Ljósberinn


Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 15.11.1937, Blaðsíða 4
I, JÖSBERINN Aldingarður lífsins. Lítill drengur fór um þjóðveginn ásamt systur sinni. Komu þau þá að háu hliði og yfir því stóð með skýru letri: Aldingarður lífsins. En fyrir neð- an þessa línu gátu þau lesið orðin: Kom- ið inn. Vegna þess, að börn þessi voru vel upp alin, drápu þau á dyr, áður en þau gengu inn. Þegar þau komu inn fyrir, stóð und- ur fagur engill í hvítum klæðum frammi fyrir þeim. Þau voru komin í aldingarð, þar sem óx fjöldi aldintrjáa og blóma og þar sem runnu niðandi, svalir lækir. Frá sér numin lituðust þau um, en söngur fuglanna og suða býflugunnar fyllti loftið. „Þið megið tína svo mikið af ávöxt- um og blómum, sem þið getið með ykk- ur borið“, sagði engillinn. „En gætið ykkar vel, áður en þið hefjist handa, því sum blómanna visna skjótt og ein- stakir ávextir rotna“. „En hvernig getum við vitað það?“ spurðu börnin. „Ég skal sýna ykkur hið rétta, ef þið spyrjið mig“, svaraði engillinn, „en munið, að beztu eplin vaxa á hæstu trjánum og að fegurstu blómin eru ekki ávallt langlífust“. En drengurinn nennti ekki að klifra upp trén og lét sér nægja litlu eplin, sem hann náði frá jafnsléttu, og stúlk- an hirti ekki um önnur blóm en valmú- ana stóru og fögru, er gáfu sterkan ilm, sem hún andaði að sér, unz hún sofnaði sætt. Þegar hún vaknaði, stóð engillinn hjá henni með bróður hennar. „Viltu ekki tína fáein blóm, sem visna ekki ?“ sagði engillinn. En litla stúlkan kærði sig ekki um það og gekk á braut. En þá voru 328 þau allt í einu komin að öðrum dyrum. „Nú er komið kvöld“, sagði engill- inn, „hér eru dyrnar út úr garðinum“. „Út! Eigum við að fara strax!“ hróp- uðu börnin. „Já, en hvað hafið þið tekið með ykk- ur?“ sagði engillinn. Litla stúlkan leit vonsvikin á visnu blómin sín og drengurinn horfði lengi á eplatrén. „Ef ég hefði vitað, að við ættum að vera svo stutta stund, hefði ég tekið með mér fleiri epli“, sagði hann. „Ef ég hefði vitað það, hefði ég tínt önnur blóm“, muldraði stúlkan. „Hefði ég bara vitað það!“ Þau gengu út úr garðinum og dyrun- um var lokað. Það voru dyr dauðans. Þessi litla saga er líking aðeins. Vér göngum öll inn í aldingarð lífsins, þeg- ar vér fæðumst, og öll yfirgefum vér hann, þegar vér deyjum. Litli vinur, hve mörg ár hefir þú ver- ið í garðinum? Átta, tíu eða ellefu ár? Hvað hefir þú tínt og hvað ætlar þú að tína? — Hefir þú tínt góða ávexti og varanleg blóm? Beztu ávextirnir vaxa á hæstu grein- unum. Það, sem gott er, fæst ekki án erfiðis. Sá, sem vill læra að leika á hljóðfæri, verður að æfa sig vel, og vilj- ir þú læra námsgreinar þínar, verður þú að lesa vel. Fegurstu blómin eru eigi ávallt hin beztu. Hin fegurstu vara ekki ávallt lengst. Fagurt andlit og fín föt hylja oft höggorms hjarta. Gættu þín ávallt vel, svo að þú veljir viturlega. Jesús er fegursta rósin, sem finnst. Hann er líka frelsari þinn og leiðsögu-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.