Iðnneminn - 01.05.1968, Blaðsíða 20
svik næmu hundruðum milljóna króna árlega,
en ekki fáum tugum. — Ræðumaðurinn færði
nokkur rök að þessum sjónarmiðum og gat þess
jafnframt, að ótrúlegt væri að innheimtumenn
söluskatts hér á landi væru betri og heiðarlegri
en t. d. í Danmörku, þar sem vanhöld eru talin
vera um 15—20%.
Ekki væri glæsilegri myndin af áreiðanleik
íslenzkrar skýrslugerðar, þegar athuguð væri
skýrsla sú, sem Hagstofan birtir árlega um með-
albrúttótekjur kvæntra karla eftir skattfram-
tölum. Las hann upp nokkur dæmi úr skýrslu,
sem miðuð er við skatttekjur árið 1965. Þar eru
verkamenn taldir með 202—221 þúsund brúttó-
tekjur. Faglærðir iðnaðarmenn og iðnnemar
með 236—245 þúsund krónur (iðnnemar draga
þessa tölu eitthvað niður). — Iðnmeistarar við
byggingarstörf hafa 260 þúsund krónur, en aðrir
einstaklingar, sem vinna sjálfstæð störf, hafa
223 þúsund króna brúttótekjur. Vinnuveitendur
og forstjórar hafa samkv. skýrslu þessari 307
þúsund króna brúttótekjur, eða aðeins 43%
hærri tekjur en meðaltal verkamanna. Væru nú
skattar og útsvör dregin frá þessum 93 þúsund
krónum, sem vinnuveitendur og forstjórar hafa
umfram verkamenn, þá má ætla að þeir hefðu
til ráðstöfunar ca. 40 þúsund krónum meira en
verkamenn almennt, og fyrir þessa litlu upphæð
gætu þeir veitt sér margt gott og blessað. Byggt
lúxusvillur, keypt glæsilega fjölskyldubíla,
farið í utanlandsferðalag einu sinni til tvisvar
á ári, greitt námskostnað við langskólanám
barna sinna o. s. frv. o. s. frv. Já, — þetta væri
hægt fyrir einar 40 þúsund krónur, marg gengis-
felldar. Ja, — misjöfn er mannanna aðstaða og
galdramáttur, þeir hljóta allir að vera í ættum
við galdramenn er bjuggu á Ströndum vestur
forðum.
Haraldur benti á, að þeir, sem sjálfir gæfu
upp tekjur sínar, skeri sig ótvírætt úr í saman-
burði í opinberum skýrslum. Síðan eru á grund-
velli þessara skattaframtala byggðir þeir út-
reikningar vinnuveitenda og ríkisvalds, sem
halda því fram, að kaupmáttur launafólks hafi
aukizt. — Þetta mætir svo stéttarfélögunum í
samningum, og skýrslum þessum er hampað til
að sýna skiptingu teknanna, sem sífellt er deilt
um. Niðurstaðan væri sú, að skattamálin væru
e. t. v. eitt stærsta vandamál okkar í dag. í lok
málsins benti Haraldur á eftirfarandi úrræði, til
að bæta úr í þessum efninn: Skapa þurfti al-
menningsálit gegn skattsvikum. — Launþegar
þurfi að setja fram kröfur um heiðarleg skatta-
framtöl. Meðan reynt væri að skapa réttan
grundvöll, þá verði ekki lögð áherzla á að elta
uppi eldri skattsvik. Form framtala þurfi að
gera einfaldara og skattaeftirlit verði óháð og
starf þess fljótvirkara. Framkvæmt verði árlega
raunverulegt eftirlit með tekjum og eignum
nokkurs hóps skattgreiðenda samkv. útdrætti.
Teknar verði upp strangari refsingar við skatt-
svikmn og málarekstri í þeim málum hraðað.
Einnig væri staðgreiðslukerfi skatta mjög á
dagskrá.
Fjármálaráðherra hefði nýlega tekið fram að
engra breytinga væri að vænta í sambandi við
söluskatt eða skatta almennt á næstunni. Al-
þýðan yrði að láta þetta til sín taka, þetta væri
hennar kross. Róttækra breytinga gerist nú æ
brýnni þörf.
Og út úr „sæluríkinu Utopiu“ héldu iðnnem-
ar þungt þenkjandi út í foræði raunveruleik-
ans, það sló bjarma á austurhimininn.
Sigurður Steinþórsson, ritari INSI.
20
IÐNNEMINN