Ljósberinn


Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 14
150 LJÓSBERINN Og fermingardrengurinn fór glaður heim til sín eftir að hafa yfirvegað þennan samanburð, og von hans sjálfs varð svo björt, að honum mætti einhvem- tíma takast að bjarga Guði fráhverfu hjarta og vekja því þrá til máttar hans og kærleika. Megi það vera og verði hlutverk sem flestra fermingarbarna, — og öll erum vér fermingarbörn. Á fermingardag drengsins sendi kennari hans hon- um eftirfarandi ávarp:1) Fyrir fullum seglum2) fram í Jesú nafni sæk, og sífelt hafðu sannleikann í stafni. Mun þá Guð og gifta greiða vegu þina og á lífs þíns leiðir leggja blessun sína. þessi dýri dagur, Drottni’ er heitið vanstu, ávalt' endurljómar, eftir þvi ef manstu. — Gott er Guðs á vegi göngu’ að beina sinni, þá er ætíð óhætt oss í veröldinni. L þessi litla saga er alsönn. 2) Á fermingarkortið var þrykt skip fyrir fullum segl- um og sólroðið ský í baksýn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.