Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 28
16 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Eiginkona mín,
Helga Ingólfsdóttir
semballeikari,
sem lést 21. október sl., verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 15 en
tónlistarstund hefst kl. 14.30. Þeim sem vilja minnast
Helgu er bent á Sumartónleika í Skálholtskirkju, kt.
700485-0809, reikningur 0334-13-554431.
Þorkell Helgason
Ástkær móðir okkar og amma,
Jóhanna Herdís
Sveinbjörnsdóttir
frá Vestmannaeyjum, Borgarholtsbraut 20,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum, Landakoti, að morgni sunnu-
dagsins 25. október. Útförin verður auglýst síðar.
Ríkharður H. Friðriksson
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir
Kristín Helga Ríkharðsdóttir.
MOSAIK
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Ólafsson
Þverbrekku 4, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 19. októb-
er. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn
29. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið.
Kolbrún D. Magnúsdóttir
Erla María Kristinsdóttir Ómar Óskarsson
Hrafnhildur Björnsdóttir Jón Magnús Katarínusson
Magnús Ólafur Björnsson Aníta Ýr Eyþórsdóttir
Oddný Björnsdóttir Róbert James Abbey
Eygló Björnsdóttir Friðrik Þór Hjartarson
Berglind Björnsdóttir Ólafur Tryggvason
barnabörn og barnabarnabörn.
MERKISATBURÐIR
1134 Magnús Einarsson er
vígður biskup í Skálholti
af Össuri erkibiskupi í
Lundi.
1449 Kristján I. er krýndur kon-
ungur Danmerkur.
1601 Rúdolf II., keisari Hins
rómverska keisaradæm-
is, kaupir öll stjörnuskoð-
unartæki Tycho Brahe af
Kirsten ekkju hans.
1780 Reynistaðabræður leggja
af stað úr Árnessýslu
norður Kjöl við fimmta
mann, með 180 kind-
ur og 16 hesta. Mennirnir
farast allir í Kjalhrauni.
1981 Hrauneyjafossvirkjun í
Tungnaá er tekin í notkun.
1987 Þáttur Hermanns Gunnars-
sonar, Á tali hjá Hemma
Gunn, hefur göngu sína í
Sjónvarpinu.
JOHN LOCKE (1632-1704) LÉST ÞENNAN DAG.
„Mér hefur alltaf fundist gerðir
manna gefa bestu vísbending-
una um hugsanir þeirra.“
Locke var enskur heimspek-
ingur, sem hafði feikileg áhrif
með ritum sínum í þekkingar-
fræði og stjórnspeki. Hann
var einn helsti upphafsmaður
bresku raunhyggjuhefðarinnar
og lagði grunninn að hugmynda-
fræði frjálshyggju.
Þráinn Jóhannsson skósmíðameistari
opnaði skóvinnustofuna Þráinn skóari á
Grettisgötu 3 árið 1984 og fagnar því 25
ára rekstrarafmæli um þessar mundir.
Hann var einungis 21 árs þegar hann
hóf rekstur en á engu að síður talsvert
lengri starfsævi að baki.
„Ég hóf störf á skóvinnustofu Einars
Högnasonar að Sólheimum 1 þegar ég
var fimmtán ára. Það var af einskærri
tilviljun og hef ég verið í þessu nán-
ast alla tíð síðan,“ segir Þráinn. Alla
tíð hefur hann haft nóg að gera en hann
segir þó aldrei hafa verið meira að gera
en eftir að kreppan skall á. „Það urðu
straumhvörf í þessum efnum síðastlið-
ið haust og hefur verið brjálað að gera
hjá okkur sem og öðrum skósmiðum
enda er fólk að nýta skóna sína mun
lengur en áður. Til marks um það má
nefna að við tökum inn um sextíu til
hundrað pör á dag,“ upplýsir Þráinn.
Hann segist skilja þessa þróun mæta
vel enda geti stígvél jafnvel kostað um
sjötíu þúsund í dag en algengt verð sé
í kringum þrjátíu þúsund. „Það kostar
aldrei meira en fjögur til fimm þúsund
að sóla og hæla skó svo það margborgar
sig að láta gera við.“ Þráinn rifjar í því
sambandi upp viðtal sem var tekið við
hann þegar hann opnaði árið 1984. „Þá
kostaði hælplötuviðgerðin 130 krónur
en í dag kostar hún 2.450 krónur sem
er ágætis mælikvarði á hversu mikið
hefur breyst á ekki lengri tíma.“
Þráinn segist taka eftir því að skó-
tauið sem komi til hans í dag sé vand-
aðra en áður. „Fyrir svona tíu árum
var þetta óttalegt drasl en það var um
svipað leyti og buffalo-skórnir voru
sem vinsælastir. Ég viðurkenni það
fúslega að mér finnst öllu skemmti-
legra að eiga við það skótau sem við-
gengst í dag.“
Þráinn hefur að sögn mikla ánægju
af starfinu. „Hingað kemur mikið
af alls kyns fólki og ég hlakka alltaf
til að fara í vinnuna.“ Fyrir utan skó-
viðgerðir er Þráinn með allar viðhalds-
vörur auk þess sem hann tekur við
fötum í hreinsun. „Það höfum við allt-
af gert að erlendri fyrirmynd og hefur
það gefist vel. Þá erum við einnig með
skóbúð og leggjum mikla áherslu á
vandaða vöru,“ segir Þráinn en í búð-
inni fást meðal annars skór frá Pertti
Palnroth og Stuart Weitzman.
Í tilefni afmælisins verður opið hús
milli klukkan 16 og 18 á laugardag auk
þess sem Þráinn býður upp á 25 pró-
senta afslátt af allri vöru og þjónustu í
vikunni. „Ég á von á því að álagið auk-
ist til muna við það en þetta er mín
leið til að heiðra viðskiptavini mína í
gegnum tíðina.“
vera@frettabladid.is
ÞRÁINN SKÓARI: FAGNAR 25 ÁRA AFMÆLI MEÐ AFSLÆTTI OG OPNU HÚSI
Straumhvörf urðu við hrun
STENDUR Í STRÖNGU Þráinn hefur alla tíð haft nóg að gera en þó aldrei meira en eftir að kreppan skall á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þennan dag árið 1848 var
Dómkirkjan í Reykjavík vígð
eftir gagngera endurbygg-
ingu. Kirkjan var byggð árið
1796 en árið 1815 var hún
ekki talin hæf til messuhalds.
Árið 1817 var hún algerlega
tekin í gegn og tveimur árum
síðar var svo byggt við hana
bæði skrúðhús og líkhús.
Kirkjan var svo aftur stækkuð
á árunum 1846 til 1848 og
þá bæði hækkuð og byggt
við hana.
Eftir það var lítið gert við
hana fram til ársins 1878
þegar hún var enn á ný tekin
í gegn og vígð að ári liðnu.
Upp frá því hefur henni verið haldið við nokkuð
reglulega og nú síðast
var turninum breytt í
upprunalegt horf.
Dómkirkjan er emb-
ættiskirkja biskups Ís-
lands og þar með
höfuðkirkja hinnar
lúthersku þjóðkirkju Ís-
lands sem og sóknar-
kirkja nokkurra elstu
hverfa Reykjavíkur.
Kirkjan er við Austur völl
og frá endurreisn Al-
þingis árið 1845 hefur
sú hefð haldist að þing-
setning hefst með
messu í Dómkirkjunni
og þaðan leiðir dóm-
kirkjuprestur þingmenn til Alþingis.
ÞETTA GERÐIST: 28. OKTÓBER 1848
Dómkirkjan vígð eftir endurbyggingu
AFMÆLI
BILL GATES
stofnandi
Microsoft,
er 54 ára í
dag.
STEINN
ÁRMANN
MAGNÚS-
SON leikari
er 45 ára í
dag.
JULIA
ROBERTS
leikkona
er 42 ára í
dag.
EROS
RAMAZZ-
OTTI söngv-
ari er 46 ára
í dag.
Vísindamiðlun verður eitt
aðalumræðuefni fyrirlest-
urs Ara Trausta Guðmunds-
sonar
jarðvís-
indamanns
á fundi
Vísinda-
félags Ís-
lands í
Norræna
húsinu
í kvöld
sem hefst
klukkan
20. Raktar verða breyting-
ar sem orðið hafa á vísinda-
miðlun frá 1970 og rætt
um hve ólíkum hópum hún
þjónar, börnum, unglingum,
fullorðnum, fólki í atvinnu-
starfsemi og ráðamönnum.
Að endingu verða settar
fram hugmyndir um úrbæt-
ur á vísindasviðinu, meðal
annars um stofnun Aka-
demíu Íslands.
Vísindaþing
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON