Ljósberinn


Ljósberinn - 10.05.1924, Side 10

Ljósberinn - 10.05.1924, Side 10
LJÓSBERINN 146 Meðal þessara vina kem eg auga á Helga. Eg sé hann sem hið brosandi barn í foreldraheimkynnum, eg sé hinn glaða dreng í Sunnudagaskólanum, fyrst hlust- andi, síðar starfandi, eg sé hann í drengjahópnum í K. F. U. M., eg sé hann, hinn trúaða lærisvein. Eg blessa minninguna, sem geymist um lærisvein- i n n, sem varð þ j ó n n. pótt hann ungur væri, leysti hann mikið starf af hendi í Guðs ríki. Hann var fyr- irmynd trúaðra. í o r ð i — orð hans voru bænar- og lofsöngsorð. Eg hefi oft heyrt hann biðja og það var auðheyrt, að hann hafði umgengni sína á himnum, það var auðheyrt á því, hvernig hann talaði við Guð. — Hann var fyrirmynd í h e g ð u n. pað geta dreng- irnir, sem hann starfaði fyrir, borið vitni um. Heill hópur drengja fellir ekki tár við dánarfregn, ef hegð- un þess, sem horfinn er, hefir ekki verið góð. Fram- koma Helga var í birtu. Hann var fyrirmynd í kær- leika. Elskan til Guðs leiddi af sér elsku til hins heilaga málefnis, og ungur þjónn var knúður af kær- leika Krists til þess að ávinna menn til þess að fylgja Drotni. Ungur lærisveinn var fyrirmynd í t r ú. Hjarta hans brann af áhuga, já, hjartað var helgi- dómur, sem geymdi mynd Jesú. pess vegna var þessi lærisveinn fyrirmynd í h r e i n 1 e i k a. Orð frelsar- ans: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“, voru elskuð af Helga, og nú hefir hann á hinn fullkomnasta hátt fengið að sjá, að það var gott, að hann elskaði þau. Með fjársjóð trúarinnar í hjarta kepti Helgi að fögru marki; hann stundaði nám við Kennaraskól- ann og þráði að fá að starfa að því að sá frækornum

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.