Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2009
Húsvíkingurinn Eyrún Ýr
Tryggvadóttir sendir frá sér
spennusöguna Fimmta barnið
fyrir þessi jól en hún er sjálf-
stætt framhald bókarinnar
Hvar er systir mín? sem kom út
í fyrra.
Fimmta barnið er önnur skáldsaga
Eyrúnar sem fer í almenna dreif-
ingu og segir frá Andreu Þórðar-
dóttur sem birtist lesendum í fyrri
bók höfundar Hvar er systir mín?
Hún hefur gert róttækar breyting-
ar á lífi sínu og starfar sem blaða-
maður. Hún leggur hart að sér til
að dreifa huganum en á sama tíma
rekur hið undarlegasta mál á fjör-
ur hennar.
Sagan gerist árið 2009 en teygir
anga sína áratugi aftur í tímann
og koma ýmis fortíðarleyndar-
mál upp á yfirborðið líkt og í fyrri
bókinni. „Ég tel ekki ólíklegt að
þriðja bókin í röðinni verði til en
síðan er ég með
ýmis legt annað
í skúffunni,“
segir Eyrún og
nefnir ljóð, smá-
sögur og ungl-
ingabók.
Eyrún skrifaði
Fimmta barnið
á meðan hún var
heima í fæðingar-
orlofi. „Ég var
lengur að skrifa
fyrri bókina en
þessi bara skotgekk
enda barnið vært og
ánægt. Ég veit satt
að segja ekki hvað
ég hefði gert af mér
ef ég hefði ekki getað
sest við skriftir með fullri virð-
ingu fyrir húsmóðurstarfinu. Það
var frábært að
geta horfið inn í
allt annan heim
á meðan barnið
sva f ,“ seg i r
Eyrún. Hún er
enn heima en
gegnir annars
starfi forstöðu-
manns Bóka-
safns Húsa-
víkur. „Þá er
ég í fjarnámi
í opinberri
stjórnsýslu
við Háskóla Íslands en þar sem
ég er búin að vera í mjög löngu
fæðingarorlofi ákvað ég að koma
með eitthvað til baka inn á vinnu-
markaðinn og styrkja mig þannig
í starfi. Ég get því ekki lofað því að
næsta bók komi út að ári.“
Eyrún myndi þó tvímælalaust
leggja ritstörfin fyrir sig ef hún
gæti. „Það væri draumur að geta
lifað af ritstörfum en það er ekki
raunin eins og er.“ En á bókin sér-
stakt erindi við íslenska lesendur
í dag? „Já, hún gerist árið 2009 og
er lituð af því ástandi sem ríkir en
annars er um að ræða afþreyingu
og spennu,“ segir Eyrún og bendir
á að bókin, sem er gefin út af Sölku,
komi aðeins út í kilju sem ætti að
gera verðið viðráðanlegt. Bókin
kemur út á næstu vikum. - ve
Skrifuð í fæðingarorlofi
Eyrún er þegar byrjuð á þriðju bókinni í röðinni en er síðan með
ýmislegt annað í gerjun. Bókin kemur út í kilju á næstu vikum.
MYND/ÚR EINKASAFNI
● ERNEST HEMINGWAY
„Fyrir sannan rithöfund ætti hver bók að vera nýtt upphaf þar sem hann
streðar á ný að einhverju sem virðist ekki unnt að ná. Hann ætti ávallt að
reyna að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, eða það sem aðrir
hafa reynt en mistekist að gera. Og stundum, með mikilli heppni, slær hann
í gegn.“
Þetta sagði Ernest Hemingway (1899 -1961) í ræðu sinni þegar hann tók við
Nóbelsverðlaununum í bókmenntum árið 1954. Hans frægustu verk eru Vopnin
kvödd, Gamli maðurinn og hafið, Og sólin rennur upp og Hverjum klukkan
glymur.
Bókin Twitterature: The World’s Greatest Books
Retold Through Twitter verður gefin út hjá bóka-
útgáfunni Penguin í næsta mánuði. Eins og titillinn
gefur til kynna er í bókinni farið Twitter-höndum um
söguþráð margra frægustu skáldverka heims.
Notendum samskiptasíðunnar vinsælu Twitt-
er gefst einungis færi á að segja frá því sem á daga
þeirra drífur með 140 slögum í hvert sinn. Tveir
nemendur í Chicago-háskóla, þeir Emmett Rensin og
Alexander Acimen, ákváðu að fara lengra með þessa
hugmynd og lýsa innihaldi margra helstu skáldverka
heims í fáum slögum.
Sem dæmi má nefna að í Twitter-meðförum þeirra
félaga er söguþræði Vítis, fyrsta hluta Hins guðdóm-
lega gleðileiks eftir Dante, lýst á þennan hátt: „Ég á í
tilvistarkreppu. Týndur í skóginum. Hefði átt að taka
iPhone-inn með mér.“
Plottið í Ödipusi konungi eftir Sófókles er ekki ýkja
flókið í Twitter-stíl: „PARTÍ Í ÞEBU!!! Öllum er sama
þótt ég hafi drepið þennan gamla gaur, og þessi kona
lætur mig ekki í friði.“
Meðal annarra frægra skáldverka sem finna má
lýsingu á í bókinni eru Odysseifskviða Hómers og
verk þeirra Miltons, Kafka og Shakespeares. „Þetta
er fyndið ef maður hefur lesið bækurnar,“ segir
Emmett Rensin, annar höfundanna. „En þetta er svo
sem engin hámenning.“ - kg
Skáldverk fá twitter-meðferð
Víti Dantes er meðal þeirra skáldverka sem tveir bandarískir
háskólastúdentar hafa tekið í svokallaða Twitter-meðferð.