Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 28. október 2009 Grínhópurinn Mið-Ísland stendur fyrir ókeypis skemmtun á Batterí- inu (áður Organ) annað kvöld kl. 21.30. Í hópnum eru Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA, Bergur Ebbi og Árni Vilhjálmsson. Sjón- varpsmaðurinn og verðandi Akur- eyringurinn Helgi Seljan var mun- straður til að vera kynnir á kvöldinu. „Ég hitti hann baksviðs eftir einhverja tónleika um daginn og við drukkum vodka af stút og sögðum karlmannlega hluti, en mér leið raun- verulega eins og rækju og lyppaðist út og hakkaðist í leigubílnum heim,“ segir Bergur Ebbi. Hann þurfti að herða sig mikið upp áður en hann þorði að hringja í Helga. „Jú, hann virkar svo harður í sjónvarpinu og er nokkuð röff týpa. En Helgi tók frábærlega í þetta og er farinn að bryðja haltu-kjafti brjóstsykur í gríð og erg til að hafa kjálka vélbyssukjaftsins í toppformi á fimmtudaginn.“ Ástæðan fyrir því að Mið-Ísland vildi fá Helga til að kynna er ein- föld. „Við höfum engan áhuga á að presentera okkur sem einhverja 101 hipstera sem halda kaldhæð- in „grínkvöld“ á börum bæjarins. Við viljum segja grín fyrir alþýð- una. Hipsterana og flíspeysuliðið í bland og Helgi er þannig „heads on“ gæi sem hristir upp í báðum hópun- um.“ - drg Helgi Seljan kynnir grínið ENGIR 101 HIPSTERAR Mið-Ísland vill líka grínast fyrir flíspeysuliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERÐUR HANN DÓNI OG FÍFL? Helgi Seljan kynnir grín Mið-Íslands. Hljómsveitin Furstarnir með Geir Ólafsson í fararbroddi held- ur sína árlegu tónleika á Kringlu- kránni 6. og 7. nóvember. Aðrir söngvarar auk Geirs verða þau Ólafur Gaukur, Svanhildur Jakobs dóttir, André Bachmann, Egill Ólafsson og Páll Rósinkrans. „Þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru með okkur þarna. Það er mik- ill heiður að hafa þá,“ segir Geir um þá Egil og Pál. Geir er sjálfur að undirbúa nýja dúettaplötu þar sem eingöngu konur munu syngja með honum, þar á meðal Móeiður Júníus dóttir. Upptökur hefjast í nóvember og verður platan tilbúin næsta vor. - fb Egill og Páll með Furstum FURSTAR Geir Ólafsson og André Bach- mann spila á Kringlukránni í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjögur af heitustu nýböndun- um í dag slá saman í tónleika í kvöld til styrktar nemendum í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Nemarnir stefna á námsferð til Prag. Böndin sem spila eru Úti- dúr, Nolo, Bárujárn og Sykur. Öll böndin spiluðu á Airwaves-hátíð- inni og fengu góða dóma. Tónleik- arnir fara fram á Batteríinu. Þeir hefjast kl. 21 og það kostar 500 kall inn. - drg Styrkja nema SYKUR Á Batteríi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Opnunartónleikar Womex-heims- tónlistarhátíðarinnar í Kaup- mannahöfn verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 2 í kvöld. Opnunartónleikarnir eru að þessu sinni helgaðir norrænni tónlist. Heiða Árnadóttir, söng- kona hljómsveitarinnar Mógils, er ein þeirra sem koma fram með hljómsveitinni. Það gerir líka Eivör Pálsdóttir, fóstur dóttir Íslands. Útsending stendur frá klukkan 19 til 20.30. - drg Eivör í beinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.