Iðnneminn - 01.09.1967, Síða 36

Iðnneminn - 01.09.1967, Síða 36
Vissulega hefur framleiðslukostnaðurinn hækkað rnikið á und- anförnum árum, og ekki sízt nú síðustu misserin, og er það fyrst og fremst um að kenna hinni landskunnu óðaverðbólgu, sem nú tröllríður öllum húsum. Iðnrekendur sem og aðrir atvinnurek- endur, hafa stundum haldið því fram að framleiðslukostnaður- inn væri svona hár vegna hárra launa iðnaðar- og verkamanna, en það eru aðeins undanbrögð til að leyna hinum raunverulegu ástæðum. Og allir muna eftir umræðum og skrifunum, sem spunnust út af viðgerðunum á Bjarma II., en eigendur skips- ins töldu sér ekki fært að taka neinu innlendu tilboði í verkið, og var báturinn sendur til Þýzkalands til viðgerðar. Smiðjueig- endur klykktu þá út með því, að tilboð þeirra væru svona miklu hærri og óaðgengilegri vegna þess að kaup járniðnaðarmanna væri svo miklu hærra hérlendis en erlendis. Þegar þetta var síðar athugað nánar kom í Ijós að þótt járniðnaðarmennirnir hefðu unnið verkið kauplaust hefði viðgerðin samt verið ódýrari í Þýzkalandi. Á þessu sézt að það er eitthvað meira en lítið bogið við rekstur iðnaðarins. En víkjum aðeins að hinni versnandi samkeppnisaðstöðu. Hinn hömlulausi innflutningur allskyns iðn- aðarvarnings sem nú tíðkast, er að gera út af við fjölmörg iðn- fyrirtæki, og nokkrar iðngreinar eru nú þegar búnar að leggja upp laupana. Á meðan þessu fer fram, blómgast innflutnings- verzlun, meira en áður hefur tíðkazt, og dæmi eru jafnvel um að fyrrum stór-iðnframleiðendur hafa hætt framleiðslu sinni, en farið í þess stað að flytja inn samskonar vöru. Og má með sanni segja að heildverzlun vaxi eins og blóm á leiði iðnaðarins. Á sama tíma og öllum innflutningsbröskurum hafa verið gefnar frjálsari hendur hafa lánveitingar til iðnaðarins ekki auk- izt, heldur hefur í auknum mæli verið veitt fé til verzlunarinn- ar. Þetta er alröng stefna í málefnum iðnaðarins, og ekki von að þeir vaxtarbroddar innlends iðnaðar sem skotið hafa rótum standist slíka aðsröðu. Eins þarf tollalöggjöfin öll endurskoðunar við, en nú er algengt að hráefni til íslenzks iðnaðar séu hærra tolluð en fullunnar vörur erlendar. Margt mætti ennþá segja um þessi mál, en ég læt þetta nægja að sinni, en ég skora á iðn- nema að gefa þessum málum meira rúm í starfsemi sinni, því það er til lítils að berjast fyrir bættum kjörum og betri náms- aðstöðu, ef framtíð íslenzks iðnaðar er ekki tryggð. HVAÐ MÖRG . . . ? Kerling nokkur lagði af stað heiman frá sér með epli í körfu, sem hún ætlaði að selja. — í fyrsta húsinu, sem hún kom í seldi hún helminginn af eplunum og hálfu epli betur. — í öðru húsinu, sem hún kom í seldi hún helminginn af eplun- um, sem þá voru eftir og hálfu epli betur. — í fjórða húsinu seldi hún helminginn, sem þá var eftir, og þá var eftir 1 epli. Hvað fór hún með mörg epli að heiman? 36 I Ð N N E M I N N

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.