Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1968, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.05.1968, Blaðsíða 5
Ályktanir 25. þings Iðnnemasambands íslands Iðnfræðslumál. 25. þing INSÍ ályktar eftirfarandi inn iðn- fræðslumál: 1. Þingið fagnar þeirri stefnu, er tekin hefur verið með að færa nám nema að nokkru leyti inn í verknámsskóla, og telur að fræðslu iðnnema sé bezt borgið, fari mestur hluti námsins fram í verknámsskólum. Jafnframt skorar þingið á skólayfirvöld í Reykjavík að hafa fullkomin verkfæri og vélar í verk- námsskóla þeim, sem verið er að stofnsetja. 2. Þingið bendir á, að meistarakennsla sé úrelt og óhæft námsfyrirkomulag, en ítrekar jafn- framt að meðan það ástand ríkir, tryggi við- komandi yfirvöld að raunhæft eftirlit sé haft með kennslu meistara, svo sem ákveðið er með lögum. r------------------------------------------ 3. Þingið bendir á, að ástandið í kennslumálum iðnskólanna er með öllu óviðunandi og þjóð- inni til vansæmdar. Telur þingið að vinna beri bráðan bug að því að allir iðnskólar verði dagskólar og bendir á að 17 ár eru liðin síðan dagskólafyrirkomulagið var lög- fest á Alþingi. Einnig vill þingið ítreka þá kröfu sína, að kennslan standi ekki lengur dag hvern, en sem svarar venjulegum dag- vinnutíma. 4. Þingið bendir á, að með aukinni tækni og vélvæðingu hljóti kröfur til kennara og nem- enda að stóraukast. Telur þingið, að það sé algert frumskilyrði fyrir vel menntuðum iðn- aðarmönnum, að sérhæfðir kennarar annizt kennslu verðandi iðnaðarmanna. 5. Þingið skorar á stjórnarvöld að hraða bygg- ingarframkvæmdum við þá iðnskóla, sem nú Til lesenda: Nœsti IÐNNEMI verður helgaður iðnfrœðslurmi, og þá eink- um skólamálunum. Viljum við nú hvetja alla iðnnema, svo og aðra áhugamenn um téð efni, að senda okkur álit sitt, einnig er að sjálfsögðu allt efni, tengt iðnnemamálum, vel þegið. Utanáskrift blaðsins er IÐNNEMINN, Skólavörðustíg 16 — Reykjavík. Með fyrirfram þökk. RITNEFND. IÐNNEMINN 5

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.