Ljósberinn - 10.05.1924, Qupperneq 14
150
LJÓSBERINN
Og fermingardrengurinn fór glaður heim til sín
eftir að hafa yfirvegað þennan samanburð, og von
hans sjálfs varð svo björt, að honum mætti einhvem-
tíma takast að bjarga Guði fráhverfu hjarta og vekja
því þrá til máttar hans og kærleika. Megi það vera
og verði hlutverk sem flestra fermingarbarna, — og
öll erum vér fermingarbörn.
Á fermingardag drengsins sendi kennari hans hon-
um eftirfarandi ávarp:1)
Fyrir fullum seglum2)
fram í Jesú nafni
sæk, og sífelt hafðu
sannleikann í stafni.
Mun þá Guð og gifta
greiða vegu þina
og á lífs þíns leiðir
leggja blessun sína.
þessi dýri dagur,
Drottni’ er heitið vanstu,
ávalt' endurljómar,
eftir þvi ef manstu. —
Gott er Guðs á vegi
göngu’ að beina sinni,
þá er ætíð óhætt
oss í veröldinni.
L þessi litla saga er alsönn.
2) Á fermingarkortið var þrykt skip fyrir fullum segl-
um og sólroðið ský í baksýn.