Iðnneminn - 01.09.1967, Page 29

Iðnneminn - 01.09.1967, Page 29
haldi af samningum verkalýðsfélaganna, tel ég rétt að breyting eigi sér stað í samráði við verkalýðsfélögin. Mér er ekki kunn- ugt um að tillagan á þingskjali 104 sé flutt í samráði við þau og sé því ekki ástæðu til að taka að svo stöddu afstöðu til máls- ins." Reykjavík, 31. marz 1967, Uskar Hallgrímsson. ATHUGASEMD VIÐ ATHUGASEMD Laugardaginn 1. apríl (skemmtileg tilviljun), birtist hér í blaðinu „athugasemd" frá Óskari Hallgrímssyni formanni. For- maðurinn reynir í þessum pistli sínum, að réttlæta afstöðu sína gagnvart viðbótarlánum Húsnæðismálastjórnar til handa iðn- nemum, og tekst það vægast sagt óhönduglega, þótt hann beiti kratiskum hártogunum og hinu margrómaða afstöðuleysi sínu. Formaðurinn kemst svo að orði í ritsmíð sinni: „Mér er ekki kunnugt um að tillagan sé flutt í samráði við verkalýðsfélögin, og sé því ekki ástæðu til að taka að svo stöddu afstöðu til máls- ins." Þannig lýkur þvottinum og formaðurinn sjálfsagt hinn ánægðasti. Fyrir hvern eru slík skrif ætluð? Vormanninum cetti að vera kunnugt, að síðasta Alþýðtisambandsþing lýsti yfir ein- róma stuðningi við þessa málaleitan iðnnema. Þessi samþykkt tekur af allan vafa um afstöðu verkalýðsfélaganna í þessu máli. Um leið og ég læt skrifum um þetta mál lokið, langar mig að minna á að setning Ara fróða „að hafa beri það sem sannara reynist" er ekki úrelt, heldur er hverjum og einum hollt að lifa eftir, líka Óskari Hallgrímssyni. Reykjavík, 4/4 1967. Halldór Guðmundsson. ERLEXD SMÁS JA Úr leiðara málgagns danskra iðnnetna. í lok ágústmánaðar átti ég þess kost að kynnast lítillega starf- semi og baráttumálum danskra iðnnema í Kaupmannahöfn. Við þau kynni áskotnaðist mér meðal annars nýútkomið eintak af málgagni þeirra „Fri Ungdom". í blaði þessu er fjallað um innri mál danska iðnnemasambandsins, ásamt þeim málum sem efst eru á baugi, innlend sem erlend. Það vakti sérstaka athygli mína, hve veglegan sess alþjóða- mál skipuðu í starfi þeirra, í blaðinu er til dæmis löng grein um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs (ísrael og Ar- abalöndin), og þá hefur styrjöldin í Viet Nam ekki hvað sízt verið til umræðu í málgögnum þeirra. ÖIl þessi skrif í blöð- um sambandsins, svo og almenn og virk barátta, fyrir for- dæmingu á styrjaldarrekstri, kemur manni ef til vill svolítið spánskt fyrir sjónir vegna þess hve íslenzk verkalýðshreyfing hefur verið afskiptalaus um þessi mál. Ég tel ástæðu til, að gefa lesendum Iðnnemans, kost á að kynna sér hugmyndir starfsbræðra okkar á Norðurlöndum um þessi mál, með því að birta hér að neðan leiðara úr málgagni þeirra „Fri Ungdom", sem nefnist USA — Viet Nam — NATO: Það eru augljóslega engin takmörk fyrir hversu langt Banda- ríkin munu ganga í baráttu sinni gegn hinni viet-nömsku þjóð. Loftárásir á staði í Norður Vietnam sem eru svo nálægt Kín- verska alþýðulýðveldinu, að það tekur aðeins 30 sekúndur að fljúga að landamærunum, loftárásir á hlutlausa ríkið Laos, flug yfir kínversku landi, og síðast en ekki sízt loftárásir á íbúða- hverfi í Hanoi, eru svo alvarlegar útfærslur á stríðinu að sam- líking á ástandinu í Viet Nam nú og ástandinu rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina verður sífellt nærtækari. Hvart það er barizt um herraþjóðarhugmyndir Hitlers eða hinar sérstöku frelsishugsjónir Johnsons skiptir ekki máli, að- alatriðið er að aðferðin er hin sama. Margir eru á þeirri skoðun, að England hafi of seint brugð- izt við árásum Þýzkalands í seinni heimsstyrjöldinni. Við skul- um sannarlega vera þakklát fyrir að Sovétríkin og Kína skuli sýna þessa sömu þolinmæði í suð-austur Asíu í dag... Spurn- ingin er hversu langt geta Bandaríkin gengið áður en þessa þolinmæði þrýtur. Og hversu langt geta þau gengið áður en okkar þolinmæði þrýtur? Bandaríkin eru driffjöðurin í Nato. Nato á að vernda lýð- ræðið. Mótsögnin í þessu verður æ ljósari. Viet Nam er ekki eina dæmið sem við höfum um skilningsleysi Bandaríkjanna á lýðræðinu. Heiminum er ljóst hvernig málum er háttað í Róm- önsku Ameríku. Einnig í Grikklandi. Ef lokað yrði fyrir peninga og vopn til Grikklands myndi herforingjastjórnin falla skjótlega. Portúgal, Grikkland og Bandaríkin eru bandamenn vorir í Nato. Hvernig eigum við að trúa því að þessi lönd geti eða vilji verja lýðræðið. Eftir gangi mála verður sú skoðun æ útbreidd- ari að Danmörk eigi að segja sig úr Nato 1969 þegar samning- ur er úr gildi fallinn. Þessi skoðun breytist ekki meðan B .nda- ríkin sjálf taka hinn ofstækisfyllsta fasisma fram yfir sósíal- isma. (Þýð. Halldór Guðmttndsson) I Ð N N E M I N N 29

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.