Iðnneminn - 01.05.1968, Page 18

Iðnneminn - 01.05.1968, Page 18
Hugleiðingar um Hugleiðingu um skattamál Haraldur Steinþórsson er 42. ára að aldri. Hann varð stúdent 1944 og er gagnfræðaskólakennari. Kenndi fyrst á ísafirði og síðan í Reykjavík. Hann hefur setið í stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja síðan 19G0 og verið 2. varafonnaður frá 1962 og jafnframt verið framkvæmdastjóri BSRB. Haraldur hefur starfað að félagsmálum í Æsku- lýðsfylkingunni, Sósíalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu. Hann hefur einnig starfað í íþrótta- hreyfingunni, m. a. var hann formaður íþrótta- bandalags ísfirðinga í tvö ár og formaður Knatt- spymufélagsins Fram í fimm ár. Sunnudaginn 21. janúar 1968 í 13. viku vetr- ar kl. 14,30, setti núverandi formaður INSÍ, Sigurður Magnússon, fyrsta fræðslufundinn á stjómartímabilinu. Ræddi hann nauðsyn slíkra funda og sagði, að það efni, er nú ætti að ræða, væri tímabært, þar eð þorri landsmanna stæði nú í ströngu við gerð skattaskýrslna og þar á meðal iðnnemar. — Efnið fjallaði einmitt um skattamál. Frummælandi á þessum fundi var varafor- maður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Haraldur Steinþórsson. Umræðuefni sitt kall- aði hann „Hverjir borga, hverjir sleppa? Hug- leiðing um skattamál." Flutti hann stutta en ýtarlega ræðu um mikið efni. Svaraði hann síð- an fyrirspurnum fundarmanna, er voru um 40 talsins. Tókst fundurinn vel í hvívetna. Hin frjálslega og persónulega framkoma Haraldar í ræðustól gerði fundarstemningu alla hina ánægjulegustu. Aldrei þessu vant gerðust menn ófeimnir með öllu og lögðu hver í kapp við annan fyrirspumir fyrir frummælanda, er hann síðan leysti úr eftir beztu getu. Kom margt for- vitnilegt fram. Nefndar voru svimandi háar upphæðir, ráðstöfun þeirra, innheimtuaðferðir nútímans og framtíðar. Sagði Haraldur, að eftir nýjustu upplýsing- um, sem hann hefði aðgang að, næmu tollar og söluskattar um 3 milljörðum króna á ári. Tekju- og eignaskattur væri um 720 milljónir og útsvör og aðstöðugjöld í Reykjavík um 870 milljónir. Heildargreiðslur til hins opinbera væru þannig u. þ. b. 5—6 milljarðar á ári, eða u. þ. b. 25—30 þúsund krónur á hvert mannsbam (frá vöggu til grafar). Síðan fjallaði ræðumaður nokkuð nánar um söluskatt og beina skatta. Benti hann á að skattsvik væri e. t. v. almenn- asta þjóðaríþrótt Islendinga. Þau bitnuðu þó hvorki á ríki eða sveitarfélögum, heldur væm skattsvikin stuldur frá náunganum, og þannig kapphlaup um það hver væri duglegastur að 18 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.