Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 20
 28. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skáldsögur Sögusvið skáldsagna geta ekki síður en góð persónusköpun eða vel skrifaður texti haft djúpstæð áhrif á lesendur. Áhrifamiklar lýsingar á staðháttum geta jafnframt laðað til sín ferðamenn sem vilja feta í fótspor uppáhaldssöguhetjunnar sinnar og upplifa töfra hafs og strandar, fallegra héraða, fjalla og frumskóga. Heillandi heimur Louvre-safnið í París hefur alltaf verið vinsæll ferðamannastaður en gestum þess fjölgaði um 800.000 á ári eftir útgáfu bókarinnar Da Vinci lykilsins eftir Dan Brown. Varla verður deilt um fegurð Kefalóníu á Grikklandi sem er sögusvið skáldsögu Louis de Bernières, Mandólín Corellis höfuðsmanns. Samnefnd kvikmynd var þar tekin upp og á hvort tveggja þátt í auknum vinsældum staðarins. Í kjölfar vinsælda Minninga geishu fengu japönsk stjórnvöld höfundinn Arthur Golden til að taka að sér fararstjórn í Gion-hverfi Kyoto þar sem bókin gerist. Íbúar Savannah í Georgíu vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar ferða- mönnum fjölgaði um helming, eða í sex milljónir, eftir að bókin Midnight in the Garden of Good and Evil kom út. Þegar tekjurnar af ferðamönnum lágu fyrir voru hins vegar flestir sáttir. Lengi hefur verið vinsælt að fara í safaríferðir til Gaborone, höfuðborgar Botsvana í Afríku. Með tilkomu sagnabálks Alexanders McCall Smith um Kvenspæjarastofu No. 1 varð einnig eftirsótt að ferðast til heimaslóða kvenspæjar- ans úrræðagóða Precious Ramotswe. Ár í Provence eftir Peter Mayle hefur sjálfsagt ekki dregið úr ferða- mannastraumi til þessarar frönsku náttúruperlu. N O RD ICPH O TO S/G ETTY Mögnuð spennusaga SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Hvers veg illræmdu S j j Hvers vegna grípa dularfullir menn til örþrifaráða til að afla upplýsinga um rannsóknir þýskra nasista á launhelgum Óðins og Þórs? Af hverju gera þeir Ísland að vettvangi skuggalegrar starfsemi sinnar? Ný íslensk spennusaga af bestu gerð eftir verðlaunahöfundinn Elías Snæland Jónsson. Ný bók eftir Elías Snæland Jónsson 4.990 Tilboðsv 3.990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.