvenfólk- ið hefur hingað til verið duglegra að mæta, en hér verður nóg af fal- legum konum sem bíða hreinlega eftir að verða boðið upp í dans.“ Heimilistónar hafa verið starf- andi í tólf ár og hafa hingað til sérhæft sig í erlendum lögum frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Að sögn Ólafíu munu gest- ir kjólaballsins í kvöld verða vitni að breyttum áherslum hjá sveit- inni. „Við verðum með eitthvað af nýjum lögum sem eru flest frá áttunda áratugnum. Svo laumum við nokkrum frumsömdum lögum inn í dagskrána, en lög eftir okkur sjálfar verða einmitt uppistaðan á næstu plötunni okkar. Við spil- um líka nokkur glæný lög eins og Rehab með Amy Winehouse, sem í okkar meðförum hljómar eitthvað á þessa leið: „Þeir reyna að láta mig í meðferð, en ég segi nei, nei, nei,“ raular Ólafía, en eitt aðalsmerki Heimilistóna um árin hafa verið nákvæmar þýðingar á erlendum dægurlagatextum. Ólafía lofar því að mikið verði um dýrðir á ballinu. „Síðustu árin höfum við alltaf verið með leyni- gest sem treður upp með okkur. Í fyrra var Helgi Björns leynigest- ur og þar áður Stefán Hilmarsson. Það verða líka fleiri óvæntar uppákomur og ekki má gleyma gógó-dönsurunum. Þess má geta að par sem dansar hjá okkur í kvöld byrjaði saman á kjólaball- inu okkar í fyrra. Þannig að ef ein- hverjir byrja saman í kvöld væri gaman að fá það par til að dansa hjá okkur á næsta ári,“ segir Ólafía. kjartan@frettabladid.is Nóg af fallegum konum sem bíða eftir dansherra Árlegt kjólaball Heimilistóna verður haldið í Iðnó í kvöld. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikona og meðlimur söngkvintettsins, segir aðsóknina ávallt hafa verið góða enda sé fólk svo ánægt að fá að dansa. ROPE YOGA SETRIÐ og veitingastaðurinn Gló í Listhúsinu í Laugardal verða með opið hús í dag frá klukkan 13 til 15. Allir eru velkomnir í spjall og glóandi léttar veitingar. Þriðja sýning Hornfirska skemmtifélagsins á Poppi og kóki verður í kvöld á Hótel Höfn. Á sýningunni troða skemmtikraft- ar upp í hinum ýmsu gervum og flytja þekkt lög úr kvikmyndum við undirleik valinkunnra hljóð- færaleikara. „Það er bara brjálað stuð um hverja helgi og ekkert lát á því,“ segir Heiðar Sigurðsson, tón- listarstjóri sýningarinnar, þegar slegið er á þráðinn austur. „Hingað til hafa myndast biðlistar og eins og staðan er núna held ég sé upp- selt á allar sýningarnar nema kannski þá síðustu sem fyrirhuguð er 7. nóvember. Svo eru tvær skóla- sýningar í næstu viku.“ Sýningar Skemmtifélagsins hafa verið fastur liður á Hótel Höfn á haustin og Popp og kók er sú átt- unda í röðinni. Gestir hennar byrja á að gæða sér á þriggja rétta máls- verði, síðan hefst sýningin og að lokum er dansað við dúndrandi undirspil heimamanna. - gun Stuð hverja helgi Hornfirsku söngvararnir fara á kostum í Poppi og kóki. Hér eru það Hafþór Imsland, Maríanna Jónsdóttir, Svava Mjöll Jónasdóttir og Anna Kristín Hauksdóttir. Við hljóð- færin eru Heiðar Sigurðsson og Bjartmar Ágústsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Dansgestir munu verða varir við breyttar áherslur hjá Heimilistónum á ballinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þjóðahátíð Austfirðinga verð- ur haldin á Vopnafirði í dag. Á Vopnafirði býr fólk frá tólf löndum utan Íslands. Líkt og fagurt málverk er gert úr fjölda penilstroka stendur fjöldi samheldins en ólíks fólks að góðu samfélagi. Þjóðahátíð Austfirð- inga verður haldin í fimmta skipti á laugardaginn í Vopna- fjarðarskóla á Vopnafirði. Þar verður kynning á þeim þjóðum sem byggja Vopnafjörð en í þessu litla bæjarfélagi býr fólk frá tólf löndum utan Íslands. „Það kemur á óvart hve margir í þessu bæjarfélagi eru aðfluttir,“ segir Hrund Snorradóttir, for- maður Vopnafjarðadeilda Rauða kross Íslands. Hún segir fólk samlagast samfélaginu vel enda fagni samfélagið framlagi þess. Þjóðfélagsbreytingar á Vopna- firði hafi því tekist fremur vel og ekki sé ætlunin að láta þar staðar numið. Þjóðahátíðin er haldin undir slagorðinu „Byggjum betra sam- félag“ en með því segir Hrönn að ætlunin sé að hvetja til umræðu um hvernig gera megi gott sam- félag betra um leið og tekist sé á við þjóðfélagbreytingar í tengslum við aukinn fjölda inn- flytjenda. Hátíðin hefst klukkan eitt með opnunarathöfn og stend- ur til klukkan fjögur. Hrönn segir fjölbreytt skemmtiatriði verða flutt og verðlaunaafhending í teiknisamkeppni grunnskóla- barna veitt. Eftir opnunina verð- ur kynning á þjóðunum tólf sem byggja Vopnafjörð og kynna þar íbúar svæðisins nokkra áhuga- verða þætti úr menningu þess. Þjóðahátíð haldin á Vopnafirði Fagurlega skorin melóna á Þjóðahátíð á Fáskrúðsfirði árið 2007. Þjóðahátíð á Egilsstöðum árið 2004 en þar voru drengir með kynningu frá S-Afríku. Spilmenn Ríkínís halda tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi í dag klukkan 16. Spilmenn Ríkínís er fjölskyldu- hljómsveit sem sérhæfir sig í því að flytja tónlist úr íslenskum bókum og handritum með hljóð- færum sem vitað er til að voru á Íslandi fyrr á öldum. Þetta eru hljóðfæri á borð við langspil, sym- fón, gígju og hörpu. Á tónleikunum í Landnámssetr- inu í dag leika Spilmenn Ríkínís lög af nýútkomnum geisladiski í bland við annað efni. Spila á göm- ul hljóðfæri Spilmenn Ríkínís leika af fingrum fram í Landnámssetrinu í dag klukkan 16. Þarftu að kaupa, selja eða skipta? Sérstakir bíladagar verða frá og með næstu helgi alla laugardaga í smáauglýsingum Fréttablaðsins. Sértilboð á bílaauglýsingum – aðeins 3.490 kr, texti og mynd. Hafið samband við sölumann í s. 512 5050 eða sendið póst á smaar@frettabladid.is Bíladagar – markaðstorg með bíla Bíladagar Fréttablaðsins!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.