Iðnneminn - 01.09.1967, Side 20

Iðnneminn - 01.09.1967, Side 20
Tilraimabifreifi General Motors, Elektrovan, er bér í reynsluferð, sem sannaði notagildi brennslusellanna. Comntan er sérstaklega rúmgóð þrátt fyrir litla fyrirferð, því þar er gott rúm fyrir 2 fullorðna og tvö börn. að leggja á helming þess rúms sem venjuleg bifreið notar, og eys engu eiturlofti frá sér. Hámarks kostnaður við rekstur slíkrar bifreiðar yrði u.þ.b. 250 kr. á mánuði, sem ekki er ýkja mikið. Auk þess hjálpar hver ferð niður brekku til að endurhlaða rafhlöðurnar!!!! Stjórn á hraða rafmagnsbifreiðar er mikið vandamál. Raf- hlöðurnar hafa ákveðinn straumstyrkleika, sem ekki er hægt að stjórna eins og snúningshraða bensínvélarinnar. Eldri gerðir raf- magnsbifreiða notuðu mismunandi mikla mótstöðu, sem gerði það að verkum, að rafmagnseyðsla var ætíð jöfn, hvort sem ekið var hægt eða hratt. Nútíma rafmagnsbifreiðir mega ekki við því að tapa þeirri orku. Rafmagnið verður að notast á sem hagkvæmastan hátt. Ein aðferðin er sú, að nota skiptanlega póla, til að gefa aðeins þá orku, sem nota þarf í hvert sinn. Onnur aðferð er sú, að skipta um sambönd milli rafhlöðueindanna, til að gera ýmist raðtengingu, eða samsíða tengingu. í raðtenging- unni leggst allur kraftur hverrar eindar við kraft hinna allra og spennan hækkar til að gefa meiri hraða. Hinsvegar í samsíða tengingu er spennan lág, en straumurinn mjög sterkur, sem gera sama gagn og lágir gírar á öðrum bifreiðum. En stærsta vandamálið er stöðugt hin stutta ferðalengd og stutt ending rafhlaðnanna. Ef við athugum rafhlöðurnar, skín þar skærast brennslu-sellan (fuel-cell). Hún er byggð á efnafræði- legum breytingum, sem orsaka rafmagnsmyndun og gefur straum, en án þess að eyðast upp. Hún gengur fyrir sérstökum brennsluefnisforða og súrefni. Svo lengi sem hún hefur brennsluefni og súrefni getur hún framleitt rafmagn svo að segja endalaust. Þó hafa brennslti-sellurnar sín eigin vandkvæði. General Motors var fyrsti aðilinn til að koma farartæki knúnu brennslu- sellu í umferð. Rannsóknarmennirnir þar notuðu vetnis- súrefnis brennslukerfi, en það er blanda sem þarfnast sérstak- lega mikillar varkárni í meðferð. Þegar rannsóknarmennirnir óskuðu eftir að fá vatnsþró í rannsóknarstofuna, sagði einn viðstaddra hæðnislega: „Nú ætla þeir að beita hestum fyrir bíl- inn!" Raunverulega var vatnsþróin öryggisráðstöfun. Ef svo slysalega vildi til, að hættuleg efni sprautuðust yfir mennina þurftu þeir að hafa vatnsker við höndina, til að stinga sér í um leið. Reyndist vatnsþróin eins og bezt var á kosið í þessu augnamiði. Frá byrjun var það augljóst, að vetnis-súrefnis brennslu-sella væri ekki hagkvæmasta formið fyrir bifreiðir. Tækin eru þung og fyrirferðarmikil. Brennsluefnin eru dýr, mjög eldfim og verða að geymast undir þrýstingi í þar til gerðum tönkum. T.d. þyrfti tankur er tæki V2 kg vetnis að vega u.þ.b. 50 kg. í samvinnu sinni við Union Carbide, tókst General Motors loks að troða vetnis-súrefnis sellu í einn af minni sendiferða- bílum sínum, og kölluðu þeir hann „Electrovan". ( í kerfinu er vetnið leitt til sellunnar í gegn um súrefnis- elektróðu, þar sem það klofnar í jónir. Þessar vetnisjónir sam- cinast súrefnisjónum frá elektrólítaalkönum, til að framleiða straum elektróna. Elektrónastraumurinn fer eftir annarri hringrás, sem beinn rafstraumur til að knýja aflvélarnar og síðan til súrefniselektróð- unnar. Þar sameinast súrefnið elektrónunum og vatni til að mynda vetnisjónir, sem síðan fara í gegn um elektrólíta til vetn- iselektróðunnar til að hefja hringrás sína á sama stað og hún hófst). Þegar „Electrovaninn" var fyrst kynntur almenningi, héldu sérfræðingar General Motors niðri í sér andanum. Enginn fékk að koma nálægt honum fyrr en eftir að sellurnar höfðu verið stöðvaðar. Seinna viðurkenndu þeir, að hafa óttazt að bifreiðin springi í loft upp þá og þegar. Chrysler verksmiðjurnar eru að vinna að gerð brennslu-sellu, sem getur gengið einfaldlega fyrir vetniskolefni, blönduðu lofti. Ford verksmiðjurnar álíta, að brennslusellurnar séu alltof fyrirferðarmiklar, þungar og dýrar eins og málin standa nú. Þess í stað hafa Ford verksmiðjurnar í Englandi gerzt frum- kvöðlar með „borgar-bifreið". Nefna þeir hana Comutan og getur hún borið 2 fullorðna og 2 börn (2-J—2). Til að byrja með verður hún knúin venjulegum rafhlöðum, en um næstu ára- mót mun ný rafhlöðugerð leysa þá gömlu af hólmi. Þessi nýja Framhald á bls. 26. 20 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.