Iðnneminn - 01.09.1967, Page 33

Iðnneminn - 01.09.1967, Page 33
VIÐTAL VIÐ ÖRLYG SIGIJRÐSSON Tíðindamaður blaðsins lagði leið sína vestur í Vélsmiðjuna Héðinn um daginn og hitti þar að máli Örlyg Sigurðsson for- mann Félags járniðnaðarnema og tók hann tali. — Segðu mér Örlygur, hvað er langt síðan Félag járniðnað- arnema var stofnað? — Félagið var stofnað 20. marz 1927 og var því 40 ára á síðastliðnum vetri, og hefur félagið starfað óslitið frá stofnun. — Hvernig hefur starfsemi félagsins gengið fram að þessu? — Oftast nær hefur starfsemin verið í miklum blóma og miklar framkvæmdir í starfi félagsins, en eins og gengur og gerist í allri félagsstarfsemi hafa komið dauð tímabil en aldrei svo dauð að ekki hafi verið haldinn aðalfundur og stjórn kosin fyrir næsta kjörtímabil. Má það eiginlega kallast furðulegt að í fálagi sem þessu þar sem hver félagsmaður starfar í mesta lagi aðeins í fjögur ár, að félagsskapurinn skuli lifa óslitið í 40 ár. Það má bæta því við að í tilefni 40 ára afmælisins, boðuðum við til fundar með gömlum forustumönnum félagsins, og var það bæði skemmtilegt og fróðlegt. — Hvernig hefur starf félagsins gengið síðast liðið ár? — Markmið núverandi stjórnar er að efla félagið og vekja meiri áhuga meðal meðlima þess. í því sambandi höfum við gefið út tvo bæklinga um starf félagsins, og einnig boðuðum við til all sérstæðs fundar, svokallaðs „spjallfundar" í júní s.i., en fundartíminn virðist hafa verið óheppilega valinn, því að fáir létu sjá sig. Ætlum við að reytia aðra tilraun í vetur og sjá hvernig fer. Húsnæðisskortur hefur mjög háð allri starfsemi félagsins og hefði starfsemin eflaust getað orðið meiri en hún cr ef gott húsnæði hefði verið fyrir hendi. — Hefur félagið haft samstarf við önnur iðnnemafélög að einhverju leyti? — Já, síðastliðið vor héldu félög járniðnaðarnema og Félag nema í rafmagnsiðn sameiginlegan fræðslufund og flutti Snorri Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands og fulltrúi í iðnfræðsluráði erindi um iðnnemafélögin og verka- lýðshreyfinguna. Var þetta ágætur fundur og sæmilega sóttur. Einnig héldu þessi félög sameiginlega árshátíð og tókst hún í alla staði hið bezta. Þá var ákveðið að fara í ferðalag en því varð að aflýsa vegna ónógrar bátttöku. Hefur samstarf þetta við rafvirkjanemana verið hið ánægjulegasta og til mikils gagns og er stefnt að því að halda því áfram. — Hvað viltu segja mér um ástand járniðnaðarins? Stjórn Félags járniðnaðarnema. Örlygur í aftari röð til vinstri. — Horfurnar í járniðnaðinum eru geigvænlegar nú um þess- ar mundir og er fyrirsjáanlegt að einhverjar smiðjurnar „fari yfrum," ef ekki rætist úr. Kjör járniðnaðarmanna eru fyrir neðan allt sem velsæmi heitir og tel ég að það sé ein ástæðan fyrir ástandinu. Smiðjurnar hafa ekki nóg af hæfum mönnum því um leið og þeim gefst kostur á, eru þeir komnir úr iðninni yfir í aðrar greinar, betur borgaðar. Einnig tel ég að hinn hömlu- lausi innflutningur á vélum og tækjum sem auðveldlega er hægt að smíða hérlendis eigi þarna nokkra sök og er það að nokkru levti smiðjanna sök, því þær eru margar umboðsmenn erlendra fyrirtækja, sem hafa sömu vöru á boðstólum. Samt lít ég svo á að úr þessu muni rætast, því íslenzkir ráðamenn hljóta að fara að sjá, að íslenzkum þjóðarbúskap er nauðsyn á að hafa traustan og öfiugan járniðnað, sem eina af undirstöðum íslenzks þjóðlífs. — Hvað viltu þá segja að lokum Örylgur? — Ég vil aðeins láta í Ijós þá ósk að Félag járniðnaðarnema megi starfa áfram um alla ókomna framtíð, og berjast fyrir þeim hugsjónum sem það var stofnað til að hrinda í framkvæmd, þ. e. a. s. bættri menntun og betri kjörum iðnnema. Svo hvet ég járniðnaðarnema til að halda ávallt merki félagsins hátt á loft, það er þeim, íslenzkum iðnaði, já, íslenzku þjóðfélagi nauðsyn. Ólsen Ólsen formaður FNHHS — Segðu mér Ólsen, hvenær var F.N.H.H.S. stofnað? — Ja, jú, það var stofnað hér um árið. — Hvað eru margir meðlimir í félaginu? — Ja, jú, það er á að giska, ja nokkrir, ja, jú það má segja töluvert margir. — Hvernig gengur félagsstarfið, hafa ekki verið haldnir margir félagsfundir? — Ja, jú, það var haldinn aðalfundur. Já, og þótti bara takast vel. — Og hvernig hefur starfseminni verið háttað? Ég á við á hverju er starfsemi ykkar byggð? — Ja, jú, ja við erum eiginlega ekki byrjaðir að byggja. — Já það er einmitt það. í hverju er starf ykkar falið? — Ja, jú það má eiginlega segja að það sé falið. i Ð N N E M I N N 33

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.