Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 34
22 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Ólafur Stefánsson hefur farið vel af stað með sínu nýja liði, Rhein-Neckar Löwen, í þýsku úrvalsdeildinni í haust. Hann kom til liðsins í sumar frá Ciudad Real á Spáni þar sem hann átti gríðar- legri velgengni að fagna þau sex ár sem hann var þar. En í haust tók við nýr kafli á hans ferli. „Þetta var það sem ég bað um og vildi fá. Ég vildi fá nýja áskorun,“ sagði Ólafur í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Ég vissi að ég væri að fara í lið sem væri allt öðruvísi samansett og þyrfti að byggja upp frá grunni. Fyrstu tvo mánuðina skaut ég því eiginlega ekkert á markið því ég vildi sjá hvað gerð- ist þegar ég gaf boltann. Sókninni lýkur með skoti og því olli forvitni mín því að ég spilaði boltanum frá mér að mestu leyti í fyrstu bara til að sjá hvað yrði úr því.“ Hann sagði að það væri einnig góð leið til að kynnast nýjum sam- herjum og fyrir þá að kynnast sér. „Þeir þurftu líka að finna fyrir því að ég væri ekki örvæntingarfull- ur enda þarf ég ekki að troða mér fram líkt og ég væri 22 ára gam- all. Það gefur þeim líka ef til vill öryggistilfinningu í sínum leik.“ Þessi tilraunastarfsemi, eins og Ólafur kemst sjálfur að orði, kostaði ekki nema tvo tapleiki í haust. „Við töpuðum fyrir Kiel og Hamburg og vorum við kannski óheppnir að mæta þessum tveimur sterku liðum svo snemma á tíma- bilinu. Liðið þurfti bara tíma til að smella saman. En þetta er allt að koma og slípast saman hjá okkur.“ Ólafur segir að þrátt fyrir allt hafi fátt komið sér á óvart síðan hann gekk til liðs við Löwen. „Ég veit að það er til mikils ætlast af mér. Bæði á ég að bæta ákveðna hluti í kringum mig ásamt því að ég þarf að sinna mínu hlutverki. Enda er ekki hægt að bæta neitt í kringum sig ef maður er ekki að sinna sínu – þegar maður nýtur ekki virðingar þá minnkar vægi orðanna. Þannig er bara lífið.“ En hann viðurkennir að breyt- ingin sé ekki auðveld enda var hlutverk hans hjá Ciudad Real löngu orðið fastmótað. „Ég þurfti ekkert að hafa fyrir þessu þar og ræddi nánast aldrei við mína félaga um handbolta. Þjálfararnir sáu bara um þá hlið. Í mesta lagi þurftum við að slípa nokkra hluti til en annars gekk liðið bara eins og vél. Það sást best þegar Ciudad Real vann Hamburg í Meistara- deildinni fyrir stuttu. Það keyrði áfram á skipulagi sem er búið að þróast í fjögur ár. Það var í raun fallegt að fylgjast með því.“ Ólafur er með tvo íslenska sam- herja í Rhein-Neckar Löwen – þá Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson. Hann segir það kost að spila með Íslendingum. „Ég er búinn að spila með þeim svo lengi og var það til dæmis frá- bært fyrir mig að fá Snorra inn á miðjuna. Það einfaldaði hlutina mikið fyrir mig. Við höfum einnig verið að vinna lengi saman með landsliðinu og það skilar sér líka í samvinnu okkar hjá Löwen.“ Rhein-Neckar Löwen er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með tólf stig af sextán mögulegum. Kiel og Hamburg eru einu taplausu liðin í deildunum og í tveimur efstu sætum deildarinnar. Liðið er einnig í góðum málum í Meistaradeild Evrópu, er í efsta sæti síns riðils með fimm stig eftir þrjá leiki. eirikur@frettabladid.is Veit að til mikils er ætlast af mér Ólafur Stefánsson er ánægður með að vera kominn í þýsku úrvalsdeildina á ný en hann leikur nú með Rhein-Neckar Löwen. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi þurft á nýrri áskorun að halda. KUNNUGLEG STELLING Ólafur segir að hann hafi frekar viljað gefa á samherja sína en skjóta fyrstu tvo mánuði sína hjá Rhein-Neckar Löwen. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun á morgun leika æfinga- leik gegn svokölluðu pressuliði sem íþróttafréttamenn sáu um að velja. Liðið er skipað leikmönnum sem spila hér á landi en það fellur í hlut þeirra Arons Kristjánssonar og Kristjáns Halldórs- sonar að stýra því af hliðarlínunni. „Þetta sýnir að íþróttafréttamenn vita greinilega miklu meira um handbolta en maður hélt,“ sagði Aron og hló þegar hann var spurður um sitt mat á vali íþróttafrétta- manna. „Mér líst vel á þetta enda skemmtilegt verkefni. Þessir strákar fá nú að spreyta sig gegn einu sterkasta landsliði í heimi. Hér er búið að setja saman úrvalslið úr íslensku deildinni og mikið af efnilegum strákum í því. Þeir fá nú tækifæri til að láta ljós sitt skína og sýna að þeir eigi ef til vill erindi í æfingahóp lands- liðsins,“ bætti Aron við. „Þarna má án nokkurs vafa finna marga framtíðarleikmenn landsliðsins.“ Hann segist nokkuð sáttur við hvernig pressuliðið er skipað. „Sjálfsagt hefði það litið aðeins öðruvísi út ef maður hefði sjálfur sett það saman en það má ef til vill segja að þetta séu þeir leikmenn sem hafa staðið sig hvað best í byrjun tímabilsins í haust.“ Hann sagði liðið þó myndu ekki koma saman á æfingu í dag heldur kæmu leikmenn beint í leikinn. Þrátt fyrir það ætlar Aron að veita landsliðinu almennilega mótspyrnu. „Við munum að sjálfsögðu að reyna að gera þetta að almennilegum leik. Leikmenn koma vitaskuld hver úr sinni átt en það er okkar þjálfaranna að finna nokkur sameigin- leg atriði sem liðið getur nýtt sér.“ Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 19.30 og er aðgangseyrir þúsund krónur. Frítt er fyrir fimmtán ára og yngri. Forsvarsmenn HSÍ sögðu á blaðamannafundi í gær að þeir vonuðust eftir góðri mætingu á leikinn enda líklega síðasti leikur lands- liðsins hér heima á þessu ári. Aron tók undir það. „Það gerist ekki oft að lands- liðsstrákarnir eru flestir samankomnir á landinu. Það er því vonandi að fólk fjölmenni og styðji vel við bakið á pressuliðinu,“ sagði hann og brosti. ARON KRISTJÁNSSON: STÝRIR PRESSULIÐINU ÁSAMT KRISTJÁNI HALLDÓRSSYNI GEGN LANDSLIÐINU Íþróttafréttamenn hafa meira vit en ég hélt > Sextán leikmenn í pressuliðinu Pressulið íþróttafréttamanna sem mætir landsliðinu í æfingaleik á morgun er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir eru Birkir Ívar Guðmundsson (Haukum) og Pálmar Pétursson (FH). Aðrir leikmenn: Arnór Þór Gunnarsson (Val), Björgvin Hólmgeirsson (Haukum), Ernir Hrafn Arnarsson (Val), Fannar Friðgeirsson (Val), Freyr Brynjarsson (Haukum), Guðlaugur Arnarsson (Akureyri), Haraldur Þorvarðarson (Fram), Oddur Grétarsson (Akureyri), Orri Freyr Gíslason (Val), Ólafur Gústafsson (FH), Ragnar Hjaltested (HK), Ragnar Þór Jóhannsson (Selfoss), Sigurgeir Árni Ægisson (FH), Valdimar Fannar Þórsson (HK). HANDBOLTI Ísland leikur fimm æfingaleiki í janúar næstkom- andi fyrir Evrópumeistaramótið í Austurríki. Fyrst mætir lands- liðið Þjóðverjum ytra í tveimur leikjum og svo Portúgal heima 13. janúar. Þá tekur liðið þátt í sterku æfingamóti í Frakklandi en enn er óljóst hvaða önnur lið taka þátt í mótinu. - esá Undirbúningur fyrir EM 2010: Mæta Frökkum og Þjóðverjum N1-deild kvenna Fylkir-Stjarnan 21-33 FH-Víkingur 36-19 Enski deildarbikarinn Barnsley-Manchester United 0-2 0-1 Danny Welbeck (6.), 0-2 Michael Owen (59.). Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Barnsley. Portsmouth-Stoke 4-0 1-0 Frederic Piquionne (17.), 2-0 Danny Webber (55.), 3-0 Piquionne (59.). 4-0 Kanu (81.). Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portsmouth vegna meiðsla. Sunderland-Aston Villa 0-0* *Framlenging stóð yfir þegar blaðið fór í prentun. Blackburn-Peterbrough 5-2 1-0 Morten Gamst Pedersen (4.), 1-1 Chris Whelpdale (17.), 2-1 Steven Reid (45.), 2-2 George Boyd (50.), 3-2 Michel Salgado (57.), 4-2 Benni McCarthy (72.), 5-2 Nikola Kalinic (74.). Tottenham-Everton 2-0 1-0 Tom Huddlestone (31.), 2-0 Robbie Keane (57.) Sænska úrvalsdeildin Gautaborg-Halmstad 2-2 Jónas Guðni Sævarsson lék allan leikinn með Halmstad og skoraði seinna mark liðsins og Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Gautaborg. ÚRSLIT Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða, sími 585 7239. Lindir, Skógarlind 2, sími 585 7262 1.790 FÓTBOLTI Eftir svekkjandi tap gegn Frakklandi í undankeppni HM 2011 um síðustu helgi er ljóst að kvennalandslið Íslands er með bakið upp við vegg og má ekki við því að misstíga sig það sem eftir er í undankeppninni. Landsliðs- þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson gerir sér fyllilega grein fyrir því og vonast til þess að sjá jákvæð viðbrögð frá stelpunum í kvöld. „Við vorum ef til vill með aðeins vængbrotið lið gegn Frökk- um en fyrir utan það þá spiluð- um við ekki nægilega vel. Frakk- arnir áttu reyndar mjög góðan dag og það var svona ýmislegt sem spilaði inn í. Tapið þýðir hins vegar að við verðum að vinna alla hina leikina í undankeppninni til þess að geta sett upp úrslitaleik gegn Frökkum á Laugardalsvelli næsta sumar og það er það sem við ætlum að gera. Við ætlum því að byrja þetta á sigri gegn Norður- Írum,“ segir Sigurður Ragnar. „Við rennum svolítið blint í sjóinn fyrir þennan leik því við höfum aldrei mætt þeim áður og höfum bara séð einn leik með þeim á myndbandi þannig að það er dálítið erfitt að dæma út frá því. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem ég hef í höndunum eigum við að vera með betra lið en við verðum þá líka að sýna það inni á vellinum,“ segir Sigurður Ragnar að lokum. Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnars- dóttir voru tæpar fyrir leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði Ragnari í gærkvöldi en hann útilok- aði ekki að þær yrðu með í kvöld. - óþ Ísland mætir Norður-Írlandi í undankeppni HM: Verðum að vinna SIGURÐUR RAGNAR Er vongóður fyrir leikinn gegn Norður-Írlandi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Manchester United vann 0-2 sigur gegn Barnsley í fjórðu umferð enska deildarbikarsins á Oakwell-leikvanginum í gær. Landsliðsmaðurinn Emil Hall- freðsson var í byrjunarliði Barns- ley og lék á miðjunni en knatt- spyrnustjórinn Sir Alex Ferguson gerði ellefu breytingar á byrjunar liði United frá tapleikn- um gegn Liverpool um helgina. Danny Welbeck og Michael Owen skoruðu mörk gestanna en Gary Neville fékk að líta rauða spjaldið þegar um hálftími lifði leiks. - óþ Enski deildarbikarinn í gær: United lagði Emil og félaga BARÁTTA Emil Hallfreðsson reynir að stoppa Gabriel Obertan. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.