Iðnneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Iðnneminn - 01.05.1968, Qupperneq 16

Iðnneminn - 01.05.1968, Qupperneq 16
Hárgreiðslunemar í norrænni greiðslukeppni Það er ekki á hverjum degi, sem íslenzkir iðnnemar taka þátt í keppnum erlendis, en í nóvember sl. tóku tveir hárgreiðslunemar, þær Elsa og Svava Haraldsdætur (þó ekki systur), þátt í norrænni hárgreiðslukeppni eða Nordisk mesterskap i frisering í Oslo. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem Islendingar eru með í keppni þessari, sem nú var háð í 14. sinn, og því er ekki úr vegi að segja lítillega frá keppninni hér á síðum málgagns allra iðnnema, því ekki er laust við, að hárgreiðslunemar hafi orðið útundan á undanförnum árum. Styðst ég í frásögninni jafnt við frásögn stúlknanna og frásagnir í Den Norske Dame- og Herrefrispr. S. Ó. Gef ég þá fyrst stúlkunum orðið: — Undankeppni um þátttökurétt fór fram hér heima og kepptu fyrst 10 og síðan 4. í september hófst síðan undirbúningur með 2—3 æfingum í viku og alltaf á sömu dömunni, þar sem skilyrði var að model við samkvæmisgreiðslu væri ís- lenzkt. íslcnzku þátttakendumir Elsa og Svava — til hægri er ein finnsku stúlknanna. Við flugum út 16. nóvember og með okkur 12 meistarar og modelin tvö. Umsjónarmaður okk- ar, Thorleif Thorleifsson, tók á móti okkur og var til aðstoðar allan tímann. Var strax tekið til við að æfa, svo og næstu daga, en keppnin hófst að morgni 19. nóvember, en þá fórum við í hár- greiðslustofuna Det Hvide Hus. Þar drógum við um model fyrir daggreiðslu, en þau urðu að vera norsk, og settum síðan rúllur í, en þá voru modelin innsigluð og haldið í Folkets Hus, þar sem keppnin var formlega sett kl. 2 stundvís- lega með miklum hátíðabrag, að viðstöddmn 1000 áhorfendum. Keppendur voru 34 alls, 18 hárgreiðsludömur og 16 rakarar. Dvölin úti var í alla staði hin ánægjulegasta og eiga Norðmennimir heiður skilinn fyrir góð- an undirbúning. Þeir aðstoðuðu okkur við það, sem lagfæra þurfti, því að misskilningur var hjá okkur um mismun á keppnis- og sýningar- greiðslu. Þá tek ég til við frásögn Den Norske Dame- og Herrefris0r, og gríp víða niður, en rýmisins vegna verð ég að stytta frásögnina mikið. „Folkets Hus var troðfullt af áhugasömu hár- greiðslu- og hárskerafólki við keppnissetning- una. Ljósið smáféll í salnum — sviðstjaldið fór frá og 34 keppendur frá öllum Norðurlöndunum stóðu á sviðinu í fjórum röðum, átta keppendur frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, og í fyrsta skipti í keppninni einnig tveir glæsilegir hárgreiðslunemar frá Sögueyjunni Islandi. Undir fánum Þýzkalands, Austurríkis og Hol- lands sátu dómararnir sex: Joschi Melkus, Fred Rachle og Karl Ebinger frá Austurríki, Fritz Parigi og Fritz Witte frá Þýzkalandi og Anton Latatser frá Hollandi. — Hins vegar á sviðinu, undir fimm norrænum krossfánum, sátu for- menn meistarasamtakanna á Norðurlöndum. íslenzku nemarnir tveir voru mjög vinsælir meðal áhorfenda. Ekki bara fyrir skemmtilega 16 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.