Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 35

Iðnneminn - 01.09.1967, Blaðsíða 35
SIGURÐUR MAGNSSSON ÁSTAXD IÐNAÐARINS Á undanförnum misserum hefur allmikið verið rætt um á- stand atvinnulífsins í landinu, og þó einkum hina vaxandi erfið- leika iðnaðarins og aukinn samdrátt. Iðnnemar hafa lítið bland- að sér í umræður um þessi mál þótt ástand iðnaðarins og hags- munamál þeirra séu samtvinnuð. Ég tel það því hæfa að vekja athygli á hinu ískyggilega ástandi iðnaðarins, hér í þessu mál- gagni iðnnema. Við höfum valið iðnaðinn sem okkar framtíð- arvettvang og aukinn uppgangur hans þýðir aukna velmegun okkar. Því mun framtíð íslenzks iðnaðar vera brýnasta hags- munamál iðnnema. Fyrirhyggja er sá eiginleiki sem hvern búmann þarf að prýða, og hver sá sem vill láta kalla sig góðan búmann þarf að byrgja sig upp í góðærinu, til að vera viðbúinn að mæta hallæri og ó- áran. Þetta á ekki sízt við í landi eins og okkar þar sem óstöðug veðrátta og aflaleysi geta gert miklar búsifjar. Eins og búmað- urinn þarf að hafa fyrrnefnda eiginleika, fyrirhyggjuna, til þess að geta staðizt óstöðugleika og duttlunga náttúrunnar, þá þarf dugandi ríkisstjórn að vera þessum kostum búin, ef hún vill tryggja örugga afkomu þegna sinna. Nokkur undanfarin ár hafa verið einhver þau beztu sem við þekkjum til, hvað snertir góða afkomu þjóðarbúsins. Sjómenn okkar hafa í síauknum mæli „sótt gull" í greipar hafsins, bænd- urnir hafa stóraukið og bætt bústofn sinn, og iðnaðarmennirnir stöðugt færzt meira í fang og sannað svo ekki verður um villzt að íslenzkur iðnaður á mikla framtíð fyrir sér, ef að honum er hlúð. Viðskipti okkar við útlönd hafa ekki áður verið hagstæð- ari og verð á útflutningsafurðum okkar óhemju hátt. Vissulega hefur viðskiptastaða okkar við útlönd verið óhagstæð undanfarin misseri, en þó er verð á útflutningsafurðum okkar nú mun hærra en það var áður en hinna miklu verðhækkana gætti á er- lendum mörkuðum. Svo óhagstæður viðskiptajöfnuður sem þessi hefði ekki átt að kollvarpa öllum undirstöðum atvinnulífsins ef rétt hefði verið á málunum haldið. Það má segja að undanfarin ár hafi allt verið fyrir hendi til að stórefla atvinnuhætti okkar, og bæta lífsafkomu þeirra er landið byggja. Aðeins eitt hefur vantað, fyrirhyggju búmannsins, og því stöndum við nú gagnvart fjárvana atvinnufyrirtækjum og jafnvel atvinnuleysi. Þeir sem hafa haldið um stjórnvölinn á þjóðarskútunni hafa látið góðærið sljógva sig og þá hefur skort skilning á þörfum atvinnuveganna. Og um þá mætti segja: Eng- ir hafa átt eins mörg gullin tækifæri og eins marga glataða möguleika. Járniðnaðurinn á í vaxandi erfiðleikum. Já, það blandast engum hugur um það að ástandið er ískyggi- legt, því jafnvel ráðamennirnir eru farnir að nota orð eins og erfiðleikar og samdráttur, þar sem þeir áður notuðu velgengni og þensla. Ég tel mig ekki þurfa að koma með nein sérstök dæmi, um hið uggvænlega ástand iðnaðarins, iðnnemar þekkja þetta bezt sjálfir úr sínu daglega starfi, í þess stað skulum við gefa Gunn- ari J. Friðrikssyni, formanni Félags íslenzkra iðnrekenda orðið. En eftirfarandi ummæli lét hann hafa eftir sér á síðasta árs- þingi iðnrekenda, í marz: „Þetta ástand í iðnaðinum, þrátt fyrir vaxandi neyzlu með þjóðinni, stafar fyrst og fremst af versnandi samkeppnisaðstöðu, sem á meðal annars rætur sínar að rekja til síhækkandi fram- leiðslukostnaðar, en hann hélt áfram að hækka á árinu og leiddi til tilfinnanlegs skorts á rekstrarfé. Hin harða samkeppni kem- ur í veg fyrir, að hægt sé að hækka verð vörunnar og þannig auka eigið rekstrarfé fyrirtækjanna, en lánastofnanir hafa ekki getað veitt iðnaðinum fullnægjandi úrlausn, þrátt fyrir áfram- haldandi vöxt lánastofnana iðnaðarins." Þannig mælti Gunnar J. Friðriksson, formaður F.Í.I., meðal annars, en hvaða ályktanir getum við nú dregið af þessum orð- um hans? Hann telur fyrst og fremst upp þrjár ástæður, sem standa iðn- aðinum fyrir þrifum, í fyrsta lagi hækkandi framleiðslukostn- aður, í öðru lagi versnandi samkeppnisaðstaða og í þriðja og síðasta lagi ónógar lánveitingar til iðnaðarins. Þetta eru reyndar engin ný sannindi, og ég held að allflestir iðnnemar geti tekið undir þessar staðhæfingar, en íhugum þessi atriði nokkuð nánar. I Ð N N E M I N N 35

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.