Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 8
8 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Nánari upplýsingar og tillögur um breytingar á samþykktum
eru á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is.
Sjóðfélagafundur
Almenni lífeyrissjóðurinn boðar til sjóðfélagafundar
fimmtudaginn 29. október á Hilton Reykjavík
Nordica og hefst kl. 17:15.
DAGSKRÁ
1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar um rekstur og afkomu
Almenna lífeyrissjóðsins.
3. Tillaga og ákvörðun um sameiningu Almenna lífeyris-
sjóðsins og Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum. Lagt er til
að sameina deildir samtryggingarsjóðs.
5. Önnur mál.
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R
Auglýsingasími
– Mest lesið
MENNING „Var þarna verið að lýsa
stöðu þjóðarinnar um þessar
mundir? Ísland bundið í klafa
skulda og efnahagurinn harð-
frosinn,“ segir Sigurður Sigurðar-
son, vefstjóri heimasíðu Skaga-
strandar, um listaverk brasilísku
listakonunnar Renötu Padovan.
Renata vinnur að list sinni í lista-
miðstöðinni Nesi á Skagaströnd.
„Hún fékk starfsmenn tveggja
fyrirtækja, Vélaverkstæðis Skaga-
strandar og Rafmagnsverkstæðis-
ins Neistans til að útbúa mót með
útlínum Íslands. Hún frysti vatn-
ið og síðla dags í gær var hvítur
klakinn, íslandið flutt niður í Vík
og sjósett. Fjöldi manns var vitni
að því er báran bláa, sem þó var
frekar grá, tók á móti ísnum, slíp-
aði hann til, lagfærði hann, gerði
straumlínulagaðra, ef svo má að
orði komast. Og svo hvarf hann,
varð ósýnileg viðbót fyrir Atlants-
hafið,“ lýsir Sigurður á skaga-
strond.is. - gar
Brasilísk listakona vinnur íslistaverk í heimsókn sinni á Skagaströnd:
Ísland leysist upp og hverfur
ÍSLAND Tilbúið til sjósetningar og varð skömmu siðar hafinu að bráð.
MYND/SIGURÐUR SIGURÐARSON
STJÓRNMÁL Framlög úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga nema í ár rúm-
lega 1,2 milljörðum króna og voru
þrír fjórðu hlutar þeirra, 931 millj-
ón, greiddir út í gær. Afgangurinn
verður greiddur út fyrir áramót.
Kristján Möller, ráðherra sam-
göngu- og sveitarstjórnarmála,
ákvað úthlutunina á grundvelli
tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga.
Af 78 sveitarfélögum fá 42
framlög. Sjö fá meira en 50 millj-
ónir, tíu fá á milli 20 og 50 milljón-
ir og 25 sveitarfélög fá innan við
20 milljónir.
Það sveitarfélag sem minnst
fær er Arnarneshreppur í Eyja-
firði sem fær rúmar sjötíu þús-
und krónur.
Jöfnunarsjóður veitir sveitar-
félögum framlög til jöfnunar á
mismunandi tekjumöguleikum og
útgjaldaþörf eftir þar til gerðum
reglum.
Ekkert sveitarfélaganna átta á
höfuðborgarsvæðinu fær framlög
úr Jöfnunarsjóði. Tólf af fimmtán
sveitarfélögum á Norðausturlandi
fá framlög. - bþs
Tæpur milljarður króna greiddur út úr Jöfnunarsjóði:
Reykjanesbær fær
150 milljónir króna
TEKJUJÖFNUNARFRAMLÖG
Þessi fá yfir 50 milljónir í framlög
Sveitarf. Áætl. framl. Greitt nú
Reykjanesbær 205 153
Akureyri 161 120
Garður 73 55
Rangárþing eystra 72 54
Dalvíkurbyggð 66 50
Eyjafjarðarsveit 62 46
Húnaþing vestra 53 40
Tölur eru í milljónum króna
Heimild: Samg. og sveitarstj.ráðun.
ÍRAN Íranar eru reiðubúnir að
ganga til samninga við Sameinuðu
þjóðirnar um kjarnorkueftirlit, en
þó aðeins ef veigamiklar breyting-
ar verða gerðar á þeim samningi
sem nú liggur fyrir. Þetta hefur
íraska fréttastofa Al Alam-sjón-
varpsins eftir heimildarmönnum
sínum og segir að stjórnvöld í Íran
muni gefa Alþjóðakjarnorkumála-
stofnuninni svar innan tveggja
sólar hringa.
Samkvæmt samningsdrögunum
munu Íranar senda auðgað úran til
Rússlands og Frakklands þar sem
efninu verður breytt í kjarnorku-
eldsneyti. Íranar áttu að svara á
föstudaginn var.
Manoucheher Mottaki, utanríkis-
ráðherra Írans, sagði á mánudag
að stjórnvöld þar í landi væru að
íhuga að verða sér úti um auðgað
úran í öðrum löndum.
Vesturveldin telja sig vera að
koma til móts við Írana með því að
gefa þeim möguleika á að fá það
kjarnorkueldsneyti sem þeir þurfa
en um leið verði tryggt að Íranar
noti ekki auðgað úran í kjarna-
vopn.
Bernand Kouchner, utanríkis-
málaráðherra Frakklands, sagði
að Írönum hefði verið sýnd mikil
þolinmæði og sakaði írönsk stjórn-
völd um tímaeyðslu.
Samkvæmt heimildum bresku
fréttastofunnar BBC gætir vax-
andi andstöðu við samninginn
hjá Írönum og er óttast að ef
samningurinn verði ekki sam-
þykktur muni það setja frekari
samningaviðræður í uppnám. - kh
Ræða við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina:
Íranar vilja breyting-
ar á samningnum
KJARNORKUVER Fulltrúar frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni hófu að rannsaka
kjarnorkuverið Fordo í Íran á sunnudaginn var. Mikil leynd hefur hvílt yfir kjarnorku-
verinu en það er falið inni í fjalli. Íranar hafa alla tíð haldið því fram að kjarnorku-
framleiðsla þeirra sé einungis í friðsamlegum tilgangi. NORDICPHOTOS/AFP
Ráðherra boðar breytingar
Sjávarútvegsherra sagði á aðalfundi
smábátaeigenda að fljótlega mundi
hann leggja fram frumvarp um stjórn
fiskveiða. Tíu atriði væru til skoðunar.
Meðal þeirra eru línuívilnun, flutningur
aflaheimilda milli ára og milli skipa.
SJÁVARÚTVEGSMÁL
Göngubrýr fegurstar
Vegagerðin hefur veitt viðurkenningu
fyrir gerð og frágang mannvirkja.
Fegurst mannvirkja byggð á árunum
2005-2007 þóttu göngubrýrnar yfir
Hringbraut og Njarðargötu.
UMHVERFISMÁL
Vænta skattlagningar
Um sjötíu prósent Dana búast við því
að þurfa að borga meiri skatt á næstu
árum, til að auka tekjur ríkisins í
kreppunni. Blaðið Børsen birtir þessa
könnun. Á næsta ári verður fjárlaga-
halli danskra stjórnvalda um 100
milljarðar danskra króna.
DANMÖRK