Iðnneminn - 01.05.1968, Síða 19
ræna annan. Launþegarnir væru þar oftast í
hlutverki vasaþjófsins, sem reyndi að laumast
í vasa eignamanna, en á meðan framkvæmdu
þeir innbrot og stórþjófnað hjá launafólki. Það
væri að vísu e. t. v. hlutdrægni að tala eingöngu
um þjófnað í sambandi við „hagræðingu"
skattaframtala, þar sem sumar smugumar eru
lögvemdaðar í skattalögunum og jafnvel settar
til að „vernda“ smælingjana. Nefndi hann nokk-
ur dæmi um misnotkun á frádráttarliðum skatt-
framtala, en kvaðst ekki ætla að leiðbeina um
smáhnupl hvað þá meira og þaðan af síður að
setja upp skóla fyrir skattsvikara, enda væri
það vonandi ekki það nauðsynlegasta í fram-
tíðinni.
Söluskattur er ein aðaltekjulind ríkisins og
nam hann á árinu 1966 1.237 millj. króna. —
Neytendur greiða allir söluskatt og á hann að
renna til ríkissjóðs. Sé honum stungið undan ér
því um beinan þjófnað innheimtumanna að
ræða. Sérstök nefnd á vegum launþegasamtak-
anna hefði fjallað um söluskattsinnheimtu á sl.
vetri í viðræðum við ríkisstjómina. Upplýsing-
ar sem hiin fékk hjá Efnahagsstofnun ríkisins
voru á þá lund, að niðurstöður athugana hennar
sýndu aðeins 4,8% vanhöld á árinu 1965, eða
sem svarar 51,5 millj. króna og enn minni 1966.
Nefnd launþegasamtakanna var sammála um,
að hafna algjörlega réttmæti þessarar niður-
stöðu Efnahagsmálastofnunarinnar, sem hald-
lausum og byggði þá afstöðu sína m. a. saman-
burði á þeim skattstofni, sem líklegt er að inn-
flutningur gefi, og innheimtum söluskatti. Einn-
ig á reynslunni á starfi skattarannsóknardeildar,
svo og á almennri vitneskju um skattsvik. Var
nefnd launþega þeirrar skoðunar, að söluskatts-
IÐNNEMINN
19