Iðnneminn - 01.09.1967, Page 12

Iðnneminn - 01.09.1967, Page 12
VIÐTAL VIÐ GIJNMR GUTTORMSSON fyrrverandi formann Iðnnemasambands íslands. Ritstjóri blaðsins hitti nýlega að máli Gunnar Guttormsson, scm var forseti INSÍ 1956—57 og í stjórn sambandsins frá 1954—57. Hann lét fræðslumálin mjög til sín taka, svo sem sjá má á Iðnnemanum (en honurn ritstýrði Gunnar einnig) frá þessum árum. — Okkur fýsir því að heyra álit hans á þróun iðnfræðslunnar á þeim tíma sem liðin er síðan hann starfaði í iðnnemasamtökunum. Jú, bað er rétt. Ég æsti mig heilmikið út af þessum málum og fannst oft tekið á þeim með vettlingatökum af þeim, sem höfðu um þau síðasta orðið — ef ég má orða það svo. Ég held ég geti enn með góðri samvizku varið allt sem ég skrifaði þá um iðnfræðsluna í blaðið. — Það var kannski ekki allt fínheflað, en „efnið" gaf heldur ekki alltaf tilefni til þess. — Margt af þessari gagnrýni held ég eigi enn rétt á sér enda þótt ýmislegt hafi horft til bóta á seinni tíð. — Hvað varst þú svo einkum óánægður með? — Segðu heldur þið. Ég réði ekki einn ferðinni — þótt valda- mikill væri!! — og gerði ekki annað en túlka (í blaðinu) þau meginsjónarmið, sem þá voru uppi í iðnnemafélögunum og sambandsstjórninni. Við töldum iðnfræðslukerfið fyrst og fremst ranglátt gagnvart iðnnemunum og einnig úrelt þjóðhagslega séð, — að ekki sé minnzt á hve iðnskólanámið var fjarri því að vera í eðlilegu samræmi við fræðslu unglinga- og gagnfræða- stigsins. Það atriði átti að lagfæra með löggjöfinni um iðnskóla, sem sett var 1955, þar sem miðskólaprófið var gert að inntöku- skilyrði. — Við töldum þetta mjög jákvæða breytingu og vænt- um þess að hún myndi verða til þess að meiri áherzla yrði lögð á sjálfa iðnkennsluna í iðnskólunum — en sú varð ekki raunin nema þá helzt við iðnskólann hér í Reykjavík, sem tók seinna upp lítilsháttar verklega kennslu í nokkrum greinum. — Þið hafið væntanlega ekki taiið það til ranglætis? — Nei, auðvitað fögnuðum við þessari viðleitni, en okkur var ljóst að hún leysti ekki nema lítið brot af því vandamáli sem þurfti að fást við. í landinu voru þá yfir 20 iðnskólar. — Það ranglæti sem ég minntist á áðan var að okkar mati fólgið í því, að hægt var að binda ungt fólk á samningi til 4 ára, án þess að það hefði nokkra tryggingu fyrir því að það fengi notið alhliða þjálfunar í þeirri iðngrein, sem hugur þess stóð til að læra — og það yfirleitt á sultarlaunum. Og þjóðhagslegu mein- semdina töldum við vera þá, hve illa þeir fjármunir voru nýttir, sem rynnu í svona gloppótta fræðslustarfsemi. Nú, við settum svo dæmið upp í þríliðu, eins og Áki Hjálmarsson okkar ágæti kennari við Iðnskólann hér hafði kennt okkur: því betra fræðslu- kerfi sem við höfum því betri iðnaðarmenn og þeim mun meiri afköst og vandaðri iðnaðarframleiðsla. — Ég held útreikningur- inn geti ekki vafizt fyrir neinum. — Þú nefndir áðati, að ýmislegt í þessum málum hefði horft til bóta. — Já, ég er ekki í vafa um það að t.d. þróun fræðslumálanna Gunnar Guttormsson stefnir í rétta átt. Þá skoðun mína byggi ég á nýju iðnfræðslu- lögunum — þið, iðnnemarnir þekkið betur hvernig þetta er í framkvæmd. Á hinu leikur svo enginn vafi, að þróun verk- menntunar er alltof hægfara hjá okkur á öllum sviðum og helzt cngan veginn í hendur við hina öru tækniþróun. Ný efni, nýjar vélar og tæki, allt kallar þetta á breyttar vinnuaðferðir og bætta verkmenntun svo framarlega sem það er ætlun okkar að taka þátt í kapphlaupinu mikla, þ. e. samkeppninni við iðnaðar- þjóðirnar fjær og nær. En það er kannski önnur saga. — Finnst þér svo nýju lögin koma til móts við kröfur iðn- nemasamtakanna um nauðsynlegar breytingar á fræðslukerfinu? — Ég hef ekki fylgzt það vel með gangi þessara mála hjá ykkur nú síðustu árin, að ég geti fullyrt nokkuð um það. En cf þú blaðar í skjalasafni Iðnnemasambandsins frá 1955, þá muntu rekast þar á greinargerð sem sambandsstjórnin sendi þáverandi iðnaðarnefnd Alþingis sem athugasemd við Iðnskóla- frumvarpið. Ég man ekki betur en þar hafi verið færð sterk rök að því, að eina leiðin til að gera iðnskólana hlutverki sínu vaxna væri að starfrækja í hverjum landsfjórðungi einn mynd- arlegan verknámsskóla en leggja niður smáskólana— sem aldrei hafa risið undir nafni. 12 árum síðar (árið 1966) er svo sett ný heildarlöggjöf um iðnfræðsluna þar sem ákveðið er að fækka iðnskólunum úr rúmum 20 í 8. Einnig er ákveðið með sömu lögum, ao starfrækja á vegum skólanna allt að eins árs verknáms- skóla „þar sem veitt skal fræðsla, verkleg og bókleg um undir- stöðu iðnaðarstarfs", (sbr. 13. gr.). Ennfremur heimila þessi lög að iðnnám fari að öllu leyti fram í þessum verknámsskólum í þeim iðngreinum „þar sem erfitt er að koma við námi á vinnu- stað". — Ég myndi segja að hér væri „komið til móts" við þær kröfur sem við gerðum um þessi atriði. 12 ár „eru ekki langur tími í lífi þjóðar," — eins og einn leiðtogi okkar sagði í öðru tilefni — en getum við ekki orðið sammála um að þetta sé of langur umhugsunarfrestur. Stofnun verknámsskóla var jafn tímabær þá og hún er nú. Við höfum engin efni á svona tímasóun. — Þú heldur sem sagt að nú sá alvara á ferðum? — Það vona ég. Hitt er jafnvíst að á sama hátt og iðnnema- samtökin hafa átt drýgstan þátt í að knýja fram lagasetningar í þessum efnum — eins mun samtakamátrur og kröfuþungi iðnnema um allt land ráða miklu um hve skjótt þessum þýðing- armiklu breytingum verður hrundið í framkvæmd. 12 I Ð N N E M I N N

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.