Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 28. október 2009 Bókmenntir ★★★★ Yfir hafið og í steininn Tapio Koivukari Flutningar á flóttafólki Þýdd skáldsaga úr finnsku af Sigurði Karlssyni eftir rithöfundinn Tapio Koivukari kom skemmtilega á óvart. Á baki er sagt frá efni sögunnar. Í lok Vetrarstríðsins hófst ný styrjöld í Finnlandi. Þá tók stjórn við í Finnlandi vinveitt Rússum og eitt verkefni hennar var að skila til Sovétríkj- anna öllum flóttamönnum frá Ingerlandi og úr Kirjálabotni. Fyrra svæðið sem var sunnan Pétursborgar og var byggt finnskumælandi fólki var orðið að samyrkjubúasvæði og þaðan lá straumur flóttafólks. Kirjálabotninn var annað svæði sem var lagt undir Rússa og þaðan flúði fólk líka. Um þessa flóttamenn fjallar sagan. Sögumaðurinn er fiskimaður í finnska skerjagarðinum og rekur hann sögu sína á tveimur tímum, endurliti atvika við flóttaleiðina og svo setu í fangelsi vegna þessara flutninga. Sagan er feikilega vel samin, spennandi, grósku- mikil í þröngum farvegi sögunnar, lesandinn er langan tíma að átta sig á þessari rödd og skynja hana og örlög hennar til fulls. Forsagan er smátt og smátt að koma í ljós. Hann er mikill töffari þessi maður en hér er allt fullt af smáatriðum, vel byggðum lýsingum sem færa okkar örugglega inn á vett- vanginn. Þetta er örugglega ein af bestu skáldsögum sem komnar eru á markað á þessu hausti, þýdd af miklu öryggi á safaríkan hátt af Sigurði Karlssyni. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Frábær og spennandi saga. Bókmenntir ★★★★ Svo skal dansa Bjarni Harðarson Við erum reköld fátæktarinnar Fátækar konur og falleraðar, rekast fyrir vindum lítilla efna og ástar um íslenskt samfélag. Þær ber niður austur á fjörðum og ílengjast þar. Þrjár kyn- slóðir valkyrja, stoltar konur með stóran harm. Allar eignast þær ungar börn, vart af barnsaldri sjálfar, og þurfa að láta frá sér. Hjartasárið grær aldrei en lífið heldur áfram með fleiri börnum og fleiri sögum. Ástin ber að dyrum og stundum virðist lífshamingjan brosa við. En fyrir fátækar, ættlausar konur með ómegð eru kostirnir ekki margir; breiða fisk á flekk í þurrabúðinni og salta síld, eða koma sér að á sveitabæ. Og víst má láta sig dreyma um betra líf, en til hvers eru draumar og hvers mega fátækar alþýðukonur vænta, eða eins og Sigríður orðar það: „Víst hefði ég viljað eiga dætur sem vitjuðu um mig en hver var ég að fara fram á slíkt?“ Bjarna Harðarsyni tekst á lipran hátt að flétta eigin ættarsögu saman við sögu íslensku þjóðarinnar, sögu alþýðukvenna, sögu erfiðrar lífsbaráttu og einbeitts vilja. Bjarni kann að segja sögur, sér það skoplega í lífinu og bregður fyrir sig lýríkinni þegar við á. Svo skal dansa er mikil saga mikilla kvenna sem lifðu við lítil efni. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Vel skrifuð saga um erfiða lífsbaráttu fátækra en viljasterkra kvenna. Heillandi bók. Fyrir minna en 400 kr. kílóið 398 kr.kg. K.S FROSIN LAMBASVIÐ 268 kr.kg. K.S FROSINN INNMATUR HJÖRTU OG LIFUR 198 kr.kg. ALI SA 298 kr.kg. KJARNAFÆÐI FROSIÐ SPARHAKK 398 kr.kg. KJARNAFÆÐI NÝTT KJÖTFARS 398 kr.kg. B RÓNUS BLANDAÐIR KJÚKLINGABITA 398 kr.kg. www.facebook.com/graenaljosid FRUMSÝND 6. NÓVEMBER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.